Frá Feyenoord til Tottenham? Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 23:01 Arne Slot gæti tekið við sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Vísir/Getty Hollendingurinn Arne Slot er einn af þeim sem koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Slot stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á dögunum. Tottenham hefur verið án knattspyrnustjóra síðan Antonio Conte hætti sem stjóri liðsins í mars. Christian Stellini, aðstoðarmaður Conte, tók við stjórnartaumunum fyrst um sinn en var síðan rekinn eftir slakt gengi liðsins. Ryan Mason hefur stýrt liðinu í síðustu leikjum og mun gera það út tímabilið. Mauricio Pochettino var lengi vel orðaður við endurkomu til Spurs en sífellt líklegra verður að hann taki þess í stað við stjórn Chelsea sem sömuleiðis er í þjálfaraleit. Arne Slot on Tottenham links: I don t want to comment on my future now. If my next step is in the Netherlands, so I completely failed in the next few years . #THFCSlot, concrete option in Spurs list with Amorím and Luis Enrique. Priority: new director, then new coach. pic.twitter.com/VEqZu4o8F7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2023 Einn heitasti kandídatinn í starf knattspyrnustjóra Tottenham er Hollendingurinn Arne Slot sem stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á tímabilinu en það er aðeins annar meistaratitill liðsins frá aldamótum. Forráðamenn Feyenoord eru smeykir um að Slot muni nú stíga frá borði og taka við Tottenham en Feyenoord vill halda Slot og eru tilbúnir að tvöfalda árslaun hans. Samkvæmt hollenska miðlinum De Telegraaf er klásúla í samningi Slot sem gerir honum kleift að yfirgefa Feyenoord en sú klásúla virkist ekki fyrr en að næsta tímabili loknu. Það gæti þó hjálpað Tottenham í tilraunum þeirra að sannfæra forráðamenn hollenska liðsins að sleppa Slot. Segir að næsta starf verði erlendis Aðrir knattspyrnustjórar á lista Spurs eru Ange Postecoclu knattspyrnustjóri Celtic, Roberto De Zerbi sem hefur gert frábæra hluti með Brighton og Marco Silva stjóri Fulham. Þá hefur nafn Thomas Frank knattspyrnustjóra Brentford einnig verið nefnt til sögunnar. Sjálfur segir Slot að næsta starf hans verði utan landsteinanna. „Ég sækist eftir áskorunum, það var það sem ég gerði þegar ég fór frá AZ Alkmaar hingað til Feyenoord. Allir spurðu mig hvað ég væri að gera, að fara frá jafn góðu félagi og yfir í vandræði hér. Hér var áskorun og þess vegna er ég svo stoltur að geta sagt að við erum Hollandsmeistarar,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. „Eðlilegt skref væri að fara erlendis og ég hef alltaf sagt að besta deildin í heiminum sé enska úrvalsdeildin. Hins vegar þegar við horfum til Ítalíu þá eru nokkur félög þar í úrslitum Evrópukeppna. Það eru fleiri lönd áhugaverð en enska úrvalsdeildin er stærsta deildin, það er á hreinu.“ Hollenski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Tottenham hefur verið án knattspyrnustjóra síðan Antonio Conte hætti sem stjóri liðsins í mars. Christian Stellini, aðstoðarmaður Conte, tók við stjórnartaumunum fyrst um sinn en var síðan rekinn eftir slakt gengi liðsins. Ryan Mason hefur stýrt liðinu í síðustu leikjum og mun gera það út tímabilið. Mauricio Pochettino var lengi vel orðaður við endurkomu til Spurs en sífellt líklegra verður að hann taki þess í stað við stjórn Chelsea sem sömuleiðis er í þjálfaraleit. Arne Slot on Tottenham links: I don t want to comment on my future now. If my next step is in the Netherlands, so I completely failed in the next few years . #THFCSlot, concrete option in Spurs list with Amorím and Luis Enrique. Priority: new director, then new coach. pic.twitter.com/VEqZu4o8F7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2023 Einn heitasti kandídatinn í starf knattspyrnustjóra Tottenham er Hollendingurinn Arne Slot sem stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á tímabilinu en það er aðeins annar meistaratitill liðsins frá aldamótum. Forráðamenn Feyenoord eru smeykir um að Slot muni nú stíga frá borði og taka við Tottenham en Feyenoord vill halda Slot og eru tilbúnir að tvöfalda árslaun hans. Samkvæmt hollenska miðlinum De Telegraaf er klásúla í samningi Slot sem gerir honum kleift að yfirgefa Feyenoord en sú klásúla virkist ekki fyrr en að næsta tímabili loknu. Það gæti þó hjálpað Tottenham í tilraunum þeirra að sannfæra forráðamenn hollenska liðsins að sleppa Slot. Segir að næsta starf verði erlendis Aðrir knattspyrnustjórar á lista Spurs eru Ange Postecoclu knattspyrnustjóri Celtic, Roberto De Zerbi sem hefur gert frábæra hluti með Brighton og Marco Silva stjóri Fulham. Þá hefur nafn Thomas Frank knattspyrnustjóra Brentford einnig verið nefnt til sögunnar. Sjálfur segir Slot að næsta starf hans verði utan landsteinanna. „Ég sækist eftir áskorunum, það var það sem ég gerði þegar ég fór frá AZ Alkmaar hingað til Feyenoord. Allir spurðu mig hvað ég væri að gera, að fara frá jafn góðu félagi og yfir í vandræði hér. Hér var áskorun og þess vegna er ég svo stoltur að geta sagt að við erum Hollandsmeistarar,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. „Eðlilegt skref væri að fara erlendis og ég hef alltaf sagt að besta deildin í heiminum sé enska úrvalsdeildin. Hins vegar þegar við horfum til Ítalíu þá eru nokkur félög þar í úrslitum Evrópukeppna. Það eru fleiri lönd áhugaverð en enska úrvalsdeildin er stærsta deildin, það er á hreinu.“
Hollenski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira