Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Máni Snær Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 22. maí 2023 20:03 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur sambandsins og BSRB í dag bar ekki árangur. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. „Aðilar hafa ekki náð saman þarna um ákveðin atriði sem er alvarlegt,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við fréttastofu. Sambandið lagði fram tilboð síðastliðinn föstudag og vonaðist eftir því að það myndi brúa bilið sem er á milli samninganefndanna. „Við höfum ekki fengið jákvæð svör við því en vonumst eftir því að við finnum á þessu lausn.“ Rætt var við Heiðu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Hafna því að um jafnréttismál sé að ræða BSRB vill meina að sveitarfélögin séu að brjóta jafnréttislög með því að veita félagsmönnum BSRB ekki sömu kjör og aðrir í sömu störfum á sama vinnustað eru að fá. Heiða segir sambandið ekki vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að þessu, það geti ekki tekið undir þennan málflutning. „Við í rauninni höfnum því að þetta sé jafnréttismál en ef þau telja það þá höfum við hvatt þau til að fara með það fyrir dómstóla. Ef það reynist rétt hjá þeim þá auðvitað myndum við efna það sem dómstólar myndu komast að.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vakti athygli á því í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það að fara með málið fyrir dómstóla myndi taka tíma: „Dómstólaleiðin myndi taka eitt til tvö ár og okkar félagsfólk hefur einfaldlega valið að knýja fram sínar kröfur með aðgerðum.“ „Búin að bjóða núna mjög góð kjör“ Heiða Björg segir að BSRB hafi beðið sambandið um að taka upp gamlan samning og endursemja um hann. „Það er ekki gert í kjaraviðræðum. Við höfum gildan samning og efndum hann og nú tekur við nýr samningur, við semjum við um sextíu aðila og hver og einn samningur er sjálfstæður. Auðvitað bara tökum við það alvarlega að reyna að ná sátt og góðum kjörum og starfsaðstæðum fyrir okkar mikilvæga fólk.“ Sem fyrr segir lagði sambandið fram tilboð fyrir helgi sem BSRB hefur ekki samþykkt. Heiða segir sambandið hafa boðið stéttarfélaginu kjör sem séu „mjög góð“ að þeirra mati. „Við erum búin að bjóða núna mjög góð kjör, að okkur finnst, sambærileg við önnur störf. Samband íslenskra sveitarfélaga leggur fyrst og fremst áherslu á það að sambærileg störf séu með sambærileg laun. Við erum búin að semja núna við Eflingu, gerðum það í síðustu viku, við erum búin að semja við BHM og við erum í samtali við Starfsgreinasambandið. Það gengur almennt vel og við þurfum bara að ná þessu í höfn með BSRB.“ Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Aðilar hafa ekki náð saman þarna um ákveðin atriði sem er alvarlegt,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við fréttastofu. Sambandið lagði fram tilboð síðastliðinn föstudag og vonaðist eftir því að það myndi brúa bilið sem er á milli samninganefndanna. „Við höfum ekki fengið jákvæð svör við því en vonumst eftir því að við finnum á þessu lausn.“ Rætt var við Heiðu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Hafna því að um jafnréttismál sé að ræða BSRB vill meina að sveitarfélögin séu að brjóta jafnréttislög með því að veita félagsmönnum BSRB ekki sömu kjör og aðrir í sömu störfum á sama vinnustað eru að fá. Heiða segir sambandið ekki vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að þessu, það geti ekki tekið undir þennan málflutning. „Við í rauninni höfnum því að þetta sé jafnréttismál en ef þau telja það þá höfum við hvatt þau til að fara með það fyrir dómstóla. Ef það reynist rétt hjá þeim þá auðvitað myndum við efna það sem dómstólar myndu komast að.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vakti athygli á því í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það að fara með málið fyrir dómstóla myndi taka tíma: „Dómstólaleiðin myndi taka eitt til tvö ár og okkar félagsfólk hefur einfaldlega valið að knýja fram sínar kröfur með aðgerðum.“ „Búin að bjóða núna mjög góð kjör“ Heiða Björg segir að BSRB hafi beðið sambandið um að taka upp gamlan samning og endursemja um hann. „Það er ekki gert í kjaraviðræðum. Við höfum gildan samning og efndum hann og nú tekur við nýr samningur, við semjum við um sextíu aðila og hver og einn samningur er sjálfstæður. Auðvitað bara tökum við það alvarlega að reyna að ná sátt og góðum kjörum og starfsaðstæðum fyrir okkar mikilvæga fólk.“ Sem fyrr segir lagði sambandið fram tilboð fyrir helgi sem BSRB hefur ekki samþykkt. Heiða segir sambandið hafa boðið stéttarfélaginu kjör sem séu „mjög góð“ að þeirra mati. „Við erum búin að bjóða núna mjög góð kjör, að okkur finnst, sambærileg við önnur störf. Samband íslenskra sveitarfélaga leggur fyrst og fremst áherslu á það að sambærileg störf séu með sambærileg laun. Við erum búin að semja núna við Eflingu, gerðum það í síðustu viku, við erum búin að semja við BHM og við erum í samtali við Starfsgreinasambandið. Það gengur almennt vel og við þurfum bara að ná þessu í höfn með BSRB.“
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57
Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52