Ferðalangar í ógöngum og alelda bátur við Stykkishólm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 10:11 Fólkið var að lokum sótt á sexhjólum. Landsbjörg Nokkrar björgunarsveitir voru kallaðar út í gær vegna tveggja tilvika þar sem ferðalangar lentu í vandræðum á göngu. Þá barst útkall vegna báts sem varð alelda rétt utan við Stykkishólm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir í Ölfusi voru kallaðar út um klukkan 17 vegna ferðalangs sem hafði gengið inn í Reykjadal. Á leiðinni úr dalnum fór viðkomandi að upplifa vanlíðan og máttleysi. „Björgunarsveitir fóru upp gönguleiðina frá Hveragerði, sem og að aka upp á Hellisheiði, inn heiðina og ganga niður í Reykjadal þaðan. Um 40 mínútum eftir að útkall barst, eða um 17:40, voru björgunarsveitir komnar að viðkomandi, sem hlaut aðhlynningu og var svo fluttur niður í sjúkrabíl,“ segir í tilkynningunni. Mikil þoka gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.Landsbjörg Þá var óskað eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 19.30 vegna tveggja göngumanna á Hafnarfjalli sem voru orðnir kaldir og treystu sér ekki lengra. Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði voru ræstar út og gengu upp Hafnarfjall norðanvert. Að því er fram kemur í tilkynningunni var fólkið þokkalega vel búið en veðrið erfitt; slagviðri og skyggni lítið. Svartaþoka var á leitarsvæðinu, sem hamlaði för björgunarsveitarmanna. Frá aðgerðum á Hafnarfjalli.Landsbjörg „Rétt fyrir klukkan 23 var komið að fólkinu, en skyggnið var svo lítið að þau þurftu að flauta hátt í flautu sem þau voru með, svo björgunarfólk hitti á þau í þokunni. Björgunarfólk gat gefið þeim heitt að drekka og einhverja næringu, og lagt af stað til móts við annað björgunarfólk, sem meðal annars var á leið á staðinn á sexhjólum. Rétt fyrir miðnætti var hægt að koma fólkinu á sexhjól, sem flutti það niður. Þessari aðgerð lauk um eitt leitið í nótt.“ Á sama tíma barst útkall til björgunarsveita í Stykkishólmi vegna elds í bát rétt utan við bæinn. Þar hafði eldur orðið laus, líklega í lúkar, sem skipverji réði ekki við og neyddist til að yfirgefa bátinn. Honum var bjargað af nærstöddum bátum. „Báturinn varð fljótt alelda og rak nánast upp í fjöru suðvestan Stykkishólms, þar sem slökkvilið frá Stykkishólmi gat barist við eldinn frá landi.“ Björgunarsveitir Stykkishólmur Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir í Ölfusi voru kallaðar út um klukkan 17 vegna ferðalangs sem hafði gengið inn í Reykjadal. Á leiðinni úr dalnum fór viðkomandi að upplifa vanlíðan og máttleysi. „Björgunarsveitir fóru upp gönguleiðina frá Hveragerði, sem og að aka upp á Hellisheiði, inn heiðina og ganga niður í Reykjadal þaðan. Um 40 mínútum eftir að útkall barst, eða um 17:40, voru björgunarsveitir komnar að viðkomandi, sem hlaut aðhlynningu og var svo fluttur niður í sjúkrabíl,“ segir í tilkynningunni. Mikil þoka gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.Landsbjörg Þá var óskað eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 19.30 vegna tveggja göngumanna á Hafnarfjalli sem voru orðnir kaldir og treystu sér ekki lengra. Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði voru ræstar út og gengu upp Hafnarfjall norðanvert. Að því er fram kemur í tilkynningunni var fólkið þokkalega vel búið en veðrið erfitt; slagviðri og skyggni lítið. Svartaþoka var á leitarsvæðinu, sem hamlaði för björgunarsveitarmanna. Frá aðgerðum á Hafnarfjalli.Landsbjörg „Rétt fyrir klukkan 23 var komið að fólkinu, en skyggnið var svo lítið að þau þurftu að flauta hátt í flautu sem þau voru með, svo björgunarfólk hitti á þau í þokunni. Björgunarfólk gat gefið þeim heitt að drekka og einhverja næringu, og lagt af stað til móts við annað björgunarfólk, sem meðal annars var á leið á staðinn á sexhjólum. Rétt fyrir miðnætti var hægt að koma fólkinu á sexhjól, sem flutti það niður. Þessari aðgerð lauk um eitt leitið í nótt.“ Á sama tíma barst útkall til björgunarsveita í Stykkishólmi vegna elds í bát rétt utan við bæinn. Þar hafði eldur orðið laus, líklega í lúkar, sem skipverji réði ekki við og neyddist til að yfirgefa bátinn. Honum var bjargað af nærstöddum bátum. „Báturinn varð fljótt alelda og rak nánast upp í fjöru suðvestan Stykkishólms, þar sem slökkvilið frá Stykkishólmi gat barist við eldinn frá landi.“
Björgunarsveitir Stykkishólmur Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira