Vilhjálmur segir kannski ekki skynsamlegt að gera langtíma kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2023 12:02 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafa báðir gagnrýnt vaxtastefnu Seðlabankans harðlega. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu. Eftir skarpa lækkun meginvaxta Seðlabankans frá lokum maí 2019 til byrjun nóvembers 2020 þegar vextirnir urðu lægstir í 0,75 prósentum tóku þeir að hækka á ný byrjun maí 2021. Síðast liðinn tvö ár hefur peningastefnunefnd Seðlabankans hækkað meginvexti sína, eða stýrivexti, nánast á hverjum einasta vaxaákvörðunardegi nú síðast hinn 21. apríl í 7,5 prósentustig. Greiningardeildir bankanna reikna flestar með að nefndin hækki vextina enn á ný á morgun um allt að eitt prósentustig. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ekki nýtt að greiningardeildir bankanna spái sífellt hækkun vaxta enda hafi bankarnir mikinn hag af vaxtahækkunum. Vaxtatekjur þeirra hafi aukist um 25 milljarða á síðasta ári og vaxtamunur ekki skilað sér til neytenda.Það veki líka athygli að verðbólga hafi ekki minkað eins og búist hefði verið við þegar kjarasamningar voru undirritaðir í desember. Vilhjálmur Birgisson segir sífelldar vaxtahækkanir farnar að draga úr uppbyggingu íbúðarhúsnæðis þvert á stefnu stjórnvalda. Heimilin væru þvinguð í verðtryggðlán ella stefndu þau í greiðsluþrot.Vísir/Vilhelm „Það nægir kannski að nefna í því samhengi að í janúar voru 53 prósent af hækkun neysluvísitölunnar vegna gjaldskrárhækkana stjórnvalda,“ segir Vilhjálmur. Í síðasta mánuði hafi aðeins 0,46 prósent verðbólgunnar átt rætur í hækkun fasteingahlutans í vísitölunni vegna örfárra kaupsamninga enda vextirnir hægt á íbúðauppbyggingu. Vextir hefðu hækkað um tvö prósentustig frá undirritun kjarasamninga í desmeber og ef spá greiningardeilda rættist á morgun hefðu vextirnir hækkað um þrjú prósentustig. „Sem er algerlega með ólíkindum og algerlega þvert gegn því sem við vorum að gera þegar við undirrituðum kjarasamningana.“ Það væri greinilega eitthvað mikið að í íslensku hagkerfi. „Og ég hef svo sem sagt það áður að við séum komin að ögurstundu að fara að skoða nýjan gjaldmiðil. Því það er einhver ástæða fyrir því að þetta er með þessum hætti,“ segir Formaður Starfsgreinasambandsins. Þess vegna þrýfist verðtryggð lán á Íslandi. Á næstu misserum falli fastir vextir á lánum heimilanna upp á rúmlega 600 milljarða niður. Þá muni fjármálakerfið vísa heimilunum í verðtryggð lán vegna þess að þau ráði ekki við vaxtabyrðina. „Ef það væri ekki hægt gæti Seðlabankinn og fjármálakerfið ekki hækkað vextina svona mikið. Þá yrði bara greiðslufall hjá íslenskum heimilum,“ segir Vilhjálmur. Núgildandi samningar voru gerðir til eins árs í von um að verðbólgan gengi niður. Nú sitja menn hins vegar við samningaborðið með það að markmiði að gera langtíma samninga. „En á meðan ástandið er svona eins og við erum að horfa upp á núna, er ég meira kominn á þá skoðun að menn skoði skammtímasamning aftur. Því það er ekki hægt að búa við þetta. Að hlutirnir þróist ætíð með þessum hætti alveg sama hvað í verkalýðshreyfingunni erum að gera,“ segiri Vilhjálmur Birgisson. Verðlag Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Íslenskir bankar ASÍ Tengdar fréttir Seðlabankinn nauðbeygður til að hækka vexti um hundrað punkta Yfirgnæfandi meirihluti markaðsaðila býst við því að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun. Meginstefið í svörum þeirra sem tóku þátt í könnun Innherja er að Seðlabankinn sé nauðbeygður enda er langt í næstu vaxtaákvörðun, raunvextir enn neikvæðir og bankanum hefur ekki tekist að ná stjórn á verðbólguvæntingum. 23. maí 2023 08:00 Ríkisstjórnin verði að dempa áfallið sem hlýst af vaxtahækkunum Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á miðvikudag líkt og greiningaraðilar eru á einu máli um. Hún hefur ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin dempi höggið sem heimilin finna fyrir þessar þrjár síðustu vikur þingsins. Auknar vaxtabætur og leigubremsa þurfi að koma til svo hægt verði að verja heimilin í þessu viðkvæma efnahagsástandi. 22. maí 2023 13:01 Spá því að vextir hækki um heila prósentu Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár. 17. maí 2023 15:10 Vextir verða tiltölulega háir út árið 2025 samkvæmt spá Arion Greiningardeild Arion banka spáir kröftugum 5,1 prósents hagvexti í ár sem helgast einkum af mikilli fólksfjölgun og hraðari uppsveiflu ferðaþjónustunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Stýrivextir Seðlabankans eiga eftir að hækka enn meira á þessu ári vegna þrálátrar verðbólgu og þeir verða tiltölulega háir á spátímabilinu sem nær út árið 2025. 15. maí 2023 10:35 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Eftir skarpa lækkun meginvaxta Seðlabankans frá lokum maí 2019 til byrjun nóvembers 2020 þegar vextirnir urðu lægstir í 0,75 prósentum tóku þeir að hækka á ný byrjun maí 2021. Síðast liðinn tvö ár hefur peningastefnunefnd Seðlabankans hækkað meginvexti sína, eða stýrivexti, nánast á hverjum einasta vaxaákvörðunardegi nú síðast hinn 21. apríl í 7,5 prósentustig. Greiningardeildir bankanna reikna flestar með að nefndin hækki vextina enn á ný á morgun um allt að eitt prósentustig. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ekki nýtt að greiningardeildir bankanna spái sífellt hækkun vaxta enda hafi bankarnir mikinn hag af vaxtahækkunum. Vaxtatekjur þeirra hafi aukist um 25 milljarða á síðasta ári og vaxtamunur ekki skilað sér til neytenda.Það veki líka athygli að verðbólga hafi ekki minkað eins og búist hefði verið við þegar kjarasamningar voru undirritaðir í desember. Vilhjálmur Birgisson segir sífelldar vaxtahækkanir farnar að draga úr uppbyggingu íbúðarhúsnæðis þvert á stefnu stjórnvalda. Heimilin væru þvinguð í verðtryggðlán ella stefndu þau í greiðsluþrot.Vísir/Vilhelm „Það nægir kannski að nefna í því samhengi að í janúar voru 53 prósent af hækkun neysluvísitölunnar vegna gjaldskrárhækkana stjórnvalda,“ segir Vilhjálmur. Í síðasta mánuði hafi aðeins 0,46 prósent verðbólgunnar átt rætur í hækkun fasteingahlutans í vísitölunni vegna örfárra kaupsamninga enda vextirnir hægt á íbúðauppbyggingu. Vextir hefðu hækkað um tvö prósentustig frá undirritun kjarasamninga í desmeber og ef spá greiningardeilda rættist á morgun hefðu vextirnir hækkað um þrjú prósentustig. „Sem er algerlega með ólíkindum og algerlega þvert gegn því sem við vorum að gera þegar við undirrituðum kjarasamningana.“ Það væri greinilega eitthvað mikið að í íslensku hagkerfi. „Og ég hef svo sem sagt það áður að við séum komin að ögurstundu að fara að skoða nýjan gjaldmiðil. Því það er einhver ástæða fyrir því að þetta er með þessum hætti,“ segir Formaður Starfsgreinasambandsins. Þess vegna þrýfist verðtryggð lán á Íslandi. Á næstu misserum falli fastir vextir á lánum heimilanna upp á rúmlega 600 milljarða niður. Þá muni fjármálakerfið vísa heimilunum í verðtryggð lán vegna þess að þau ráði ekki við vaxtabyrðina. „Ef það væri ekki hægt gæti Seðlabankinn og fjármálakerfið ekki hækkað vextina svona mikið. Þá yrði bara greiðslufall hjá íslenskum heimilum,“ segir Vilhjálmur. Núgildandi samningar voru gerðir til eins árs í von um að verðbólgan gengi niður. Nú sitja menn hins vegar við samningaborðið með það að markmiði að gera langtíma samninga. „En á meðan ástandið er svona eins og við erum að horfa upp á núna, er ég meira kominn á þá skoðun að menn skoði skammtímasamning aftur. Því það er ekki hægt að búa við þetta. Að hlutirnir þróist ætíð með þessum hætti alveg sama hvað í verkalýðshreyfingunni erum að gera,“ segiri Vilhjálmur Birgisson.
Verðlag Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Íslenskir bankar ASÍ Tengdar fréttir Seðlabankinn nauðbeygður til að hækka vexti um hundrað punkta Yfirgnæfandi meirihluti markaðsaðila býst við því að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun. Meginstefið í svörum þeirra sem tóku þátt í könnun Innherja er að Seðlabankinn sé nauðbeygður enda er langt í næstu vaxtaákvörðun, raunvextir enn neikvæðir og bankanum hefur ekki tekist að ná stjórn á verðbólguvæntingum. 23. maí 2023 08:00 Ríkisstjórnin verði að dempa áfallið sem hlýst af vaxtahækkunum Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á miðvikudag líkt og greiningaraðilar eru á einu máli um. Hún hefur ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin dempi höggið sem heimilin finna fyrir þessar þrjár síðustu vikur þingsins. Auknar vaxtabætur og leigubremsa þurfi að koma til svo hægt verði að verja heimilin í þessu viðkvæma efnahagsástandi. 22. maí 2023 13:01 Spá því að vextir hækki um heila prósentu Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár. 17. maí 2023 15:10 Vextir verða tiltölulega háir út árið 2025 samkvæmt spá Arion Greiningardeild Arion banka spáir kröftugum 5,1 prósents hagvexti í ár sem helgast einkum af mikilli fólksfjölgun og hraðari uppsveiflu ferðaþjónustunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Stýrivextir Seðlabankans eiga eftir að hækka enn meira á þessu ári vegna þrálátrar verðbólgu og þeir verða tiltölulega háir á spátímabilinu sem nær út árið 2025. 15. maí 2023 10:35 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Seðlabankinn nauðbeygður til að hækka vexti um hundrað punkta Yfirgnæfandi meirihluti markaðsaðila býst við því að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun. Meginstefið í svörum þeirra sem tóku þátt í könnun Innherja er að Seðlabankinn sé nauðbeygður enda er langt í næstu vaxtaákvörðun, raunvextir enn neikvæðir og bankanum hefur ekki tekist að ná stjórn á verðbólguvæntingum. 23. maí 2023 08:00
Ríkisstjórnin verði að dempa áfallið sem hlýst af vaxtahækkunum Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á miðvikudag líkt og greiningaraðilar eru á einu máli um. Hún hefur ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin dempi höggið sem heimilin finna fyrir þessar þrjár síðustu vikur þingsins. Auknar vaxtabætur og leigubremsa þurfi að koma til svo hægt verði að verja heimilin í þessu viðkvæma efnahagsástandi. 22. maí 2023 13:01
Spá því að vextir hækki um heila prósentu Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár. 17. maí 2023 15:10
Vextir verða tiltölulega háir út árið 2025 samkvæmt spá Arion Greiningardeild Arion banka spáir kröftugum 5,1 prósents hagvexti í ár sem helgast einkum af mikilli fólksfjölgun og hraðari uppsveiflu ferðaþjónustunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Stýrivextir Seðlabankans eiga eftir að hækka enn meira á þessu ári vegna þrálátrar verðbólgu og þeir verða tiltölulega háir á spátímabilinu sem nær út árið 2025. 15. maí 2023 10:35