Sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á Skjaldborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. maí 2023 15:00 Það er alltaf mikil stemming og góður andi á Skjaldborg á Patreksfirði en hátíðin hefur verið haldin frá 2007. Aðsend Undirbúningur stendur nú á fullum krafti á Patreksfirði vegna Skjaldborgar, sem er hátíð íslenskra heimildamynd og verður haldin um næstu helgi, hvítasunnuhelgina. Sautján íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni. Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali. Karna Sigurðardóttir er stjórnandi hátíðarinnar, sem fer fram um 26. til 29. maí, sem er hvítasunnuhelgin. „Það verður heimildamyndaveisla heldur betur, samverustundir í Skjaldborgabíói með mikilli dagskrá og gleðskap og partí, ásamt miklu fjöri og gaman. Þetta er svona nýjungagjörn íhaldssemi, sem hefur fylgd þessari hátíð. Það er alltaf einhver þróun í gangi og svo er líka viss rammi, sem hefur fylgd henni alveg frá upphafi,” segir Karna. Karna Sigurðardóttir er einn stjórnandi Skjaldborgar um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði.Aðsend Alls verða sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á hátíðinni, sumar mjög stuttar á meðan aðrar eru í fullri lengd. Einnig verða sýndar tvær myndir eftir heiðursgesti og þrjár alveg nýjar myndir eftir börn verða sýndar og ein gömul mynd frá Kvikmyndasafni Íslands, sem heitir bóndi og er eftir Þorstein Jónsson en Þorsteinn var einmitt fyrsti heiðursgestur Skjaldborgar 2007. Það stefnir greinilega í glæsilega hátíð hjá ykkur? „Já, já, það gerir það og alveg ótrúlega gaman að sjá bæði fjölbreytt efnistök og hvernig myndirnar munu fara vítt og breidd um landið og út fyrir landsteinana.” Áttu ekki bara von á því að fólk streymi á Patreksfjörð þessa helgi? „Jú algjörlega. Við erum alltaf að reyna að koma fólki fyrir, það er orðið svolítið erfitt að finna gistingu á Patreksfirði þegar fólk hrúgast þangað eina helgi en fólk verður bara að hafa til húsbílana og fellihýsin og drífa sig á Patreksfjörð,” segir Karna. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar um hvítasunnuhelgina Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Menning Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali. Karna Sigurðardóttir er stjórnandi hátíðarinnar, sem fer fram um 26. til 29. maí, sem er hvítasunnuhelgin. „Það verður heimildamyndaveisla heldur betur, samverustundir í Skjaldborgabíói með mikilli dagskrá og gleðskap og partí, ásamt miklu fjöri og gaman. Þetta er svona nýjungagjörn íhaldssemi, sem hefur fylgd þessari hátíð. Það er alltaf einhver þróun í gangi og svo er líka viss rammi, sem hefur fylgd henni alveg frá upphafi,” segir Karna. Karna Sigurðardóttir er einn stjórnandi Skjaldborgar um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði.Aðsend Alls verða sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á hátíðinni, sumar mjög stuttar á meðan aðrar eru í fullri lengd. Einnig verða sýndar tvær myndir eftir heiðursgesti og þrjár alveg nýjar myndir eftir börn verða sýndar og ein gömul mynd frá Kvikmyndasafni Íslands, sem heitir bóndi og er eftir Þorstein Jónsson en Þorsteinn var einmitt fyrsti heiðursgestur Skjaldborgar 2007. Það stefnir greinilega í glæsilega hátíð hjá ykkur? „Já, já, það gerir það og alveg ótrúlega gaman að sjá bæði fjölbreytt efnistök og hvernig myndirnar munu fara vítt og breidd um landið og út fyrir landsteinana.” Áttu ekki bara von á því að fólk streymi á Patreksfjörð þessa helgi? „Jú algjörlega. Við erum alltaf að reyna að koma fólki fyrir, það er orðið svolítið erfitt að finna gistingu á Patreksfirði þegar fólk hrúgast þangað eina helgi en fólk verður bara að hafa til húsbílana og fellihýsin og drífa sig á Patreksfjörð,” segir Karna. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar um hvítasunnuhelgina
Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Menning Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira