„Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 16. maí 2023 20:26 Sigurður Bragason á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego ÍBV er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Liðið tapaði í kvöld með þremur mörkum í leik sem náði aldrei að verða verulega spennandi. Lokatölur 25-22. „Ég var bara stoltur af stelpunum. Mér fannst þetta vera allt annar leikur, við allavegana þó getum kennt aðeins færanýtingu og svoleiðis um núna. Síðast var þetta bara lélegt,“ sagði hnarreistur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Þær börðust allan tímann og við reyndum að koma okkur aftur inn í þetta en svipað og í síðasta leik þá var bara munurinn í hálfleik þannig að þetta var rosalega erfitt. Ef þetta hefði verið þrjú mörk eða tvö þá hefði þetta verið betra. Við hendum þessu frá okkur í lélegum kafla seinna korterið í fyrri hálfleik.“ Leikurinn breytist eftir u.þ.b. tíu mínútna leik þegar Valur tók leikhlé einu marki undir en eftir leikhléið komust heimakonur í góða forystu. „Við byrjuðum fínt og þær ná bara að leysa okkur. Ég þarf bara aðeins að skoða það hvað veldur því að þær taka eitt leikhlé og leikurinn okkar pompar niður. En eins og ég segi þá er ég ánægðari með þetta, við byggjum á þessu í Eyjum á laugardaginn,“ sagði Sigurður. ÍBV fékk þó tækifæri að gera alvöru spennu undir lokin en allt kom fyrir ekki. „Við fengum tækifæri á hraðaupphlaupi og svona. Ég hugsa að Gústi [Ágúst Þór Jóhannsson] hafi aldrei verið neitt stressaður, en ef við hefðum náð þessu einu sinni niður í tvö þá hefði þetta verið annað og við vorum svo sem að höggva í þær og spila frábæra vörn. Elín Rósa reyndist okkur bara helvíti erfið, hún var eina sem náði að leysa okkur, fannst mér. Svona fór þetta og það er einn séns en og við verðum að nota hann.“ Aðspurður af hverju ÍBV hafi ekki reynt að spila sjö á sex í seinni hálfleik hafði Sigurður þetta að segja. „Þá fæ ég bara mark í bakið. Ef þú ætlar í sjö á sex þá verðurðu að geta keyrt ógeðslega hratt út af. Við vorum að saxa á þær, ég var alveg farinn að hugsa það. Marta [markvörður ÍBV] er engin Usain Bolt sko, það er Ásta Björt ekki heldur þannig að ég verð líka aðeins að skoða, maður verður að vera með leikmenn til þess. En ég var alveg að hugsa það. Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex,“ sagði Sigurður. Þriðji leikur í rimmu Vals og ÍBV fer fram á laugardaginn þar sem allt verður undir. „Ef við spilum ekki betri sóknarleik þá lendirðu bara undir en við verðum bara að snúa bökum saman og það er enn þá séns. Við munum gera allt til þess að ná því, við verðum ready,“ sagði Sigurður Bragason að lokum. Olís-deild kvenna Valur ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08 Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
„Ég var bara stoltur af stelpunum. Mér fannst þetta vera allt annar leikur, við allavegana þó getum kennt aðeins færanýtingu og svoleiðis um núna. Síðast var þetta bara lélegt,“ sagði hnarreistur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Þær börðust allan tímann og við reyndum að koma okkur aftur inn í þetta en svipað og í síðasta leik þá var bara munurinn í hálfleik þannig að þetta var rosalega erfitt. Ef þetta hefði verið þrjú mörk eða tvö þá hefði þetta verið betra. Við hendum þessu frá okkur í lélegum kafla seinna korterið í fyrri hálfleik.“ Leikurinn breytist eftir u.þ.b. tíu mínútna leik þegar Valur tók leikhlé einu marki undir en eftir leikhléið komust heimakonur í góða forystu. „Við byrjuðum fínt og þær ná bara að leysa okkur. Ég þarf bara aðeins að skoða það hvað veldur því að þær taka eitt leikhlé og leikurinn okkar pompar niður. En eins og ég segi þá er ég ánægðari með þetta, við byggjum á þessu í Eyjum á laugardaginn,“ sagði Sigurður. ÍBV fékk þó tækifæri að gera alvöru spennu undir lokin en allt kom fyrir ekki. „Við fengum tækifæri á hraðaupphlaupi og svona. Ég hugsa að Gústi [Ágúst Þór Jóhannsson] hafi aldrei verið neitt stressaður, en ef við hefðum náð þessu einu sinni niður í tvö þá hefði þetta verið annað og við vorum svo sem að höggva í þær og spila frábæra vörn. Elín Rósa reyndist okkur bara helvíti erfið, hún var eina sem náði að leysa okkur, fannst mér. Svona fór þetta og það er einn séns en og við verðum að nota hann.“ Aðspurður af hverju ÍBV hafi ekki reynt að spila sjö á sex í seinni hálfleik hafði Sigurður þetta að segja. „Þá fæ ég bara mark í bakið. Ef þú ætlar í sjö á sex þá verðurðu að geta keyrt ógeðslega hratt út af. Við vorum að saxa á þær, ég var alveg farinn að hugsa það. Marta [markvörður ÍBV] er engin Usain Bolt sko, það er Ásta Björt ekki heldur þannig að ég verð líka aðeins að skoða, maður verður að vera með leikmenn til þess. En ég var alveg að hugsa það. Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex,“ sagði Sigurður. Þriðji leikur í rimmu Vals og ÍBV fer fram á laugardaginn þar sem allt verður undir. „Ef við spilum ekki betri sóknarleik þá lendirðu bara undir en við verðum bara að snúa bökum saman og það er enn þá séns. Við munum gera allt til þess að ná því, við verðum ready,“ sagði Sigurður Bragason að lokum.
Olís-deild kvenna Valur ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08 Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti