Nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfó er 22 ára Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 13:16 Ross Jamie Collins er nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bresk-finnski hljómsveitarstjórinn Ross Jamie Collins hefur verið ráðinn staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-24. Collins verður 22 ára á þessu ári. Collins er fæddur 2001 í Nottingham en fluttist sjö ára gamall til Helsinki og lærði hljómsveitarstjórn við fótskör hins mikla finnska hljómsveitarstjóra og kennara Jorma Panula en meðal fyrstu kennara Collins var einmitt annar af lærisveinum hans, Klaus Mäkilä, sem nú er listrænn stjórnandi Orchestre de Paris og aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitarinnar í Osló. Ross Jamie Collins stofnaði sína eigin hljómsveit, Symphony Orchestra ROSSO, árið 2017 og stjórnaði sínum fyrstu hljómsveitartónleikum 15 ára gamall. Hann hlaut þriðju verðlaun í sjöundu alþjóðlegu Jorma Panula-hljómsveitarstjórakeppninni 2018. Collins stýrir margvíslegum tónleikum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á næsta starfsári, þar á meðal tónleikum á Menningarnótt í Reykjavík, fjölskyldutónleikum Litla tónsprotans, jólatónleikum og skólatónleikum auk þess sem hann stjórnar tónleikum hljómsveitarinnar á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Þá mun Collins starfa náið með Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra og aðstoðar hana við undirbúning fjölda verkefna til viðbótar, en þar á meðal eru nokkrir af hornsteinum sinfónískrar tónlistar á borð við níundu sinfóníu Bruckners og þriðju sinfóníu Mahlers. „Ég er himinlifandi að fá tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem staðarhljómsveitarstjóri. Frá fyrstu fundum mínum með hljómsveitinni fann ég hvernig andrúmsloftið sem tónlistarfólkið skapaði lét mér líða eins og heima hjá mér í Reykjavík. Ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur í Hörpu til þess að deila meiri tónlist, brosum og hlátri með þessari frábæru hljómsveit sem veitir mér svo mikinn innblástur,“ er haft eftir Collins í tilkynningu. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Collins er fæddur 2001 í Nottingham en fluttist sjö ára gamall til Helsinki og lærði hljómsveitarstjórn við fótskör hins mikla finnska hljómsveitarstjóra og kennara Jorma Panula en meðal fyrstu kennara Collins var einmitt annar af lærisveinum hans, Klaus Mäkilä, sem nú er listrænn stjórnandi Orchestre de Paris og aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitarinnar í Osló. Ross Jamie Collins stofnaði sína eigin hljómsveit, Symphony Orchestra ROSSO, árið 2017 og stjórnaði sínum fyrstu hljómsveitartónleikum 15 ára gamall. Hann hlaut þriðju verðlaun í sjöundu alþjóðlegu Jorma Panula-hljómsveitarstjórakeppninni 2018. Collins stýrir margvíslegum tónleikum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á næsta starfsári, þar á meðal tónleikum á Menningarnótt í Reykjavík, fjölskyldutónleikum Litla tónsprotans, jólatónleikum og skólatónleikum auk þess sem hann stjórnar tónleikum hljómsveitarinnar á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Þá mun Collins starfa náið með Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra og aðstoðar hana við undirbúning fjölda verkefna til viðbótar, en þar á meðal eru nokkrir af hornsteinum sinfónískrar tónlistar á borð við níundu sinfóníu Bruckners og þriðju sinfóníu Mahlers. „Ég er himinlifandi að fá tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem staðarhljómsveitarstjóri. Frá fyrstu fundum mínum með hljómsveitinni fann ég hvernig andrúmsloftið sem tónlistarfólkið skapaði lét mér líða eins og heima hjá mér í Reykjavík. Ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur í Hörpu til þess að deila meiri tónlist, brosum og hlátri með þessari frábæru hljómsveit sem veitir mér svo mikinn innblástur,“ er haft eftir Collins í tilkynningu.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira