Frá Feyenoord til Tottenham? Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 23:01 Arne Slot gæti tekið við sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Vísir/Getty Hollendingurinn Arne Slot er einn af þeim sem koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Slot stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á dögunum. Tottenham hefur verið án knattspyrnustjóra síðan Antonio Conte hætti sem stjóri liðsins í mars. Christian Stellini, aðstoðarmaður Conte, tók við stjórnartaumunum fyrst um sinn en var síðan rekinn eftir slakt gengi liðsins. Ryan Mason hefur stýrt liðinu í síðustu leikjum og mun gera það út tímabilið. Mauricio Pochettino var lengi vel orðaður við endurkomu til Spurs en sífellt líklegra verður að hann taki þess í stað við stjórn Chelsea sem sömuleiðis er í þjálfaraleit. Arne Slot on Tottenham links: I don t want to comment on my future now. If my next step is in the Netherlands, so I completely failed in the next few years . #THFCSlot, concrete option in Spurs list with Amorím and Luis Enrique. Priority: new director, then new coach. pic.twitter.com/VEqZu4o8F7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2023 Einn heitasti kandídatinn í starf knattspyrnustjóra Tottenham er Hollendingurinn Arne Slot sem stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á tímabilinu en það er aðeins annar meistaratitill liðsins frá aldamótum. Forráðamenn Feyenoord eru smeykir um að Slot muni nú stíga frá borði og taka við Tottenham en Feyenoord vill halda Slot og eru tilbúnir að tvöfalda árslaun hans. Samkvæmt hollenska miðlinum De Telegraaf er klásúla í samningi Slot sem gerir honum kleift að yfirgefa Feyenoord en sú klásúla virkist ekki fyrr en að næsta tímabili loknu. Það gæti þó hjálpað Tottenham í tilraunum þeirra að sannfæra forráðamenn hollenska liðsins að sleppa Slot. Segir að næsta starf verði erlendis Aðrir knattspyrnustjórar á lista Spurs eru Ange Postecoclu knattspyrnustjóri Celtic, Roberto De Zerbi sem hefur gert frábæra hluti með Brighton og Marco Silva stjóri Fulham. Þá hefur nafn Thomas Frank knattspyrnustjóra Brentford einnig verið nefnt til sögunnar. Sjálfur segir Slot að næsta starf hans verði utan landsteinanna. „Ég sækist eftir áskorunum, það var það sem ég gerði þegar ég fór frá AZ Alkmaar hingað til Feyenoord. Allir spurðu mig hvað ég væri að gera, að fara frá jafn góðu félagi og yfir í vandræði hér. Hér var áskorun og þess vegna er ég svo stoltur að geta sagt að við erum Hollandsmeistarar,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. „Eðlilegt skref væri að fara erlendis og ég hef alltaf sagt að besta deildin í heiminum sé enska úrvalsdeildin. Hins vegar þegar við horfum til Ítalíu þá eru nokkur félög þar í úrslitum Evrópukeppna. Það eru fleiri lönd áhugaverð en enska úrvalsdeildin er stærsta deildin, það er á hreinu.“ Hollenski boltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Tottenham hefur verið án knattspyrnustjóra síðan Antonio Conte hætti sem stjóri liðsins í mars. Christian Stellini, aðstoðarmaður Conte, tók við stjórnartaumunum fyrst um sinn en var síðan rekinn eftir slakt gengi liðsins. Ryan Mason hefur stýrt liðinu í síðustu leikjum og mun gera það út tímabilið. Mauricio Pochettino var lengi vel orðaður við endurkomu til Spurs en sífellt líklegra verður að hann taki þess í stað við stjórn Chelsea sem sömuleiðis er í þjálfaraleit. Arne Slot on Tottenham links: I don t want to comment on my future now. If my next step is in the Netherlands, so I completely failed in the next few years . #THFCSlot, concrete option in Spurs list with Amorím and Luis Enrique. Priority: new director, then new coach. pic.twitter.com/VEqZu4o8F7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2023 Einn heitasti kandídatinn í starf knattspyrnustjóra Tottenham er Hollendingurinn Arne Slot sem stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á tímabilinu en það er aðeins annar meistaratitill liðsins frá aldamótum. Forráðamenn Feyenoord eru smeykir um að Slot muni nú stíga frá borði og taka við Tottenham en Feyenoord vill halda Slot og eru tilbúnir að tvöfalda árslaun hans. Samkvæmt hollenska miðlinum De Telegraaf er klásúla í samningi Slot sem gerir honum kleift að yfirgefa Feyenoord en sú klásúla virkist ekki fyrr en að næsta tímabili loknu. Það gæti þó hjálpað Tottenham í tilraunum þeirra að sannfæra forráðamenn hollenska liðsins að sleppa Slot. Segir að næsta starf verði erlendis Aðrir knattspyrnustjórar á lista Spurs eru Ange Postecoclu knattspyrnustjóri Celtic, Roberto De Zerbi sem hefur gert frábæra hluti með Brighton og Marco Silva stjóri Fulham. Þá hefur nafn Thomas Frank knattspyrnustjóra Brentford einnig verið nefnt til sögunnar. Sjálfur segir Slot að næsta starf hans verði utan landsteinanna. „Ég sækist eftir áskorunum, það var það sem ég gerði þegar ég fór frá AZ Alkmaar hingað til Feyenoord. Allir spurðu mig hvað ég væri að gera, að fara frá jafn góðu félagi og yfir í vandræði hér. Hér var áskorun og þess vegna er ég svo stoltur að geta sagt að við erum Hollandsmeistarar,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. „Eðlilegt skref væri að fara erlendis og ég hef alltaf sagt að besta deildin í heiminum sé enska úrvalsdeildin. Hins vegar þegar við horfum til Ítalíu þá eru nokkur félög þar í úrslitum Evrópukeppna. Það eru fleiri lönd áhugaverð en enska úrvalsdeildin er stærsta deildin, það er á hreinu.“
Hollenski boltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð