Baðst afsökunar á blóti Haalands í fögnuðinum Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 08:30 Erling Haaland með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið Englandsmeistari í fyrstu tilraun. Getty/Tom Flathers Erling Haaland stalst til að trufla sigurviðtal á Sky Sports í meistarafögnuði Manchester City á Etihad-leikvanginum í gær, til að lýsa yfir aðdáun á liðsfélaga sínum Jack Grealish. Haaland var líkt og flestar helstu kanónur City-liðsins á varamannabekknum gegn Chelsea í gær, þar sem að titillinn var í höfn fyrir leik, en kom inn á í 1-0 sigri City-manna. Eftir leik óðu stuðningsmenn City í leyfisleysi inn á grasið í von um að fagna með leikmönnum en lætin þóttu of mikil og var Haaland og félögum fylgt inn í klefa af öryggisástæðum. Þeir komu svo aftur síðar út á völl til að taka við meistaraverðlaunum sínum. En áður en að leikmenn fóru inn í klefa voru einhverjir þeirra gripnir í viðtal á Sky Sports, hjá Dave Jones, og þar á meðal Grealish. Í miðju viðtali kom Haaland aðvífandi og sagði: „Ég f***ing elska þig, þú veist það?“ Erling Haaland and Jack Grealish's relationship >>> pic.twitter.com/5mXt3Bg8Fl— GOAL (@goal) May 21, 2023 Jones var fljótur að biðjast afsökunar á orðavali Norðmannsins en ást hans á Grealish virðist gagnkvæm því enski landsliðsmaðurinn dásamaði Haaland: „Samband okkar er frábært. Við mætum oft saman á æfingar, við búum í sömu byggingu, ég hef aðstoðað hann nokkrum sinnum. Þegar sambandið er svona gott utan vallar þá er þetta allt mikið auðveldara innan vallar,“ sagði Grealish, samkvæmt frétt The Mirror. Tók hlé frá viðtali til að dansa Haaland hefur átt risastóran þátt í velgengni City í vetur og skorað 36 mörk á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, sem er met. „Þetta eru minningar sem ég mun eiga það sem eftir er ævinnar,“ sagði hinn 22 ára gamli Haaland eftir að hafa orðið enskur meistari í fyrsta sinn en hann tók hlé í sínu viðtali til að dansa. Erling Haaland stopped this interview halfway through to go for a dance pic.twitter.com/Yzv0sqOP2W— ESPN FC (@ESPNFC) May 21, 2023 „Við höfum lagt svo mikið á okkur og ég veit hreinlega ekki hvað skal segja. Ég var ekki búinn um að hugsa um hvað ég ætlaði að segja. Þetta er sérstakt og nú ætlum við að njóta dagsins. Það er frábært að fá bikarinn, bæði fyrir leikmennina og allt félagið,“ sagði Haaland. City getur nú unnið þrennuna því liðið spilar við Manchester United í bikarúrslitaleiknum 3. júní og svo gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, 10. júní. Engu félagi hefur tekist að vinna þessa þrennu síðan að Manchester United afrekaði það árið 1999. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Haaland var líkt og flestar helstu kanónur City-liðsins á varamannabekknum gegn Chelsea í gær, þar sem að titillinn var í höfn fyrir leik, en kom inn á í 1-0 sigri City-manna. Eftir leik óðu stuðningsmenn City í leyfisleysi inn á grasið í von um að fagna með leikmönnum en lætin þóttu of mikil og var Haaland og félögum fylgt inn í klefa af öryggisástæðum. Þeir komu svo aftur síðar út á völl til að taka við meistaraverðlaunum sínum. En áður en að leikmenn fóru inn í klefa voru einhverjir þeirra gripnir í viðtal á Sky Sports, hjá Dave Jones, og þar á meðal Grealish. Í miðju viðtali kom Haaland aðvífandi og sagði: „Ég f***ing elska þig, þú veist það?“ Erling Haaland and Jack Grealish's relationship >>> pic.twitter.com/5mXt3Bg8Fl— GOAL (@goal) May 21, 2023 Jones var fljótur að biðjast afsökunar á orðavali Norðmannsins en ást hans á Grealish virðist gagnkvæm því enski landsliðsmaðurinn dásamaði Haaland: „Samband okkar er frábært. Við mætum oft saman á æfingar, við búum í sömu byggingu, ég hef aðstoðað hann nokkrum sinnum. Þegar sambandið er svona gott utan vallar þá er þetta allt mikið auðveldara innan vallar,“ sagði Grealish, samkvæmt frétt The Mirror. Tók hlé frá viðtali til að dansa Haaland hefur átt risastóran þátt í velgengni City í vetur og skorað 36 mörk á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, sem er met. „Þetta eru minningar sem ég mun eiga það sem eftir er ævinnar,“ sagði hinn 22 ára gamli Haaland eftir að hafa orðið enskur meistari í fyrsta sinn en hann tók hlé í sínu viðtali til að dansa. Erling Haaland stopped this interview halfway through to go for a dance pic.twitter.com/Yzv0sqOP2W— ESPN FC (@ESPNFC) May 21, 2023 „Við höfum lagt svo mikið á okkur og ég veit hreinlega ekki hvað skal segja. Ég var ekki búinn um að hugsa um hvað ég ætlaði að segja. Þetta er sérstakt og nú ætlum við að njóta dagsins. Það er frábært að fá bikarinn, bæði fyrir leikmennina og allt félagið,“ sagði Haaland. City getur nú unnið þrennuna því liðið spilar við Manchester United í bikarúrslitaleiknum 3. júní og svo gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, 10. júní. Engu félagi hefur tekist að vinna þessa þrennu síðan að Manchester United afrekaði það árið 1999.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira