Vanmátu aðstæður þegar þrír féllu útbyrðis í prufusiglingu slöngubáts Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2023 09:06 Segja má að SeaRanger bátarnir séu sambland af sæþotu og slöngubáti. RNSA Vanmat á aðstæðum er talin ástæða þess að tveir björgunarsveitarmenn og sölumaður slöngubáts féllu útbyrðis þegar verið var prufukeyra slöngubát af gerðinni SeaRanger í Víkurfjöru í nóvember síðastliðinn. Mennirnir komust allir í land af sjálfsdáðum. Frá þessu segir í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í gær. Er það mat nefndarinnar að ástæða slyssins hafi verið vanmat á aðstæðum, auk þess að stjórnun slíkra báta krefst mikillar þjálfunar. Í skýrslunni segir að sölumaður hafi verið að kynna bátinn fyrir fólki sem voru meðlimir í björgunarsveit. Tveir hafi farið um borð í bátinn ásamt stjórnanda en þrír hafi svo fylgst með siglingunni í fjörunni. Eftir um sjötíu sekúndna siglingu hafi bátnum svo hvolft sem varð til þess að allir bátsverjar féllu útbyrðis. Þ Annar björgunarsveitarmannanna lenti undir bátnum þegar honum hvolfdi og fékk hann högg á höfuðið og öxlina, en allir komust þeir þó í land af sjálfsdáðum. Fram kemur að aðstæður hafi verið á þann veg að vindur hafi verið átta til tíu metrar á sekúndu og ölduhæðin tveir til þrír metrar. Um bátinn segir að um sé að ræða slöngubátur með „jet“ mótor, harðbotna þar sem stjórnandi bátsins situr í miðjunni. Megi segja að báturinn sé sambland af sæþotu og slöngubáti. Við rannsókn nefndarinnar kom í ljós að ekki hafi verið hugað að því að hafa búnað tiltækan ef eitthvað færi úrskeiðis. Þá hafi björgunarsveitarmenn verið í sjóbjörgunarbúningum sem láku. Uppfært 11:30: Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um slysið í kjölfar birtingar skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa: Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm. Samgönguslys Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í gær. Er það mat nefndarinnar að ástæða slyssins hafi verið vanmat á aðstæðum, auk þess að stjórnun slíkra báta krefst mikillar þjálfunar. Í skýrslunni segir að sölumaður hafi verið að kynna bátinn fyrir fólki sem voru meðlimir í björgunarsveit. Tveir hafi farið um borð í bátinn ásamt stjórnanda en þrír hafi svo fylgst með siglingunni í fjörunni. Eftir um sjötíu sekúndna siglingu hafi bátnum svo hvolft sem varð til þess að allir bátsverjar féllu útbyrðis. Þ Annar björgunarsveitarmannanna lenti undir bátnum þegar honum hvolfdi og fékk hann högg á höfuðið og öxlina, en allir komust þeir þó í land af sjálfsdáðum. Fram kemur að aðstæður hafi verið á þann veg að vindur hafi verið átta til tíu metrar á sekúndu og ölduhæðin tveir til þrír metrar. Um bátinn segir að um sé að ræða slöngubátur með „jet“ mótor, harðbotna þar sem stjórnandi bátsins situr í miðjunni. Megi segja að báturinn sé sambland af sæþotu og slöngubáti. Við rannsókn nefndarinnar kom í ljós að ekki hafi verið hugað að því að hafa búnað tiltækan ef eitthvað færi úrskeiðis. Þá hafi björgunarsveitarmenn verið í sjóbjörgunarbúningum sem láku. Uppfært 11:30: Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um slysið í kjölfar birtingar skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa: Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm.
Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm.
Samgönguslys Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira