Titillinn rann úr greipum PSG og Berglind fékk bara korter á allri leiktíðinni Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 10:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir var keypt til franska stórliðsins PSG í fyrra en hefur nánast ekkert spilað fyrir liðið. Getty/Aurelien Meunier Landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir var líkt og jafnan áður í vetur ekki í leikmannahópi PSG í stórleiknum við Lyon í gær, þar sem úrslitin réðust í frönsku 1. deildinni í fótbolta. Það var danska landsliðskonan Signe Bruun, fyrrverandi leikmaður PSG, sem tryggði Lyon 1-0 sigur í gær og þar með franska meistaratitilinn en hún mun kveðja Lyon eftir tímabilið. Eftir sigurinn er Lyon með sex stiga forskot á PSG þegar aðeins ein umferð er eftir en PSG var með örlögin í eigin höndum þar til að liðið gerði markalaust jafntefli við Paris FC í þriðju síðustu umferð og tapaði svo leiknum í gær. Í millitíðinni tapaði PSG svo 2-1 gegn Lyon í bikarúrslitaleiknum. Berglind var ekki með í þessum leikjum og hefur raunar sjaldan verið í leikmannahópi PSG á leiktíðinni. Hún hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik, í september, og spilaði þá 15 mínútur, eftir að hafa verið keypt frá Brann í Noregi síðasta sumar. Síðasti leikur sem Berglind spilaði var því með landsliðinu þegar liðið vann Pinatar-bikarinn á Spáni í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Berglind Björg Þorvaldsdóttir (@berglindbjorg) Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tjáði sig um stöðu Berglindar í lok mars, eftir að hún fékk ekki sæti í síðasta landsliðshópi. Þar sagði hann að sjálfsögðu áhyggjuefni að Berglind fengi engin tækifæri hjá sínu félagsliði. Hann hefði reynt að hjálpa henni með því að velja hana í febrúar en það hefði engu máli skipt. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, það eru komnir átta mánuðir [og núna tíu mánuðir] síðan hún spilaði reglulega með félagsliði. Það er helvíti langur tími. Hún þarf að fara spila reglulega til að koma sér í gang og vera í spilformi til að geta spilað á hæsta „levelinu“,“ sagði Þorsteinn þá í viðtali við Fótbolta.net. Samningur Berglindar við PSG, sem hún skrifaði undir síðasta sumar, gildir til sumarsins 2024. Franski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Það var danska landsliðskonan Signe Bruun, fyrrverandi leikmaður PSG, sem tryggði Lyon 1-0 sigur í gær og þar með franska meistaratitilinn en hún mun kveðja Lyon eftir tímabilið. Eftir sigurinn er Lyon með sex stiga forskot á PSG þegar aðeins ein umferð er eftir en PSG var með örlögin í eigin höndum þar til að liðið gerði markalaust jafntefli við Paris FC í þriðju síðustu umferð og tapaði svo leiknum í gær. Í millitíðinni tapaði PSG svo 2-1 gegn Lyon í bikarúrslitaleiknum. Berglind var ekki með í þessum leikjum og hefur raunar sjaldan verið í leikmannahópi PSG á leiktíðinni. Hún hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik, í september, og spilaði þá 15 mínútur, eftir að hafa verið keypt frá Brann í Noregi síðasta sumar. Síðasti leikur sem Berglind spilaði var því með landsliðinu þegar liðið vann Pinatar-bikarinn á Spáni í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Berglind Björg Þorvaldsdóttir (@berglindbjorg) Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tjáði sig um stöðu Berglindar í lok mars, eftir að hún fékk ekki sæti í síðasta landsliðshópi. Þar sagði hann að sjálfsögðu áhyggjuefni að Berglind fengi engin tækifæri hjá sínu félagsliði. Hann hefði reynt að hjálpa henni með því að velja hana í febrúar en það hefði engu máli skipt. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, það eru komnir átta mánuðir [og núna tíu mánuðir] síðan hún spilaði reglulega með félagsliði. Það er helvíti langur tími. Hún þarf að fara spila reglulega til að koma sér í gang og vera í spilformi til að geta spilað á hæsta „levelinu“,“ sagði Þorsteinn þá í viðtali við Fótbolta.net. Samningur Berglindar við PSG, sem hún skrifaði undir síðasta sumar, gildir til sumarsins 2024.
Franski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira