Gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga á fundi með Katrínu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. maí 2023 10:55 Leo Vardakar vill sjá endalok hvalveiða í heiminum. Samsett: Getty, Arnar Halldórsson Leo Vardakar, forsætisráðherra Írlands, gagnrýnir Íslendinga fyrir hvalveiðar. Tók hann upp málið á tvíhliða fundi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á leiðtogafundi Evrópuráðsins í vikunni. „Við áttum gott samtal um þetta. Ný rannsókn sem gerð var fyrir íslensk stjórnvöld sýnir að það tók marga hvali tvo eða þrjá tíma að deyja,“ segir Vardakar við írska dagblaðið Independent. Vísar hann þá til eftirlitsrannsóknar Matvælastofnunar frá síðasta hvalveiðiári sem vakið hefur mikla athygli og hneykslan. Vardakar segist hafa gagnrýnt hvalveiðar Íslendinga á leiðtogafundinum. „Eins og Írar sjálfir, vilja Íslendingar ekki að erlendar ríkisstjórnir segi þeim fyrir verkum. Svo ég ásakaði þá ekki. En ég tók málið upp og hún var viljug að tala um þetta,“ segir hann um fundinn með Katrínu. Vill sjá endalok hvalveiða Segir hann að Katrín hefði sagt sér að það væri enn þá óljóst hvort að ný hvalveiðileyfi verði gefin út fyrir næsta ár. Ef svo gæti það verið gert með mun strangari skilyrðum um dýravelferð en nú eru. „Það er opin spurning á Íslandi um hvort að hvalveiðar ættu að vera leyfilegar eða ekki. Þetta er frekar nýleg hefð í landinu, innflutt af Norðmönnum á síðustu öld,“ segir hann. Vardakar segir að írskt hafsvæði sé orðið að eins konar verndarsvæði fyrir hvali. Hafi bæði hvölum og höfrungum fjölgað á undanförnum árum við írskar strendur sem sé mikilvægt fyrir bæði ferðamannaiðnaðinn og líffræðilegan fjölbreytileika. „Ég myndi vilja sjá endalok hvalveiða í öllum heiminum. En við skiljum að aðrar þjóðir taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Vardakar. „Við ætlum ekki að segja öðrum þjóðum hvernig þau eiga að haga sér. Við viljum aðallega tala um samstarf. En við deilum öll hafinu og líffræðilegur fjölbreytileiki er hluti af umræðunni fyrir alla.“ Írland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hvalveiðar Tengdar fréttir Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26 Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00 „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Við áttum gott samtal um þetta. Ný rannsókn sem gerð var fyrir íslensk stjórnvöld sýnir að það tók marga hvali tvo eða þrjá tíma að deyja,“ segir Vardakar við írska dagblaðið Independent. Vísar hann þá til eftirlitsrannsóknar Matvælastofnunar frá síðasta hvalveiðiári sem vakið hefur mikla athygli og hneykslan. Vardakar segist hafa gagnrýnt hvalveiðar Íslendinga á leiðtogafundinum. „Eins og Írar sjálfir, vilja Íslendingar ekki að erlendar ríkisstjórnir segi þeim fyrir verkum. Svo ég ásakaði þá ekki. En ég tók málið upp og hún var viljug að tala um þetta,“ segir hann um fundinn með Katrínu. Vill sjá endalok hvalveiða Segir hann að Katrín hefði sagt sér að það væri enn þá óljóst hvort að ný hvalveiðileyfi verði gefin út fyrir næsta ár. Ef svo gæti það verið gert með mun strangari skilyrðum um dýravelferð en nú eru. „Það er opin spurning á Íslandi um hvort að hvalveiðar ættu að vera leyfilegar eða ekki. Þetta er frekar nýleg hefð í landinu, innflutt af Norðmönnum á síðustu öld,“ segir hann. Vardakar segir að írskt hafsvæði sé orðið að eins konar verndarsvæði fyrir hvali. Hafi bæði hvölum og höfrungum fjölgað á undanförnum árum við írskar strendur sem sé mikilvægt fyrir bæði ferðamannaiðnaðinn og líffræðilegan fjölbreytileika. „Ég myndi vilja sjá endalok hvalveiða í öllum heiminum. En við skiljum að aðrar þjóðir taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Vardakar. „Við ætlum ekki að segja öðrum þjóðum hvernig þau eiga að haga sér. Við viljum aðallega tala um samstarf. En við deilum öll hafinu og líffræðilegur fjölbreytileiki er hluti af umræðunni fyrir alla.“
Írland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hvalveiðar Tengdar fréttir Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26 Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00 „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26
Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00
„Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14