Skagfirðingar fagna með balli í Miðgarði í Varmahlíð Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2023 22:40 Frá Varmahlíð í Skagafirði. Þar verður uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Vísir/Vilhelm Nýkrýndir Íslandsmeistarar Tindastóls verða hylltir í hinu fornfræga félagsheimili Skagfirðinga, Miðgarði í Varmahlíð, annaðkvöld, föstudagskvöld. Þar verður uppskeruhátíð og sveitaball. Körfuknattleiksdeild Tindastóls var fyrir úrslitaleikinn gegn Val í kvöld búin að auglýsa uppskeruhátíð, hvernig sem færi, þar sem góðu gengi yrði fagnað. Núna er ljóst að uppskeruhátíðin verður sigurhátíð Íslandsmeistara. Í héraðsmiðlinum Feyki kemur fram að dagskráin hefjist klukkan 19. Hálftíma síðar verður móttaka fyrir leikmenn og starfslið meistaraflokka Tindastóls. Borðhald hefst klukkan 20 en um veitingar sér Grettistak auk þess sem Sauðárkróksbakarí sér um súkkulaðiköku í eftirrétt. Að borðhaldi loknu verður ball þar sem Stuðlabandið og Úlfur Úlfur koma öllum í gírinn, eins og það er orðað. Sjálfboðaliðar, stuðningsmenn og aðrir velunnarar Tindastóls eru hvattir til að mæta á uppskeruhátíðina og fagna góðu gengi með sínu fólki. Miðaverði er sagt stillt í hóf. Matur og ball kostar 5.000 krónur en þeir sem aðeins vilja komast á ballið borga 3.000 krónur. Miðasala er á Stubbnum en þeir sem vilja taka þátt í borðhaldi þurfa að vera búnir að panta fyrir hádegi á morgun, föstudag. Skagafjörður Körfubolti Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Twitter fór á hliðina þegar Stólarnir unnu: Stytta af Pavel á Króknum Það var mikið um að vera á Twitter á meðan á leikur Vals og Tindastóls fór fram í kvöld. Það er óhætt að segja að margir hafi samglaðst leikmönnum Tindastóls eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 18. maí 2023 22:30 Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Fyrrverandi drottning Taílands er látin Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Tindastóls var fyrir úrslitaleikinn gegn Val í kvöld búin að auglýsa uppskeruhátíð, hvernig sem færi, þar sem góðu gengi yrði fagnað. Núna er ljóst að uppskeruhátíðin verður sigurhátíð Íslandsmeistara. Í héraðsmiðlinum Feyki kemur fram að dagskráin hefjist klukkan 19. Hálftíma síðar verður móttaka fyrir leikmenn og starfslið meistaraflokka Tindastóls. Borðhald hefst klukkan 20 en um veitingar sér Grettistak auk þess sem Sauðárkróksbakarí sér um súkkulaðiköku í eftirrétt. Að borðhaldi loknu verður ball þar sem Stuðlabandið og Úlfur Úlfur koma öllum í gírinn, eins og það er orðað. Sjálfboðaliðar, stuðningsmenn og aðrir velunnarar Tindastóls eru hvattir til að mæta á uppskeruhátíðina og fagna góðu gengi með sínu fólki. Miðaverði er sagt stillt í hóf. Matur og ball kostar 5.000 krónur en þeir sem aðeins vilja komast á ballið borga 3.000 krónur. Miðasala er á Stubbnum en þeir sem vilja taka þátt í borðhaldi þurfa að vera búnir að panta fyrir hádegi á morgun, föstudag.
Skagafjörður Körfubolti Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Twitter fór á hliðina þegar Stólarnir unnu: Stytta af Pavel á Króknum Það var mikið um að vera á Twitter á meðan á leikur Vals og Tindastóls fór fram í kvöld. Það er óhætt að segja að margir hafi samglaðst leikmönnum Tindastóls eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 18. maí 2023 22:30 Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Fyrrverandi drottning Taílands er látin Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Leik lokið: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05
Twitter fór á hliðina þegar Stólarnir unnu: Stytta af Pavel á Króknum Það var mikið um að vera á Twitter á meðan á leikur Vals og Tindastóls fór fram í kvöld. Það er óhætt að segja að margir hafi samglaðst leikmönnum Tindastóls eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 18. maí 2023 22:30
Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12