Arsenal stórhuga í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2023 23:00 Tveir plús tveir eru fjórir og það er sá fjöldi miðjumanna sem Arteta vill í sumar. Julian Finney/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er stórhuga í sumar eftir að hafa misst enska meistaratitilinn í knattspyrnu úr greipum sér. Liðið stefnir á að bæta við sig nokkrum þekktum stærðum til að það gerist ekki aftur. Lærisveinar Mikel Arteta voru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt tímabilið en það er hins vegar hans gamli lærifaðir, Pep Guardiola, sem trónir enn á toppi enskrar knattspyrnu. Eftir að hafa elt Skytturnar nær allt tímabilið tók Manchester City öll völd nú undir lok tímabils og tryggði sér sigur þó enn séu tvær umferðir eftir. Til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur ætlar Arsenal að styrkja lið sitt til muna í sumar. Virðist aðaláherslan vera á miðsvæðið. Arsenal mun einnig spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og þarf að bæta við sig leikmönnum til að vera samkeppnishæft. Fyrstur á óskalistanum er Declan Rice, fyrirliði West Ham United. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Hamrana en félagið getur þó framlengt samninginn um ár. Eru allar líkur að Hamrarnir geri það til að auka virði Rice. Hann mun kosta drjúgan skilding en þjálfari liðsins, David Moyes, hefur sagt leikmanninn vera rúmlega 100 milljón punda virði. Arteta virðist vilja bæta við sig Englendingum en Mason Mount, miðjumaður Chelsea, er einnig á óskalistanum. Samningur hans í Lundúnum rennur út 2024 og virðist sem hann yfirgefi Chelsea í sumar. Bæði Liverpool og Manchester United hafa borið víurnar í Mount til þessa. Arsenal trying to sign Man City captain Ilkay Gundogan. Arteta wants 32yo if Xhaka goes. Fresh attempts will be made to keep him at #MCFC + other options. #AFC additionally pushing hard for Rice & Mount + renewed efforts to secure Nwaneri @TheAthleticFC https://t.co/HHJY2QRmsF— David Ornstein (@David_Ornstein) May 22, 2023 Samningur İlkay Gündoğan við Englandsmeistara Manchester City rennur út í sumar. Arteta hefur áður leitað til síns fyrrum félags í leit að leikmönnum og gæti gert slíkt hið sama í sumar. Gündoğan virðist ekkert vera að flýta sér þó samningur hans renni út eftir nokkrar vikur. Hann hefur verið orðaður við Barcelona en fjárhagsvandræði þar á bæ gætu hjálpað Arsenal. Að lokum hefur Arsenal áhuga á Mohammed Kudus, sóknarþenkjandi miðjumanni hollenska félagsins Ajax. Sá hefur skorað 22 mörk í 48 leikjum fyrir Ajax og Ghana. Samningur hans rennur ekki út fyrr en 2025 en Ajax vill frekar selja menn þegar það getur fengið gott verð heldur en að leyfa samningum þeirra að renna út. Þar sem Man United og Newcastle United hafa bæði horft hýru auga til Kudus að undanförnu ætti Ajax að geta sótt ágætis summu fyrir leikmenn sem félagið keypti frá Nordsjælland í Danmörku árið 2020. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Lærisveinar Mikel Arteta voru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt tímabilið en það er hins vegar hans gamli lærifaðir, Pep Guardiola, sem trónir enn á toppi enskrar knattspyrnu. Eftir að hafa elt Skytturnar nær allt tímabilið tók Manchester City öll völd nú undir lok tímabils og tryggði sér sigur þó enn séu tvær umferðir eftir. Til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur ætlar Arsenal að styrkja lið sitt til muna í sumar. Virðist aðaláherslan vera á miðsvæðið. Arsenal mun einnig spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og þarf að bæta við sig leikmönnum til að vera samkeppnishæft. Fyrstur á óskalistanum er Declan Rice, fyrirliði West Ham United. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Hamrana en félagið getur þó framlengt samninginn um ár. Eru allar líkur að Hamrarnir geri það til að auka virði Rice. Hann mun kosta drjúgan skilding en þjálfari liðsins, David Moyes, hefur sagt leikmanninn vera rúmlega 100 milljón punda virði. Arteta virðist vilja bæta við sig Englendingum en Mason Mount, miðjumaður Chelsea, er einnig á óskalistanum. Samningur hans í Lundúnum rennur út 2024 og virðist sem hann yfirgefi Chelsea í sumar. Bæði Liverpool og Manchester United hafa borið víurnar í Mount til þessa. Arsenal trying to sign Man City captain Ilkay Gundogan. Arteta wants 32yo if Xhaka goes. Fresh attempts will be made to keep him at #MCFC + other options. #AFC additionally pushing hard for Rice & Mount + renewed efforts to secure Nwaneri @TheAthleticFC https://t.co/HHJY2QRmsF— David Ornstein (@David_Ornstein) May 22, 2023 Samningur İlkay Gündoğan við Englandsmeistara Manchester City rennur út í sumar. Arteta hefur áður leitað til síns fyrrum félags í leit að leikmönnum og gæti gert slíkt hið sama í sumar. Gündoğan virðist ekkert vera að flýta sér þó samningur hans renni út eftir nokkrar vikur. Hann hefur verið orðaður við Barcelona en fjárhagsvandræði þar á bæ gætu hjálpað Arsenal. Að lokum hefur Arsenal áhuga á Mohammed Kudus, sóknarþenkjandi miðjumanni hollenska félagsins Ajax. Sá hefur skorað 22 mörk í 48 leikjum fyrir Ajax og Ghana. Samningur hans rennur ekki út fyrr en 2025 en Ajax vill frekar selja menn þegar það getur fengið gott verð heldur en að leyfa samningum þeirra að renna út. Þar sem Man United og Newcastle United hafa bæði horft hýru auga til Kudus að undanförnu ætti Ajax að geta sótt ágætis summu fyrir leikmenn sem félagið keypti frá Nordsjælland í Danmörku árið 2020.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti