Telja Slot hafa verið að nota Tottenham Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 11:30 Arne Slot stýrði Feyenoord til hollenska meistaratitilsins. Getty/Dennis Bresser Nú er orðið ljóst að Arne Slot verður ekki næsti knattspyrnustjóri Tottenham en hann hafði verið orðaður við starfið. Slot segist vilja halda áfram starfi sínu hjá Feyenoord sem hann gerði að hollenskum meistara í ár. Slot fundaði með forráðamönnum Feyenoord í gær varðandi framlengingu á samningi sínum hjá félaginu og er fastlega búist við því að hann stýri liðinu áfram. Arne Slot will sign a new contract at Feyenoord very soon. The agreement has been reached during yesterday s meeting and it will be sealed soon. #Feyenoord #THFCSlot decision won t change. He s set to stay and won t join Tottenham. pic.twitter.com/SM8M9oNT9m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2023 Sky Sports hefur eftir heimildum að forráðamenn Tottenham telji Slot eingöngu hafa verið að nota áhuga enska félagsins til að fá betri samning hjá Feyenoord, en talið er fullvíst að hann skrifi undir nýjan samning við félagið. Sky segir einnig að áhugi Tottenham á að fá Slot hafi horfið þegar í ljós kom hver kostnaðurinn yrði við að losa hann frá Feyenoord. Komið hafi í ljós að klásúla í samningi hans, um að hann væri falur fyrir fimm milljónir punda, yrði ekki virk fyrr en á næsta ári en að það myndi kosta um 10 milljónir punda að fá hann núna, auk fimm milljóna punda fyrir starfslið hans. Slot tjáði sig um sín mál í dag og sagði: „Ég hef heyrt mikið af orðrómi um áhuga á mér. Þó að ég sé þakklátur fyrir það þá er það minn vilji að halda kyrru fyrir hjá Feyenoord og halda áfram því starfi sem við höfum unnið síðastliðið ár.“ Slot sagði sömuleiðis að engar viðræður hefðu átt sér stað við annað félag en Feyenoord og að viðræður sínar við félagið hefðu eingöngu verið varðandi framlengingu á samningi. Biðin eftir nýjum stjóra lengist Tottenham er í leit að framtíðarstjóra eftir að Antonio Conte var rekinn í mars. Cristian Stellini var ráðinn til bráðabirgða en rekinn eftir aðeins fjóra leiki, og Ryan Mason tók þá við til að stýra liðinu út leiktíðina. Tottenham er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið fjögur stig úr sex leikjum undir stjórn Mason. Liðið mætir Leeds í lokaumferð deildarinnar á sunnudag. Á meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við stjórastarfið hjá Tottenham er Julian Nagelsmann, fyrrverandi stjóri Bayern München, en engar viðræður fóru í gang við hann. Púlsinn var tekinn á Roberto de Zerbi, sem er búinn að stýra Brighton inn í Evrópudeildina, samkvæmt blaðamanninum Guillem Balague. Tottenham var einnig orðað við Vincent Kompany, stjóra Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, áður en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið. Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Slot fundaði með forráðamönnum Feyenoord í gær varðandi framlengingu á samningi sínum hjá félaginu og er fastlega búist við því að hann stýri liðinu áfram. Arne Slot will sign a new contract at Feyenoord very soon. The agreement has been reached during yesterday s meeting and it will be sealed soon. #Feyenoord #THFCSlot decision won t change. He s set to stay and won t join Tottenham. pic.twitter.com/SM8M9oNT9m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2023 Sky Sports hefur eftir heimildum að forráðamenn Tottenham telji Slot eingöngu hafa verið að nota áhuga enska félagsins til að fá betri samning hjá Feyenoord, en talið er fullvíst að hann skrifi undir nýjan samning við félagið. Sky segir einnig að áhugi Tottenham á að fá Slot hafi horfið þegar í ljós kom hver kostnaðurinn yrði við að losa hann frá Feyenoord. Komið hafi í ljós að klásúla í samningi hans, um að hann væri falur fyrir fimm milljónir punda, yrði ekki virk fyrr en á næsta ári en að það myndi kosta um 10 milljónir punda að fá hann núna, auk fimm milljóna punda fyrir starfslið hans. Slot tjáði sig um sín mál í dag og sagði: „Ég hef heyrt mikið af orðrómi um áhuga á mér. Þó að ég sé þakklátur fyrir það þá er það minn vilji að halda kyrru fyrir hjá Feyenoord og halda áfram því starfi sem við höfum unnið síðastliðið ár.“ Slot sagði sömuleiðis að engar viðræður hefðu átt sér stað við annað félag en Feyenoord og að viðræður sínar við félagið hefðu eingöngu verið varðandi framlengingu á samningi. Biðin eftir nýjum stjóra lengist Tottenham er í leit að framtíðarstjóra eftir að Antonio Conte var rekinn í mars. Cristian Stellini var ráðinn til bráðabirgða en rekinn eftir aðeins fjóra leiki, og Ryan Mason tók þá við til að stýra liðinu út leiktíðina. Tottenham er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið fjögur stig úr sex leikjum undir stjórn Mason. Liðið mætir Leeds í lokaumferð deildarinnar á sunnudag. Á meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við stjórastarfið hjá Tottenham er Julian Nagelsmann, fyrrverandi stjóri Bayern München, en engar viðræður fóru í gang við hann. Púlsinn var tekinn á Roberto de Zerbi, sem er búinn að stýra Brighton inn í Evrópudeildina, samkvæmt blaðamanninum Guillem Balague. Tottenham var einnig orðað við Vincent Kompany, stjóra Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, áður en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið.
Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti