Gelkúlur úr leikfangabyssum valda usla á leikskólalóðum Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. maí 2023 20:01 Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Heilsuleikskólanum Kór hefur eytt síðustu dögum í hreinsunarstarf. Arnar Gelkúlur úr leikfangabyssum eru farnar að valda usla á leikskólalóðum landsins. Kennarar biðla til foreldra barna og unglinga að halda byssunum frá leikskólalóðum enda komist kúlurnar auðveldlega í litla munna, nef og eyru. Aðkoma starfsfólks á heilsuleikskólanum Kór var miður skemmtileg í síðustu viku. Fjölmargar litlar gelkúlur úr leikfangabyssum lágu á víð og dreif um leikskólalóðina, einkum þar sem yngstu börnin leika sér. Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri segir aðkomuna ekki hafa verið fagra og að mikill tími hafi farið í hreinsunarstarf. Ónothæft útisvæði „Við höfum ekki getað notað útisvæðið fyrir yngri börnin enn þá. Við höfum leyft eldri krökkunum í þessari viku. En þessi lóð var alveg ónothæf í þrjá daga,“ segir Eyrún. Kúlurnar stækki í vatni og ef börn kyngi þeim geti það verið stórhættulegt. Kúlurnar líti út eins og gúmmíkúlur sem geti auðveldlega villst í litla munna. Að sögn Eyrúnar komu starfsmenn frá Kópavogsbæ til að aðstoða við hreinsun, þeir hafi slegið grasið sem virkaði ekki sem skyldi. Þau hafi ekki enn fundið leið til að hreinsa kúlurnar upp. Kúlurnar hafa valdið nokkrum usla, meðal annars í Facebook-hópum.Grafík/Sara Kúlurnar eyðist upp Eyrún segir starfsmenn leikskólans skoða leikskólalóðina á hverjum morgni. „Við höfum fundið leifar af flugeldum, nikótínpúða og allskonar. Þannig það er ekki gott að fá svona aukið álag að þurfa týna þetta upp líka,“ segir hún og vísar í gelkúlurnar. Söluaðili fullyrðir á heimasíðu sinni að kúlurnar séu vistvænar og að þær eyðist upp á aðeins níutíu mínútum eftir að þeim hafi verið hleypt af. Í auglýsingu með skotkúlunum segir að þær eyðist upp á níutíu mínútum.Grafík/Sara Heillegar kúlur Kúlurnar á leikskólalóðinni eru þó margar mjög heillegar eftir nokkurra daga útiveru þrátt fyrir ýmsar tilraunir til hreinsunar með aðstoð Kópavogsbæjar. Heilsuleikskólinn Kór er ekki eini leikskólinn sem hefur þurft að þrífa upp gelkúlur á lóð sinni. Starfsmenn leikskólans Kiðagils á Akureyri vörðu morgninum í hreinsunarstarf á sinni lóð vegna sambærilegrar atlögu. Gelkúlurnar líta svona út eftir rúma viku úti. Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Umhverfismál Slysavarnir Tengdar fréttir Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Aðkoma starfsfólks á heilsuleikskólanum Kór var miður skemmtileg í síðustu viku. Fjölmargar litlar gelkúlur úr leikfangabyssum lágu á víð og dreif um leikskólalóðina, einkum þar sem yngstu börnin leika sér. Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri segir aðkomuna ekki hafa verið fagra og að mikill tími hafi farið í hreinsunarstarf. Ónothæft útisvæði „Við höfum ekki getað notað útisvæðið fyrir yngri börnin enn þá. Við höfum leyft eldri krökkunum í þessari viku. En þessi lóð var alveg ónothæf í þrjá daga,“ segir Eyrún. Kúlurnar stækki í vatni og ef börn kyngi þeim geti það verið stórhættulegt. Kúlurnar líti út eins og gúmmíkúlur sem geti auðveldlega villst í litla munna. Að sögn Eyrúnar komu starfsmenn frá Kópavogsbæ til að aðstoða við hreinsun, þeir hafi slegið grasið sem virkaði ekki sem skyldi. Þau hafi ekki enn fundið leið til að hreinsa kúlurnar upp. Kúlurnar hafa valdið nokkrum usla, meðal annars í Facebook-hópum.Grafík/Sara Kúlurnar eyðist upp Eyrún segir starfsmenn leikskólans skoða leikskólalóðina á hverjum morgni. „Við höfum fundið leifar af flugeldum, nikótínpúða og allskonar. Þannig það er ekki gott að fá svona aukið álag að þurfa týna þetta upp líka,“ segir hún og vísar í gelkúlurnar. Söluaðili fullyrðir á heimasíðu sinni að kúlurnar séu vistvænar og að þær eyðist upp á aðeins níutíu mínútum eftir að þeim hafi verið hleypt af. Í auglýsingu með skotkúlunum segir að þær eyðist upp á níutíu mínútum.Grafík/Sara Heillegar kúlur Kúlurnar á leikskólalóðinni eru þó margar mjög heillegar eftir nokkurra daga útiveru þrátt fyrir ýmsar tilraunir til hreinsunar með aðstoð Kópavogsbæjar. Heilsuleikskólinn Kór er ekki eini leikskólinn sem hefur þurft að þrífa upp gelkúlur á lóð sinni. Starfsmenn leikskólans Kiðagils á Akureyri vörðu morgninum í hreinsunarstarf á sinni lóð vegna sambærilegrar atlögu. Gelkúlurnar líta svona út eftir rúma viku úti.
Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Umhverfismál Slysavarnir Tengdar fréttir Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34