Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 26-29 | Haukar fara með bakið upp við vegg til Eyja Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. maí 2023 20:54 Haukar þurfa nauðsynlega á sigri að halda næstkomandi föstudag til að halda úrslitaeinvíginu á lífi. Vísir/Hulda Margrét Lið ÍBV er komið í kjörstöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka að Ásvöllum í kvöld, 26-29, og er því komið í 2-0 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að lyfta titlinum. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti leikurinn í einvíginu fór 33-27 fyrir Eyjamönnum í leik sem Haukar voru með tögl og haldir að loknum 40 mínútum. Kröftugur lokakafli hjá ÍBV réði að lokum úrslitum og stemmningin því öll Eyjamanna í einvíginu eftir þann leik og á því varð engin breyting í kvöld. Heimamenn í Haukum hófu leikinn betur í smekkfullum sal að Ásvöllum og voru komnir í 5-3 eftir um átta mínútna leik. Þá skelltu bæði lið í lás og ekkert mark var skorað næstu fjórar mínútur. Vísir/Hulda Margrét Róbert Sigurðsson einn öflugasti varnarmaður ÍBV var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir eftir aðeins 14 mínútur. Eyjamenn skiptu þá um vörn og fóru í sína frægu 5:1 vörn. Skilaði sú breyting sér í því að Haukar skoruðu ekki mark í um átta mínútur og Eyjamenn komu sér í forystuna. Staðan 6-7 eftir tuttugu mínútna leik. ÍBV kom sér í þriggja marka forystu undir lok hálfleiksins og fengu tækifæri á að auka þá forystu um eitt mark til viðbótar í að því er virtist lokasókn hálfleiksins. Þeim mistókst hins vegar að skora úr henni. Þess í stað skoraði Geir Guðmundsson, leikmaður Hauka, lokamark fyrri hálfleiksins úr leifturhröðu hraðaupphlaupi. Staðan 11-13 í hálfleik ÍBV í vil. Vísir/Hulda Margrét Líkt og í fyrri hálfleik hófu Haukar síðari hálfleikinn af meiri krafti og voru komnir í forystu eftir átta mínútur í seinni hálfleik. Haukar keyrðu hraðann upp á þeim kafla sem Eyjamenn réðu illa við.Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók þá leikhlé. Eftir það snerist leikurinn aftur við og Eyjamenn með yfirhöndina. Leikurinn var algjör naglbítur á þessum tímapunkti en aðeins eitt mark skildi liðin að um hríð. Vísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, tók þá leikhlé í von um að snúa leiknum sér í vil aftur með um átta mínútur til stefnu. Gekk það ekki eftir þar sem tankurinn var u.þ.b. tómur hjá heimamönnum á þessum tímapunkti eftir að hafa keyrt hraðan upp í leiknum. Eyjamenn juku þess þá heldur í markaskorunina og unnu að lokum með þrem mörkum eftir að hafa náð fjögurra marka forystu á þessum kafla. Lokatölur eins og fyrr segir 26-29. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn spiluðu hreinlega sinn leik í dag og áttu svör við öllum brögðum Hauka. Þrátt fyrir að vera undir í leiknum á köflum þá hélt lið ÍBV alltaf ró, á sinn hátt, og gættu þess að leikurinn væri alltaf í þeirra höndum. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason var maður leiksins en hann skoraði 11 mörk fyrir ÍBV og gaf þrjár stoðsendingar. Theodór Sigurbjörnsson var einnig ansi drjúgur fyrir Eyjamenn en hann skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum, þar af eitt stórglæsilegt sirkusmark. Hjá Haukum var það Stefán Rafn Sigurmannsson sem dró vagninn. Hann skoraði níu mörk, þar af fimm af vítalínunni. Ásamt því stóð hann vörnina vel en hún var feykilega sterk á löngum köflum hjá heimamönnum. Hvað gekk illa? Í raun var það að lokum síðustu tíu mínútur leiksins sem leikurinn réðist á. Sóknarleikur Hauka fór í skrúfuna á þeim kafla á meðan ÍBV hélt áfram sínum takti á báðum endum vallarins. Guðmundur Bragi Ástþórsson og Andri Már Rúnarsson, máttarstólpar í sóknarleik Hauka, áttu ekki góðan dag. Voru þeir með sitthvort markið í heildina úr 11 skotum og samanlagt með átta tapaða bolta. Hvað gerist næst? Þriðji leikurinn í einvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn fer fram næstkomandi föstudag klukkan 19:15 í Vestmannaeyjum. Þar getur Íslandsmeistaratitilinn farið á loft sigri ÍBV. Ásgeir Örn: Vissulega hefði ég viljað að sumir hefðu spilað betur í kvöld Ásgeir Örn Hallgrímsson lét vel í sér heyra á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Leikurinn fer frá Haukum á síðustu 10-15 mínútum leiksins líkt og í leik eitt. Ásgeiri Erni fannst þó sitt lið vera í vandræðum lengst af í seinni hálfleik. „Við gefum aðeins eftir og þeir ganga á lagið. Mér fannst þetta ekki beint bara síðasta korterið, þetta var ströggl allan seinni hálfleikinn,“ sagði Ásgeir Örn. Besti kafli Hauka var í fyrri hálfleik en þeim gekk þó illa að skora um miðbik þess hálfleiks.„Við vorum mjög fínir varnarlega að mörgu leiti en við skorum bara ekki nógu mikið af mörkum. Við vorum mjög lengi að finna svör við 5-1 vörninni.“ Fjórtán af mörkum Hauka komu frá tveimur hornamönnum liðsins. Aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni að fá lítið framlag frá leikmönnum sem spila fyrir utan hafði Ásgeir Örn þetta að segja. „Auðvitað er meira úr hornum þegar þeir spila svona. Við reynum að fá fleiri sendingar, við erum að reyna að koma honum í hornin. Vissulega hefði ég viljað að sumir hefðu spilað betur í kvöld.“ Ásgeir Örn tekur það ekki í mál að ljúka tímabilinu í Vestmannaeyjum á föstudaginn. „Það er bara verkefni út af fyrir sig að mæta til Eyja. Þeir eru ekkert að fara fagna titlinum á föstudaginn,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Olís-deild karla Haukar ÍBV
Lið ÍBV er komið í kjörstöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka að Ásvöllum í kvöld, 26-29, og er því komið í 2-0 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að lyfta titlinum. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti leikurinn í einvíginu fór 33-27 fyrir Eyjamönnum í leik sem Haukar voru með tögl og haldir að loknum 40 mínútum. Kröftugur lokakafli hjá ÍBV réði að lokum úrslitum og stemmningin því öll Eyjamanna í einvíginu eftir þann leik og á því varð engin breyting í kvöld. Heimamenn í Haukum hófu leikinn betur í smekkfullum sal að Ásvöllum og voru komnir í 5-3 eftir um átta mínútna leik. Þá skelltu bæði lið í lás og ekkert mark var skorað næstu fjórar mínútur. Vísir/Hulda Margrét Róbert Sigurðsson einn öflugasti varnarmaður ÍBV var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir eftir aðeins 14 mínútur. Eyjamenn skiptu þá um vörn og fóru í sína frægu 5:1 vörn. Skilaði sú breyting sér í því að Haukar skoruðu ekki mark í um átta mínútur og Eyjamenn komu sér í forystuna. Staðan 6-7 eftir tuttugu mínútna leik. ÍBV kom sér í þriggja marka forystu undir lok hálfleiksins og fengu tækifæri á að auka þá forystu um eitt mark til viðbótar í að því er virtist lokasókn hálfleiksins. Þeim mistókst hins vegar að skora úr henni. Þess í stað skoraði Geir Guðmundsson, leikmaður Hauka, lokamark fyrri hálfleiksins úr leifturhröðu hraðaupphlaupi. Staðan 11-13 í hálfleik ÍBV í vil. Vísir/Hulda Margrét Líkt og í fyrri hálfleik hófu Haukar síðari hálfleikinn af meiri krafti og voru komnir í forystu eftir átta mínútur í seinni hálfleik. Haukar keyrðu hraðann upp á þeim kafla sem Eyjamenn réðu illa við.Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók þá leikhlé. Eftir það snerist leikurinn aftur við og Eyjamenn með yfirhöndina. Leikurinn var algjör naglbítur á þessum tímapunkti en aðeins eitt mark skildi liðin að um hríð. Vísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, tók þá leikhlé í von um að snúa leiknum sér í vil aftur með um átta mínútur til stefnu. Gekk það ekki eftir þar sem tankurinn var u.þ.b. tómur hjá heimamönnum á þessum tímapunkti eftir að hafa keyrt hraðan upp í leiknum. Eyjamenn juku þess þá heldur í markaskorunina og unnu að lokum með þrem mörkum eftir að hafa náð fjögurra marka forystu á þessum kafla. Lokatölur eins og fyrr segir 26-29. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn spiluðu hreinlega sinn leik í dag og áttu svör við öllum brögðum Hauka. Þrátt fyrir að vera undir í leiknum á köflum þá hélt lið ÍBV alltaf ró, á sinn hátt, og gættu þess að leikurinn væri alltaf í þeirra höndum. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason var maður leiksins en hann skoraði 11 mörk fyrir ÍBV og gaf þrjár stoðsendingar. Theodór Sigurbjörnsson var einnig ansi drjúgur fyrir Eyjamenn en hann skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum, þar af eitt stórglæsilegt sirkusmark. Hjá Haukum var það Stefán Rafn Sigurmannsson sem dró vagninn. Hann skoraði níu mörk, þar af fimm af vítalínunni. Ásamt því stóð hann vörnina vel en hún var feykilega sterk á löngum köflum hjá heimamönnum. Hvað gekk illa? Í raun var það að lokum síðustu tíu mínútur leiksins sem leikurinn réðist á. Sóknarleikur Hauka fór í skrúfuna á þeim kafla á meðan ÍBV hélt áfram sínum takti á báðum endum vallarins. Guðmundur Bragi Ástþórsson og Andri Már Rúnarsson, máttarstólpar í sóknarleik Hauka, áttu ekki góðan dag. Voru þeir með sitthvort markið í heildina úr 11 skotum og samanlagt með átta tapaða bolta. Hvað gerist næst? Þriðji leikurinn í einvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn fer fram næstkomandi föstudag klukkan 19:15 í Vestmannaeyjum. Þar getur Íslandsmeistaratitilinn farið á loft sigri ÍBV. Ásgeir Örn: Vissulega hefði ég viljað að sumir hefðu spilað betur í kvöld Ásgeir Örn Hallgrímsson lét vel í sér heyra á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Leikurinn fer frá Haukum á síðustu 10-15 mínútum leiksins líkt og í leik eitt. Ásgeiri Erni fannst þó sitt lið vera í vandræðum lengst af í seinni hálfleik. „Við gefum aðeins eftir og þeir ganga á lagið. Mér fannst þetta ekki beint bara síðasta korterið, þetta var ströggl allan seinni hálfleikinn,“ sagði Ásgeir Örn. Besti kafli Hauka var í fyrri hálfleik en þeim gekk þó illa að skora um miðbik þess hálfleiks.„Við vorum mjög fínir varnarlega að mörgu leiti en við skorum bara ekki nógu mikið af mörkum. Við vorum mjög lengi að finna svör við 5-1 vörninni.“ Fjórtán af mörkum Hauka komu frá tveimur hornamönnum liðsins. Aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni að fá lítið framlag frá leikmönnum sem spila fyrir utan hafði Ásgeir Örn þetta að segja. „Auðvitað er meira úr hornum þegar þeir spila svona. Við reynum að fá fleiri sendingar, við erum að reyna að koma honum í hornin. Vissulega hefði ég viljað að sumir hefðu spilað betur í kvöld.“ Ásgeir Örn tekur það ekki í mál að ljúka tímabilinu í Vestmannaeyjum á föstudaginn. „Það er bara verkefni út af fyrir sig að mæta til Eyja. Þeir eru ekkert að fara fagna titlinum á föstudaginn,“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti