Sara segir orðróm um deilur hjá Juventus ekki sannan Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 10:51 Sara Björk gekk til liðs við Juventus síðasta sumar. Visir/Getty Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir gæti verið á leiðinni frá Juventus en netmiðlar greina frá ósætti á milli hennar og hluta leikmannahópsins. Sara Björk gekk til liðs við Juventus í júní í fyrra og hefur komið við sögu í átján leikjum hjá liðinu á tímabilinu. Hún er með samning við Juventus út næsta tímabil. Blaðamaðurinn Mauro Munno sem þekkir vel til hjá Juventus segir að Sara Björk hafi lent upp á kant við hluta leikmannahópsins. Hann segir jafnfram að vel raunhæft sé að Sara Björk yfirgefi félagið í sumar. View this post on Instagram A post shared by soccerdonna.de (@soccerdonna) Á vefmiðlinum Juventusnews24 er greint frá ósætti á milli Söru Bjarkar og þjálfarans Joe Montemurro. Þar segir að Juventus sé nú að íhuga að losa sig við Söru Björk og að ítölsk knattspyrna sé ekki tilbúin að styðja við leikmann eins og hana. Einnig kemur þar fram að á tíma þjálfarans Montemurro hjá Arsenal hafi hann lent upp á kant við stærstu stjörnur liðsins og að hann hafi ekki náð því besta úr Söru Björk hjá Juventus. Þar segir ennfremur að Stefano Braghin, yfirmaður kvennaliðs Juventus, muni á næstu vikum reyna að miðla málum á milli aðila en að samheldni liðsins verði þó í forgangi. Í greininni kemur einnig fram að Juventus muni breyta um kúrs og byggja liðið upp á yngri leikmönnum á næsta tímabili og liggi bæði knattspyrnulegar og fjárhagslegar ástæður þar að baki. Esclusiva @junews24com Strappo tra #Gunnarsdottir e parte dello spogliatoio della #JuventusWomen. L'addio in estate è un'amara ma realistica ipotesi: Braghin prova la mediazione. Sarebbe una sconfitta per il movimento... Tutto sotto pic.twitter.com/MlFVSgc1yQ— Mauro Munno (@Maumunno) May 19, 2023 Ekki er langt síðan Sara Björk kom fram í heimilidamynd Juventus þar sem sagt var frá baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Þar sagðist Sara Björk hafa fengið frábæran stuðning frá félaginu og að Juventus væri sömuleiðis stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru Bjarkar. Uppfært: Sara Björk vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband að öðru leyti en að segja að þessi orðrómur væri ekki sannur Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. 11. maí 2023 08:31 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Sara Björk gekk til liðs við Juventus í júní í fyrra og hefur komið við sögu í átján leikjum hjá liðinu á tímabilinu. Hún er með samning við Juventus út næsta tímabil. Blaðamaðurinn Mauro Munno sem þekkir vel til hjá Juventus segir að Sara Björk hafi lent upp á kant við hluta leikmannahópsins. Hann segir jafnfram að vel raunhæft sé að Sara Björk yfirgefi félagið í sumar. View this post on Instagram A post shared by soccerdonna.de (@soccerdonna) Á vefmiðlinum Juventusnews24 er greint frá ósætti á milli Söru Bjarkar og þjálfarans Joe Montemurro. Þar segir að Juventus sé nú að íhuga að losa sig við Söru Björk og að ítölsk knattspyrna sé ekki tilbúin að styðja við leikmann eins og hana. Einnig kemur þar fram að á tíma þjálfarans Montemurro hjá Arsenal hafi hann lent upp á kant við stærstu stjörnur liðsins og að hann hafi ekki náð því besta úr Söru Björk hjá Juventus. Þar segir ennfremur að Stefano Braghin, yfirmaður kvennaliðs Juventus, muni á næstu vikum reyna að miðla málum á milli aðila en að samheldni liðsins verði þó í forgangi. Í greininni kemur einnig fram að Juventus muni breyta um kúrs og byggja liðið upp á yngri leikmönnum á næsta tímabili og liggi bæði knattspyrnulegar og fjárhagslegar ástæður þar að baki. Esclusiva @junews24com Strappo tra #Gunnarsdottir e parte dello spogliatoio della #JuventusWomen. L'addio in estate è un'amara ma realistica ipotesi: Braghin prova la mediazione. Sarebbe una sconfitta per il movimento... Tutto sotto pic.twitter.com/MlFVSgc1yQ— Mauro Munno (@Maumunno) May 19, 2023 Ekki er langt síðan Sara Björk kom fram í heimilidamynd Juventus þar sem sagt var frá baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Þar sagðist Sara Björk hafa fengið frábæran stuðning frá félaginu og að Juventus væri sömuleiðis stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru Bjarkar. Uppfært: Sara Björk vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband að öðru leyti en að segja að þessi orðrómur væri ekki sannur
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. 11. maí 2023 08:31 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. 11. maí 2023 08:31