„Hún er jafnmikilvæg fyrir þær svo þetta er engin afsökun“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 13:01 Thea Imani Sturludóttir og Birna Berg Haraldsdóttir missa báðar af leiknum í kvöld og sennilega af þeim leikjum sem eftir eru í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Samsett/DIEGO Búast má við því að Eyjakonur mæti „dýrvitlausar“ á Hlíðarenda í kvöld, í leik tvö í einvíginu við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, að sögn Sigurðar Bragasonar þjálfara ÍBV. Bæði lið sakna frábærrar, örvhentrar skyttu í einvíginu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 og er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport, þar sem upphitun hefst klukkan 17:30. Ljóst var fyrir einvígið að ÍBV yrði væntanlega án Birnu Berg Haraldsdóttur en hún handarbrotnaði í fimm leikja einvíginu við Hauka, í leik númer tvö. En það áfall „núllast“ á vissan hátt út því Valur er sömuleiðis án Theu Imani Sturludóttur. „Hún er frá og verður frá í kvöld og næstu leiki. Staðan er bara ekki góð. Hún meiddist illa á ökkla og er bara ekki leikfær,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Einhverjir hafa gert sér vonir um að Birna geti spilað í einvíginu, þar sem hún er brotin á hægri hönd en skýtur með vinstri, en Sigurður segir það ekki raunhæft. Mögulega annað mál ef hún væri í fótbolta „Birna er handarbrotin. Ef hún væri í knattspyrnu þá hefði verið hægt að tjasla henni saman og leyfa henni að spila fótboltaleik, en að vera að nota höndina í vörn og sókn í handboltaleik er bara ekki hægt. Okkur langar það en það er bara ekki möguleiki. Við getum ekkert verið að pæla of mikið í því. Svo kom á daginn að Thea er ekki með þeim og hún er jafnmikilvæg fyrir þær, svo þetta er engin afsökun,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason er búinn að gera ÍBV að deildarmeistara og bikarmeistara á leiktíðinni, og ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn einnig.vísir/Diego Valskonur unnu nokkuð öruggan sigur í Eyjum í fyrsta leik einvígisins á föstudaginn, 30-23, eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. ÍBV búið að vera mest sannfærandi í allan vetur „Við spiluðum vel síðast og vonandi verður bara áframhald á því. En ég býst við erfiðum leik í kvöld. Ég held að Eyjaliðið komi af miklum krafti, og það sama verður uppi á teningnum hjá okkur. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Ágúst. „ÍBV-liðið er búið að vera mest sannfærandi í allan vetur og var auðvitað bara að koma úr fimm leikja seríu. Við eigum von á þeim af fullum krafti í kvöld en að sama skapi þurfum við að gera slíkt hið sama og vera tilbúin í verkefnið. Þetta verður líklega járn í járn eins og flestir leikirnir hafa verið, og vonandi náum við að landa sigri,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson er í góðri stöðu með lið sitt Val, 1-0 yfir og með heimaleik fyrir höndum í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.VÍSIR/DIEGO Sá hluti í sókninni sem þarf að laga Sigurður segir Eyjafólk ekki dvelja lengi við tapið í fyrsta leik: „Það er bara upp, upp og áfram. Ekkert annað í boði. Þetta var bara tap í fyrsta leik, á móti góðu liði. Ef þú ferð að væla á svona tíma þá ertu bara búinn að tapa þessu öllu saman. Það er ekkert í boði. Það er bara leikur tvö í kvöld og við vinnum þá. Sóknarlega voru ákveðnir hlutir sem ég sá að við þyrftum að laga. Þegar svona stutt er á milli leikja þá hafa lið ekki mikinn tíma til að „drilla“ eitthvað en það voru nokkrir hlutir sem að ég vona að ég geti gert betur með stelpunum. Við verðum vonandi alveg dýrvitlausar og ég á ekki von á öðru,“ segir Sigurður. Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 18 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 og er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport, þar sem upphitun hefst klukkan 17:30. Ljóst var fyrir einvígið að ÍBV yrði væntanlega án Birnu Berg Haraldsdóttur en hún handarbrotnaði í fimm leikja einvíginu við Hauka, í leik númer tvö. En það áfall „núllast“ á vissan hátt út því Valur er sömuleiðis án Theu Imani Sturludóttur. „Hún er frá og verður frá í kvöld og næstu leiki. Staðan er bara ekki góð. Hún meiddist illa á ökkla og er bara ekki leikfær,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Einhverjir hafa gert sér vonir um að Birna geti spilað í einvíginu, þar sem hún er brotin á hægri hönd en skýtur með vinstri, en Sigurður segir það ekki raunhæft. Mögulega annað mál ef hún væri í fótbolta „Birna er handarbrotin. Ef hún væri í knattspyrnu þá hefði verið hægt að tjasla henni saman og leyfa henni að spila fótboltaleik, en að vera að nota höndina í vörn og sókn í handboltaleik er bara ekki hægt. Okkur langar það en það er bara ekki möguleiki. Við getum ekkert verið að pæla of mikið í því. Svo kom á daginn að Thea er ekki með þeim og hún er jafnmikilvæg fyrir þær, svo þetta er engin afsökun,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason er búinn að gera ÍBV að deildarmeistara og bikarmeistara á leiktíðinni, og ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn einnig.vísir/Diego Valskonur unnu nokkuð öruggan sigur í Eyjum í fyrsta leik einvígisins á föstudaginn, 30-23, eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. ÍBV búið að vera mest sannfærandi í allan vetur „Við spiluðum vel síðast og vonandi verður bara áframhald á því. En ég býst við erfiðum leik í kvöld. Ég held að Eyjaliðið komi af miklum krafti, og það sama verður uppi á teningnum hjá okkur. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Ágúst. „ÍBV-liðið er búið að vera mest sannfærandi í allan vetur og var auðvitað bara að koma úr fimm leikja seríu. Við eigum von á þeim af fullum krafti í kvöld en að sama skapi þurfum við að gera slíkt hið sama og vera tilbúin í verkefnið. Þetta verður líklega járn í járn eins og flestir leikirnir hafa verið, og vonandi náum við að landa sigri,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson er í góðri stöðu með lið sitt Val, 1-0 yfir og með heimaleik fyrir höndum í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.VÍSIR/DIEGO Sá hluti í sókninni sem þarf að laga Sigurður segir Eyjafólk ekki dvelja lengi við tapið í fyrsta leik: „Það er bara upp, upp og áfram. Ekkert annað í boði. Þetta var bara tap í fyrsta leik, á móti góðu liði. Ef þú ferð að væla á svona tíma þá ertu bara búinn að tapa þessu öllu saman. Það er ekkert í boði. Það er bara leikur tvö í kvöld og við vinnum þá. Sóknarlega voru ákveðnir hlutir sem ég sá að við þyrftum að laga. Þegar svona stutt er á milli leikja þá hafa lið ekki mikinn tíma til að „drilla“ eitthvað en það voru nokkrir hlutir sem að ég vona að ég geti gert betur með stelpunum. Við verðum vonandi alveg dýrvitlausar og ég á ekki von á öðru,“ segir Sigurður. Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 18 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti