Guardiola kallar eftir niðurstöðu svo fólk hætti að tala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 11:30 Pep Guardiola kyssir verðlaunapeninginn sem hann fékk eftir sigur Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Ap/Jon Super Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vonast eftir því að kærurnar gegn félaginu fái flýtimeðferð og að við fáum niðurstöðu sem fyrst. Nýkrýndir Englandsmeistarar Manchester City eru með 115 kærur yfir sér fyrir brot á rekstrareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Kærurnar voru gerðar opinberar í febrúar síðastliðnum en þær koma til vegna þess sem gerðist á árunum 2009 til 2018. City var líka sakað um að aðstoða ekki við rannsóknina sem hófst í desember 2018. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) City heldur fram sakleysi sínu í þessu máli og telja sig geta sannað það með óhrekjanlegum sönnunargögnum. City fólk segist líka hlakka til að geta klárað þetta mál endanlega. Íþróttadómstóllinn sneri við tveggja ára banni á félagið í Evrópukeppnum sem UEFA dæmdi City í árið 2020 en City fékk engu að síður tíu milljónir evra í sekt fyrir að hindra rannsókn málsins. Pep Guardiola var að gera City að Englandsmeisturum í fimmta sinn á síðustu sex árum en liðið mætir Brighton í kvöld í leik sem liðið átti inni. „Það sem ég vil sjá að gerist er að enska úrvalsdeildin og dómararnir geti komist að niðurstöðu eins fljótt og auðið er. Þá, ef að við gerðum eitthvað rangt, vita það allir en ef við gerðum hlutina á réttan hátt, eins og við höfum trúað í mörg ár, þá mun fólk hætta að tala um þetta,“ sagði Pep Guardiola. „Ég myndi elska að sjá niðurstöðu á morgun. Það væri jafnvel enn betra að fá hana strax í kvöld. Vonandi eru menn ekki svo uppteknir, dómararnir geta hlustað á báða aðila og ákveðið hvað sé besta að gera. Þegar upp er staðið þá vitum við að við höfum unnið á sanngjarnan hátt inn á vellinum og efumst ekki um sakleysi félagsins,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola: We would love it tomorrow, this afternoon [even] better. We would love it. Hopefully they are not so busy and the judges can see both sides and decide what is the best because in the end I know fairly what we won, we won on the pitch https://t.co/EnXoMlqORu— Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2023 Enski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Nýkrýndir Englandsmeistarar Manchester City eru með 115 kærur yfir sér fyrir brot á rekstrareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Kærurnar voru gerðar opinberar í febrúar síðastliðnum en þær koma til vegna þess sem gerðist á árunum 2009 til 2018. City var líka sakað um að aðstoða ekki við rannsóknina sem hófst í desember 2018. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) City heldur fram sakleysi sínu í þessu máli og telja sig geta sannað það með óhrekjanlegum sönnunargögnum. City fólk segist líka hlakka til að geta klárað þetta mál endanlega. Íþróttadómstóllinn sneri við tveggja ára banni á félagið í Evrópukeppnum sem UEFA dæmdi City í árið 2020 en City fékk engu að síður tíu milljónir evra í sekt fyrir að hindra rannsókn málsins. Pep Guardiola var að gera City að Englandsmeisturum í fimmta sinn á síðustu sex árum en liðið mætir Brighton í kvöld í leik sem liðið átti inni. „Það sem ég vil sjá að gerist er að enska úrvalsdeildin og dómararnir geti komist að niðurstöðu eins fljótt og auðið er. Þá, ef að við gerðum eitthvað rangt, vita það allir en ef við gerðum hlutina á réttan hátt, eins og við höfum trúað í mörg ár, þá mun fólk hætta að tala um þetta,“ sagði Pep Guardiola. „Ég myndi elska að sjá niðurstöðu á morgun. Það væri jafnvel enn betra að fá hana strax í kvöld. Vonandi eru menn ekki svo uppteknir, dómararnir geta hlustað á báða aðila og ákveðið hvað sé besta að gera. Þegar upp er staðið þá vitum við að við höfum unnið á sanngjarnan hátt inn á vellinum og efumst ekki um sakleysi félagsins,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola: We would love it tomorrow, this afternoon [even] better. We would love it. Hopefully they are not so busy and the judges can see both sides and decide what is the best because in the end I know fairly what we won, we won on the pitch https://t.co/EnXoMlqORu— Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2023
Enski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira