Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. maí 2023 13:01 Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera, segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi fyrir þetta ár. Stöð 2 Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. Mótmælendur ætla hittast klukkan fjögur í dag á Skólavörðustíg og munu ganga þaðan saman að Arnarhóli. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og skipuleggjandi mótmælanna, segir mótmælin til komin vegna niðurstöðu skýrslu Matvælastofnunar. „Þær eru hryllilegar þessar aðferðir sem eru notaðar við að veiða hvali og það er ekki boðlegt okkar samfélagi að við séum að leyfa það að það sé verið að murka lífið úr hvölum klukkutímum saman. Þetta brýtur á öllum þeir dýra velferðarlögum sem við höfum og okkur þykir ótrúlega einkennilegt að það eigi að leyfa þessu að viðgangast í sumar eftir að þessi skýrsla er komin út. Við viljum bara að þetta verði stoppað,“ segir Valgerður. Vel hægt að afturkalla veiðileyfið Matvælaráðherra hefur sagt skýrsluna vekja upp margar spurningar um hvalveiðar. Meðal annars hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. Valgerður gefur lítið fyrir þær skýringar. „Við og þeir lögfræðingar sem hafa tjáð sig um málið sem eru ekki innan vébanda matvælaráðuneytisins hafa sagt að þetta sé bara ekki rétt. Það er vel hægt að afturkalla þetta veiðileyfi vegna þess að lög eru brotin. Og við förum fram á það að hér sé farið eftir lögum og að þetta sé stöðvað.“ Friðsæl og fjölskylduvæn mótmæli Valgerður segist ekki skilja hvers vegna það séu lög í landinu ef hægt sé að brjóta þau án afleiðinga. „Það er mjög skýrt að þarna eru dýravelferðarlög brotin og það er mjög skýrt í hvalveiðilögum og dýravelferðarlögum að það eru viðurlög við þeim brotum,“ segir hún. Valgerður segir lögreglu meðvitaða af mótmælunum og að hún þurfi engar áhyggjur að hafa. Þetta verði friðsæl og fjölskylduvæn mótmæli. Tímasetningin á þeim sé þó engin tilviljun en mótmælin hefjast á sama tíma og fyrstu þjóðarleiðtogarnir mæta í Hörpu, klukkan 16 í dag. „Þetta er akkúrat á þeim tíma sem leiðtogar munu vera að koma fram hjá Arnarhóli í bílaröð og við völdum þennan tíma þess vegna. Til að ná augum og eyrum þeirra kannski svona rétt á meðan þau eiga leið fram hjá,“ segir Valgerður sem vonast til að sjá sem flesta síðdegis í dag. Hvalveiðar Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Hvalir Tengdar fréttir Segir mjög góðan rökstuðning þurfa ef halda á áfram hvalveiðum Matvælaráðherra segir mjög góðan rökstuðning þurfa til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem vilja halda veiðunum til streitu. 12. maí 2023 12:48 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. 9. maí 2023 13:12 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Mótmælendur ætla hittast klukkan fjögur í dag á Skólavörðustíg og munu ganga þaðan saman að Arnarhóli. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og skipuleggjandi mótmælanna, segir mótmælin til komin vegna niðurstöðu skýrslu Matvælastofnunar. „Þær eru hryllilegar þessar aðferðir sem eru notaðar við að veiða hvali og það er ekki boðlegt okkar samfélagi að við séum að leyfa það að það sé verið að murka lífið úr hvölum klukkutímum saman. Þetta brýtur á öllum þeir dýra velferðarlögum sem við höfum og okkur þykir ótrúlega einkennilegt að það eigi að leyfa þessu að viðgangast í sumar eftir að þessi skýrsla er komin út. Við viljum bara að þetta verði stoppað,“ segir Valgerður. Vel hægt að afturkalla veiðileyfið Matvælaráðherra hefur sagt skýrsluna vekja upp margar spurningar um hvalveiðar. Meðal annars hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. Valgerður gefur lítið fyrir þær skýringar. „Við og þeir lögfræðingar sem hafa tjáð sig um málið sem eru ekki innan vébanda matvælaráðuneytisins hafa sagt að þetta sé bara ekki rétt. Það er vel hægt að afturkalla þetta veiðileyfi vegna þess að lög eru brotin. Og við förum fram á það að hér sé farið eftir lögum og að þetta sé stöðvað.“ Friðsæl og fjölskylduvæn mótmæli Valgerður segist ekki skilja hvers vegna það séu lög í landinu ef hægt sé að brjóta þau án afleiðinga. „Það er mjög skýrt að þarna eru dýravelferðarlög brotin og það er mjög skýrt í hvalveiðilögum og dýravelferðarlögum að það eru viðurlög við þeim brotum,“ segir hún. Valgerður segir lögreglu meðvitaða af mótmælunum og að hún þurfi engar áhyggjur að hafa. Þetta verði friðsæl og fjölskylduvæn mótmæli. Tímasetningin á þeim sé þó engin tilviljun en mótmælin hefjast á sama tíma og fyrstu þjóðarleiðtogarnir mæta í Hörpu, klukkan 16 í dag. „Þetta er akkúrat á þeim tíma sem leiðtogar munu vera að koma fram hjá Arnarhóli í bílaröð og við völdum þennan tíma þess vegna. Til að ná augum og eyrum þeirra kannski svona rétt á meðan þau eiga leið fram hjá,“ segir Valgerður sem vonast til að sjá sem flesta síðdegis í dag.
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Hvalir Tengdar fréttir Segir mjög góðan rökstuðning þurfa ef halda á áfram hvalveiðum Matvælaráðherra segir mjög góðan rökstuðning þurfa til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem vilja halda veiðunum til streitu. 12. maí 2023 12:48 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. 9. maí 2023 13:12 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Segir mjög góðan rökstuðning þurfa ef halda á áfram hvalveiðum Matvælaráðherra segir mjög góðan rökstuðning þurfa til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem vilja halda veiðunum til streitu. 12. maí 2023 12:48
Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21
Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. 9. maí 2023 13:12
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent