Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 17:31 Kjartan Henry Vísir/Hulda Margrét Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Aga- og úrskurðanefndin birti úrskurð sinn í dag en þar kemur fram að með vísan til ákvæða 5.2 og 5.3 í reglugerð KSÍ sé ákveðið að úrskurða Kjartan Henry í eins leiks bann. Leikbannið tekur gildi í hádegi á morgun og verður Kjartan Henry því ekki með FH gegn ÍBV þegar liðin mætast í Eyjum á sunnudag. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hafi sent erindi til nefndarinnar sem varðaði áðurnefnt atvik. Á myndbandsupptökum sást Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot en atvikið fór framhjá dómurum leiksins. Þar kemur einnig fram að þó ekki sé hægt að fullyrða um að brot Kjartans sé framið af ásetningi sé það samt sem áður alvarlegt agabrot. „Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður FH, Kjartan Henry Finnbogason, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hann slær handlegg sínum í andlit Nikolaj Andreas Hansen leikmanns Víkings R. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Víkings R og FH í Bestu deild karla þann 14. maí sl.,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Í greinargerð FH-inga sem send var inn til aga- og úrskurðanefndar kemur fram að engin leið sé fyrir nokkurn að fullyrða um að brotið hafi verið viljaverk og þar af leiðandi óíþróttamannslegt. „Á myndbrotinu þar sem þetta er sýnt aftan frá sést greinilega að Kjartan Henry sveiflar ekki olnboganum heldur lyftir hann höndinni upp þegar Nikolaj Andreas ýtir á bak hans til að koma í veg fyrir að Nikolaj komist fram fyrir sig,“ segir í greinargerð FH. Eins og áður segir verður Kjartan Henry fjarri góðu gamni þegar FH mætir ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag. Kjartan Henry hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir FH á tímabilinu og því töluverð blóðtaka fyrir Hafnfirðinga að missa hann úr liðinu. Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Aga- og úrskurðanefndin birti úrskurð sinn í dag en þar kemur fram að með vísan til ákvæða 5.2 og 5.3 í reglugerð KSÍ sé ákveðið að úrskurða Kjartan Henry í eins leiks bann. Leikbannið tekur gildi í hádegi á morgun og verður Kjartan Henry því ekki með FH gegn ÍBV þegar liðin mætast í Eyjum á sunnudag. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hafi sent erindi til nefndarinnar sem varðaði áðurnefnt atvik. Á myndbandsupptökum sást Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot en atvikið fór framhjá dómurum leiksins. Þar kemur einnig fram að þó ekki sé hægt að fullyrða um að brot Kjartans sé framið af ásetningi sé það samt sem áður alvarlegt agabrot. „Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður FH, Kjartan Henry Finnbogason, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hann slær handlegg sínum í andlit Nikolaj Andreas Hansen leikmanns Víkings R. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Víkings R og FH í Bestu deild karla þann 14. maí sl.,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Í greinargerð FH-inga sem send var inn til aga- og úrskurðanefndar kemur fram að engin leið sé fyrir nokkurn að fullyrða um að brotið hafi verið viljaverk og þar af leiðandi óíþróttamannslegt. „Á myndbrotinu þar sem þetta er sýnt aftan frá sést greinilega að Kjartan Henry sveiflar ekki olnboganum heldur lyftir hann höndinni upp þegar Nikolaj Andreas ýtir á bak hans til að koma í veg fyrir að Nikolaj komist fram fyrir sig,“ segir í greinargerð FH. Eins og áður segir verður Kjartan Henry fjarri góðu gamni þegar FH mætir ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag. Kjartan Henry hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir FH á tímabilinu og því töluverð blóðtaka fyrir Hafnfirðinga að missa hann úr liðinu.
Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira