Fjórir kynferðisbrotamenn sluppu við fangelsi vegna fyrningar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. maí 2023 16:59 Eyrarbakki Vísir/Vilhelm Tugir brotamanna sleppa við afplánun í fangelsi vegna fyrningar brota á hverju ári. Á undanförnum fimm árum hafa fjórir kynferðisbrotamenn sloppið við fangelsisvist. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. En hann vildi vita hver biðtíminn væri eftir afplánun og hversu margir dæmdir einstaklingar hefðu aldrei afplánað vegna fyrningar refsidóms. Undanfarin tíu ár hafa á bilinu 14 til 35 brotamenn sloppið við fangelsisvist af þessari ástæðu. Algengast er að þetta séu einstaklingar sem hafa brotið umferðarlög. „Hjá Fangelsismálastofnun er mikil áhersla lögð á að fullnusta refsingar áður en fyrningarfrestur rennur út. Reynt er að forgangsraða dómþolum eftir alvarleika brota og lengd refsingar og þannig er áhersla lögð á að reyna að fullnusta sem fyrst refsingar fyrir kynferðisbrot og alvarleg ofbeldisbrot. Þá óska sumir dómþolar eftir því að fá að hefja afplánun sína sem fyrst og reynir stofnunin að verða við því,“ segir í svarinu. 29 ofbeldismenn Engu að síður eru kynferðisbrotamenn og ofbeldismenn meðal þeirra sem sleppa. Fjórir kynferðisbrotamenn hafa sloppið við afplánun undanfarin tíu ár, allir á undanförnum fimm árum og þar af tveir árið 2020. Ofbeldismenn voru umtalsvert fleiri, 29 talsins. Gísli Rafn spurði ráðherra um biðtíma í afplánun.Píratar 43 einstaklingar sem dæmdir voru fyrir þjófnað eða skjalafals sluppu við afplánun, 51 sem dæmdir voru fyrir fíkniefnabrot og 131 sem dæmdir voru fyrir umferðarlagabrot. Einnig 9 fyrir önnur en ótilgreind brot. Sogn stækkað Samkvæmt ráðuneytinu bárust til fullnustu 2.572 óskilorðsbundnar refsingar frá árinu 2018. Fullnusta sé hafin í 71 prósenti þessara mála. „Aðrir hafa verið boðaðir í fangelsi en hafa ekki hafið afplánun eða eru að bíða eftir svari um fullnustu dóms með samfélagsþjónustu. Ekki hefur verið hægt að ljúka um 4 prósentum þessara mála, til dæmis vegna þess að dómur hefur fyrnst eða dómþoli hefur látist,“ segir í svarinu. Bent er á að unnið sé að því að fjölga fangarýmum. Þegar liggi fyrir að fangelsið Sogn verði stækkað um 14 pláss og framkvæmdirnar hefjist á þessu ári. Minni varnaðaráhrif Biðtími afplánana hafa verið nokkuð til umræðu í vetur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn til Jóns í febrúar. Jón Gunnarsson segir að Sogn verði stækkuð á þessu ári.Vísir/Vilhelm „Stytting biðlista eftir afplánun í fangelsi er eitt af forgangsatriðum dómsmálaráðherra. Það er óviðunandi að fjöldi dómþola skuli hefja afplánun refsingar nokkrum árum eftir að dómur fellur og slíkt leiðir jafnframt til þess að varnaðaráhrif refsingarinnar verða minni en annars,“ sagði ráðherra þá. Var samþykkt 150 milljón króna sérstakt aukaframlag til fangelsa í fjáraukalögum og 250 milljón króna varanlegt framlag. Heildarfjöldi fangelsisrýma í landinu eru 177 en aðeins er hægt að nýta á bilinu 160 til 168 pláss á hverjum tíma, það er 90 til 95 prósent. Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9. mars 2023 20:49 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. En hann vildi vita hver biðtíminn væri eftir afplánun og hversu margir dæmdir einstaklingar hefðu aldrei afplánað vegna fyrningar refsidóms. Undanfarin tíu ár hafa á bilinu 14 til 35 brotamenn sloppið við fangelsisvist af þessari ástæðu. Algengast er að þetta séu einstaklingar sem hafa brotið umferðarlög. „Hjá Fangelsismálastofnun er mikil áhersla lögð á að fullnusta refsingar áður en fyrningarfrestur rennur út. Reynt er að forgangsraða dómþolum eftir alvarleika brota og lengd refsingar og þannig er áhersla lögð á að reyna að fullnusta sem fyrst refsingar fyrir kynferðisbrot og alvarleg ofbeldisbrot. Þá óska sumir dómþolar eftir því að fá að hefja afplánun sína sem fyrst og reynir stofnunin að verða við því,“ segir í svarinu. 29 ofbeldismenn Engu að síður eru kynferðisbrotamenn og ofbeldismenn meðal þeirra sem sleppa. Fjórir kynferðisbrotamenn hafa sloppið við afplánun undanfarin tíu ár, allir á undanförnum fimm árum og þar af tveir árið 2020. Ofbeldismenn voru umtalsvert fleiri, 29 talsins. Gísli Rafn spurði ráðherra um biðtíma í afplánun.Píratar 43 einstaklingar sem dæmdir voru fyrir þjófnað eða skjalafals sluppu við afplánun, 51 sem dæmdir voru fyrir fíkniefnabrot og 131 sem dæmdir voru fyrir umferðarlagabrot. Einnig 9 fyrir önnur en ótilgreind brot. Sogn stækkað Samkvæmt ráðuneytinu bárust til fullnustu 2.572 óskilorðsbundnar refsingar frá árinu 2018. Fullnusta sé hafin í 71 prósenti þessara mála. „Aðrir hafa verið boðaðir í fangelsi en hafa ekki hafið afplánun eða eru að bíða eftir svari um fullnustu dóms með samfélagsþjónustu. Ekki hefur verið hægt að ljúka um 4 prósentum þessara mála, til dæmis vegna þess að dómur hefur fyrnst eða dómþoli hefur látist,“ segir í svarinu. Bent er á að unnið sé að því að fjölga fangarýmum. Þegar liggi fyrir að fangelsið Sogn verði stækkað um 14 pláss og framkvæmdirnar hefjist á þessu ári. Minni varnaðaráhrif Biðtími afplánana hafa verið nokkuð til umræðu í vetur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn til Jóns í febrúar. Jón Gunnarsson segir að Sogn verði stækkuð á þessu ári.Vísir/Vilhelm „Stytting biðlista eftir afplánun í fangelsi er eitt af forgangsatriðum dómsmálaráðherra. Það er óviðunandi að fjöldi dómþola skuli hefja afplánun refsingar nokkrum árum eftir að dómur fellur og slíkt leiðir jafnframt til þess að varnaðaráhrif refsingarinnar verða minni en annars,“ sagði ráðherra þá. Var samþykkt 150 milljón króna sérstakt aukaframlag til fangelsa í fjáraukalögum og 250 milljón króna varanlegt framlag. Heildarfjöldi fangelsisrýma í landinu eru 177 en aðeins er hægt að nýta á bilinu 160 til 168 pláss á hverjum tíma, það er 90 til 95 prósent.
Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9. mars 2023 20:49 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00
Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9. mars 2023 20:49