Þetta varð ljóst í gær þegar að hinn 41 árs gamli Hans, sem á íslenska foreldra og hefur gert garðinn frægan á atvinnu- sem og landsliðsferli sínum með Dönum, skoraði 12 mörk í sigri Fusche Berlin á Minden.
Þar með hefur Lindberg skorað heil 2.907 mörk í þýsku úrvalsdeildinni, geri aðrir betur.
Alls á Hans yfir að skipa 463 leiki í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þar með skorað að meðaltali um 6 mörk í leik á sínum ferli í deildinni.
Þá eru allar líkur á því að Hans geti gert öðrum erfitt fyrir að slá metið því að á dögunum náðu hann og Fusche Berlin samkomulagi um framlengingu á samningi sín á milli til sumarsins 2024.
Foreldrar Hans eru Sigrún Sigurðardóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó færeyska foreldra og þaðan er ættarnafnið komið. Sjálfur hefur Hans verið skráður sem Hans Óttar Tómasson í íslenskri þjóðskrá.
Hann tjáði sig um sínar íslensku rætur í viðtali við Vísi árið 2020 en það má lesa og horfa á með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan: