Gísli Marteinn segir fólk hafa fullan rétt á að hrauna yfir sig Máni Snær Þorláksson skrifar 22. maí 2023 21:40 Gísli Marteinn segir að hann myndi fara í taugarnar á sjálfum sér ef hann væri ekki hann sjálfur. Stöð 2 Fannar Sveinsson ræðir við sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson í nýjasta þætti Framkomu sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Meðal annars er Gísla spurður út í þá gagnrýni sem hann fær á netinu og hvort hann taki hana inn á sig. Gísli Marteinn stýrir sjónvarpsþættinum Vikunni á föstudagskvöldum á RÚV og hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur af netverjum vegna þeirra. „Þegar einhver gagnrýnir hvað þú ert að gera eða finnst Vikan leiðinleg, tekurðu það til þín?“ spyr Fannar hann meðal annars í þætti gærkvöldsins. „Er einhver að segja það?“ spyr Gísli Marteinn og hlær. „Ég var að djóka. Það er svo margt fólk sem hatar Vikuna svo mikið og mig að ég bara er alveg steinhissa.“ Gísli segir þó að hann haldi að ekki sé um að ræða djúpt hatur. „Ég meina, fólk heldur til dæmis að Akureyringar hati mig rosalega mikið út af skoðunum mínum á flugvellinum.“ Það endurspeglist þó ekki í heimsóknum hans norður. „Svo fer ég til Akureyrar, það er ekki til betra fólk.“ Færi í taugarnar á sjálfum sér Sjálfum finnst Gísla í fínu lagi að fólki finnist þetta og hitt um hann. „Mér finnst allt þetta fólk hafa bara fullan rétt á að hafa þessar skoðanir á mér og hrauna yfir mig,“ segir hann. „Ég er með risastórt platform, risastóra rödd þar sem ég get verið að gasa um það sem mér sýnist. Þau hafa það ekki og þá mega þau bara nota þetta litla platform til þess. Mér finnst það bara allt í lagi. Ég hef líka alveg lært alveg helling af einhverju fólki sem hefur gagnrýnt mig. Það hefur sagt eitthvað og ég hugsa: Já, heyrðu þetta er nú bara góður punktur.“ Gísli segist þá ekki dvelja í gagnrýninni sem hann fær. „Alls ekki og fyrir utan það, oft er ég bara sammála einhverri gagnrýni,“ segir hann. „Ég til dæmis tala ógeðslega hátt og er með gjallandi rödd. Ég hef oft horft á sjálfan mig í sjónvarpinu og verið bara: Oh jesus christ hvað þessi gæji færi í taugarnar á mér ef ég væri ekki hann.“ Gísli og Fannar hlæja þá saman og sá síðarnefndi segir að lokum: „Gísli Marteinn færi í taugarnar á þér ef þú værir ekki Gísli Marteinn.“ Framkoma Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“ Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu. 22. maí 2023 16:06 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Gísli Marteinn stýrir sjónvarpsþættinum Vikunni á föstudagskvöldum á RÚV og hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur af netverjum vegna þeirra. „Þegar einhver gagnrýnir hvað þú ert að gera eða finnst Vikan leiðinleg, tekurðu það til þín?“ spyr Fannar hann meðal annars í þætti gærkvöldsins. „Er einhver að segja það?“ spyr Gísli Marteinn og hlær. „Ég var að djóka. Það er svo margt fólk sem hatar Vikuna svo mikið og mig að ég bara er alveg steinhissa.“ Gísli segir þó að hann haldi að ekki sé um að ræða djúpt hatur. „Ég meina, fólk heldur til dæmis að Akureyringar hati mig rosalega mikið út af skoðunum mínum á flugvellinum.“ Það endurspeglist þó ekki í heimsóknum hans norður. „Svo fer ég til Akureyrar, það er ekki til betra fólk.“ Færi í taugarnar á sjálfum sér Sjálfum finnst Gísla í fínu lagi að fólki finnist þetta og hitt um hann. „Mér finnst allt þetta fólk hafa bara fullan rétt á að hafa þessar skoðanir á mér og hrauna yfir mig,“ segir hann. „Ég er með risastórt platform, risastóra rödd þar sem ég get verið að gasa um það sem mér sýnist. Þau hafa það ekki og þá mega þau bara nota þetta litla platform til þess. Mér finnst það bara allt í lagi. Ég hef líka alveg lært alveg helling af einhverju fólki sem hefur gagnrýnt mig. Það hefur sagt eitthvað og ég hugsa: Já, heyrðu þetta er nú bara góður punktur.“ Gísli segist þá ekki dvelja í gagnrýninni sem hann fær. „Alls ekki og fyrir utan það, oft er ég bara sammála einhverri gagnrýni,“ segir hann. „Ég til dæmis tala ógeðslega hátt og er með gjallandi rödd. Ég hef oft horft á sjálfan mig í sjónvarpinu og verið bara: Oh jesus christ hvað þessi gæji færi í taugarnar á mér ef ég væri ekki hann.“ Gísli og Fannar hlæja þá saman og sá síðarnefndi segir að lokum: „Gísli Marteinn færi í taugarnar á þér ef þú værir ekki Gísli Marteinn.“
Framkoma Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“ Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu. 22. maí 2023 16:06 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“ Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu. 22. maí 2023 16:06
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein