Glittir í sumarið um mánaðamót Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2023 11:50 Það bíða allir eftir sumrinu, eins og Bubbi söng í laginu Aldrei fór ég suður. Vísir/Vilhelm Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna storms sem mun ganga yfir landið á morgun. Áfram mun veðrinu fylgja snjór eða krapi, líkt og féll um helgina. Veðurfræðingur segir hér um að ræða framhald af vetrinum en glitta fari í sumarið um mánaðamót. Veðrið alls staðar á landinu, nema á Austurlandi, var vægast sagt leiðinlegt í gær. Í höfuðborginni skiptust á skin og skúrir og var éljagangur þar að auki um hríð. Svo virðist sem veðurguðirnir ætli ekki að snúa þessu við í bráð. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út á öllu landinu, utan Austurlands, Austfjarða og Suðausturlands á morgun. „Þetta eru svona dreggjar af vetrinum. Það eru kaldir pokar sem leynast hér og þar á norðurhjaranum og það er eins og þeir stefni allir til okkar,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi tíð heldur áfram og við erum að fá yfir okkur aðra svona lægð með köldu lofti úr vestri á morgun og það hvessir dálítið með henni,“ segir Einar. „Síðdegis á morgun þá gerir vind af stormstyrk hér á Vesturlandi, milli klukkan tvö og sex, eitthvað svoleiðis.“ Næstu dagar og fram yfir næstu helgi verði veðrið svipað. Það sé þó ekki langt í sumarið. „Loftið hér fyrir sunnan okkur er farið að hlýna. Það er farið að bera keim af sumri og eftir því sem nær dregur júnímánuði, því mun meiri líkur á því að eitthvað af þessu hlýja lofti komist til okkar,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að sumarið sé rétt handan við hornið.Vísir „Í lok maí og byrjun júní sjáum við breytingar, þar sem spáð er háþrýstisvæði hér suður og austur af landinu. Með þeirri stöðu veðurkerfanna berst til okkar mildara loft og þá koma klárlega sumarlegir dagar.“ Og þó vorið hafi verið kalt sé nóg af hlýindum í vændum. „Mælingar leiða það mjög skýrt í ljós á síðustu 20-30 árum að sumarið er að lengjast þeim megin, það er að segja að september er hlýrri en áður og eins og var til dæmis í fyrra voru eiginlega bestu dagar sumarsins í byrjun september.“ Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna hvassviðris Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna suðvestan hvassviðris eða storms sem gengur yfir landið á morgun. Austurland virðist að mestu sleppa við hvassviðrið og eru ekki viðvaranir í gildi þar. 22. maí 2023 11:33 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjá meira
Veðrið alls staðar á landinu, nema á Austurlandi, var vægast sagt leiðinlegt í gær. Í höfuðborginni skiptust á skin og skúrir og var éljagangur þar að auki um hríð. Svo virðist sem veðurguðirnir ætli ekki að snúa þessu við í bráð. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út á öllu landinu, utan Austurlands, Austfjarða og Suðausturlands á morgun. „Þetta eru svona dreggjar af vetrinum. Það eru kaldir pokar sem leynast hér og þar á norðurhjaranum og það er eins og þeir stefni allir til okkar,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi tíð heldur áfram og við erum að fá yfir okkur aðra svona lægð með köldu lofti úr vestri á morgun og það hvessir dálítið með henni,“ segir Einar. „Síðdegis á morgun þá gerir vind af stormstyrk hér á Vesturlandi, milli klukkan tvö og sex, eitthvað svoleiðis.“ Næstu dagar og fram yfir næstu helgi verði veðrið svipað. Það sé þó ekki langt í sumarið. „Loftið hér fyrir sunnan okkur er farið að hlýna. Það er farið að bera keim af sumri og eftir því sem nær dregur júnímánuði, því mun meiri líkur á því að eitthvað af þessu hlýja lofti komist til okkar,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að sumarið sé rétt handan við hornið.Vísir „Í lok maí og byrjun júní sjáum við breytingar, þar sem spáð er háþrýstisvæði hér suður og austur af landinu. Með þeirri stöðu veðurkerfanna berst til okkar mildara loft og þá koma klárlega sumarlegir dagar.“ Og þó vorið hafi verið kalt sé nóg af hlýindum í vændum. „Mælingar leiða það mjög skýrt í ljós á síðustu 20-30 árum að sumarið er að lengjast þeim megin, það er að segja að september er hlýrri en áður og eins og var til dæmis í fyrra voru eiginlega bestu dagar sumarsins í byrjun september.“
Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna hvassviðris Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna suðvestan hvassviðris eða storms sem gengur yfir landið á morgun. Austurland virðist að mestu sleppa við hvassviðrið og eru ekki viðvaranir í gildi þar. 22. maí 2023 11:33 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjá meira
Gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna hvassviðris Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna suðvestan hvassviðris eða storms sem gengur yfir landið á morgun. Austurland virðist að mestu sleppa við hvassviðrið og eru ekki viðvaranir í gildi þar. 22. maí 2023 11:33