Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 14:00 Phil Döhler hefur sett sinn svip á Olís-deildina síðustu ár og verið einn allra besti markvörður hennar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. Karlskrona vann sig upp í sænsku úrvalsdeildina nú í vor og forráðamenn sænska félagsins eru greinilega með augun á Íslandi. Þeir byrjuðu á að tryggja sér landsliðsmanninn Ólaf Guðmundsson, sem spilaði í Sviss í vetur, en Ólafur var einn albesti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar sem leikmaður Kristianstad. Karlskrona fékk svo einnig línu- og varnarmanninn öfluga Þorgils Jón Svölu Baldursson sem fagnað hefur fjölda titla með Val síðustu ár, og nú hefur Döhler fylgt í kjölfarið og samið til tveggja ára. FH-ingar eru hins vegar ekki á flæðiskeri staddir hvað varðar markverði því félagið var búið að greina frá því að landsliðsmaðurinn Daníel Freyr Andrésson myndi snúa aftur í Krikann í sumar úr atvinnumennsku. Tobias Karlsson, íþróttastjóri Karlskrona, segir vonir bundnar við það að Döhler muni standa sig vel í Svíþjóð og passa vel inn í leikmannahóp félagsins. Sjálfur er Döhler ánægður með sín vistaskipti. „Þegar HF Karlskrona sýndi áhuga fannst mér það mjög álitlegur kostur. Liðið og félagið allt virðist vel samstillt og saman getum við vonandi tekið eitt skref enn. Ég legg mitt að mörkum með því að verja skot og hlakka til að spila fyrir framan fulla höll í Brinova Arena,“ segir Döhler á heimasíðu Karlskrona. Sænski handboltinn Olís-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Karlskrona vann sig upp í sænsku úrvalsdeildina nú í vor og forráðamenn sænska félagsins eru greinilega með augun á Íslandi. Þeir byrjuðu á að tryggja sér landsliðsmanninn Ólaf Guðmundsson, sem spilaði í Sviss í vetur, en Ólafur var einn albesti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar sem leikmaður Kristianstad. Karlskrona fékk svo einnig línu- og varnarmanninn öfluga Þorgils Jón Svölu Baldursson sem fagnað hefur fjölda titla með Val síðustu ár, og nú hefur Döhler fylgt í kjölfarið og samið til tveggja ára. FH-ingar eru hins vegar ekki á flæðiskeri staddir hvað varðar markverði því félagið var búið að greina frá því að landsliðsmaðurinn Daníel Freyr Andrésson myndi snúa aftur í Krikann í sumar úr atvinnumennsku. Tobias Karlsson, íþróttastjóri Karlskrona, segir vonir bundnar við það að Döhler muni standa sig vel í Svíþjóð og passa vel inn í leikmannahóp félagsins. Sjálfur er Döhler ánægður með sín vistaskipti. „Þegar HF Karlskrona sýndi áhuga fannst mér það mjög álitlegur kostur. Liðið og félagið allt virðist vel samstillt og saman getum við vonandi tekið eitt skref enn. Ég legg mitt að mörkum með því að verja skot og hlakka til að spila fyrir framan fulla höll í Brinova Arena,“ segir Döhler á heimasíðu Karlskrona.
Sænski handboltinn Olís-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira