Myndu bjóða Gylfa velkominn í Grindavík Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 19:57 Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er án félags Vísir/Getty Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdarstjóri íþróttafélags Grindavíkur, segir félagið ekki hafa rætt við knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson um að ganga til liðs við knattspyrnulið félagsins. Óvissa hefur verið uppi um hver næstu skref Gylfa Þórs á knattspyrnuferlinum verða en hann er nú án félags og hefur mál á hendur honum á Bretlandseyjum, vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, verið látið niður falla. Gylfi Þór er nú kominn aftur heim til Íslands og hefur knattspyrnulið Grindavíkur verið nefnt til sögunnar sem mögulegur viðkomustaður hans og hefur heyrst að nú sé verið að afla styrkja til að fá leikmanninn suður með sjó. Vísir bar þessar sögusagnir undir framkvæmdarstjóra félagsins, Jón Júlíus Karlsson, sem kom af fjöllum. „Það væri það gaman ef það væri raunin,“ segir Jón Júlíus við sögusögnum um Gylfa Þór og Grindavík. „Eina tenging hans við félagið er að sonur Ólafs Más, bróður hans, er leikmaður hjá okkur. Við höfum ekkert talað við hann persónulega, bara bróður hans en ég er alveg viss um að öll lið á Íslandi myndu vilja hafa Gylfa á æfingu hjá sér.“ Þá ítrekaði Jón Júlíus við blaðamann að Grindavík hafi ekki verið í sambandi við Gylfa Þór. „Við höfum ekki haft samband við hann.“ „Myndi elska að fá hann aftur“ Áður en að umrætt mál gegn Gylfa Þór leit dagsins ljós var hann á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Tekin var sú ákvörðun að hann myndi hvorki æfa né spila með Everton á meðan að mál hans væri til rannsóknar. Svo rann samningur Gylfa Þórs við Everton út og í síðasta mánuði, nánar tiltekið þann 14. apríl, var málið látið niður falla. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um ráðningu Norðmannsins Åge Hareide í starf landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands. Á sínum fyrsta blaðamannafundi var Åge spurður út í Gylfa Þór, sem var lykilleikmaður í glæstum árangri íslenska landsliðsins sem komst á sínum tíma tvívegis á stórmót. „Það er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann virkilega til með honum. Ég hef hitt hann. Hann er fínn gaur og frábær leikmaður en hann hefur ekki spilað í tvö ár þannig ég get ekki talað mikið meira um hann,“ sagði Hareide. En það var síðan þann 15.maí síðastliðinn, í viðtali við Åge í þættinum Dagmál á mbl.is sem landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann hafi átt fund með Gylfa Þór. „Ég tjáði honum það að persónulega þá væri ég mjög áhugasamur um það að fá hann aftur í landsliðið,“ sagði Hareide. „Ég myndi elska að fá hann aftur og það væri bæði gott fyrir hann held ég og líka fyrir leikmannahópinn.“ Hafi Gylfi Þór áhuga á því að snúa aftur í íslenska landsliðið er því ljóst að hann mun þurfa að finna sér nýtt félagslið. Óvissa er þó um framhald knattspyrnuferils hans. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar UMF Grindavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Óvissa hefur verið uppi um hver næstu skref Gylfa Þórs á knattspyrnuferlinum verða en hann er nú án félags og hefur mál á hendur honum á Bretlandseyjum, vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, verið látið niður falla. Gylfi Þór er nú kominn aftur heim til Íslands og hefur knattspyrnulið Grindavíkur verið nefnt til sögunnar sem mögulegur viðkomustaður hans og hefur heyrst að nú sé verið að afla styrkja til að fá leikmanninn suður með sjó. Vísir bar þessar sögusagnir undir framkvæmdarstjóra félagsins, Jón Júlíus Karlsson, sem kom af fjöllum. „Það væri það gaman ef það væri raunin,“ segir Jón Júlíus við sögusögnum um Gylfa Þór og Grindavík. „Eina tenging hans við félagið er að sonur Ólafs Más, bróður hans, er leikmaður hjá okkur. Við höfum ekkert talað við hann persónulega, bara bróður hans en ég er alveg viss um að öll lið á Íslandi myndu vilja hafa Gylfa á æfingu hjá sér.“ Þá ítrekaði Jón Júlíus við blaðamann að Grindavík hafi ekki verið í sambandi við Gylfa Þór. „Við höfum ekki haft samband við hann.“ „Myndi elska að fá hann aftur“ Áður en að umrætt mál gegn Gylfa Þór leit dagsins ljós var hann á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Tekin var sú ákvörðun að hann myndi hvorki æfa né spila með Everton á meðan að mál hans væri til rannsóknar. Svo rann samningur Gylfa Þórs við Everton út og í síðasta mánuði, nánar tiltekið þann 14. apríl, var málið látið niður falla. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um ráðningu Norðmannsins Åge Hareide í starf landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands. Á sínum fyrsta blaðamannafundi var Åge spurður út í Gylfa Þór, sem var lykilleikmaður í glæstum árangri íslenska landsliðsins sem komst á sínum tíma tvívegis á stórmót. „Það er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann virkilega til með honum. Ég hef hitt hann. Hann er fínn gaur og frábær leikmaður en hann hefur ekki spilað í tvö ár þannig ég get ekki talað mikið meira um hann,“ sagði Hareide. En það var síðan þann 15.maí síðastliðinn, í viðtali við Åge í þættinum Dagmál á mbl.is sem landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann hafi átt fund með Gylfa Þór. „Ég tjáði honum það að persónulega þá væri ég mjög áhugasamur um það að fá hann aftur í landsliðið,“ sagði Hareide. „Ég myndi elska að fá hann aftur og það væri bæði gott fyrir hann held ég og líka fyrir leikmannahópinn.“ Hafi Gylfi Þór áhuga á því að snúa aftur í íslenska landsliðið er því ljóst að hann mun þurfa að finna sér nýtt félagslið. Óvissa er þó um framhald knattspyrnuferils hans.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar UMF Grindavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira