Þrír látnir í enn einni skotárásinni Árni Sæberg skrifar 15. maí 2023 22:45 Framhaldsskólinn í Farmington var settur á tímabundið neyðarástand vegna skotárásarinnar en því hefur verið aflétt. Lögreglan í Farmington Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. Lögreglan í Farmington í Nýju-Mexíkó, lítilli borg við landssvæði Navajo frumbyggjaþjóðarinnar í ríkinu, greindi frá skotárásinni á Facebooksíðu sinni í kvöld. Þar segir að þrír almennir borgarar séu látnir og þónokkrir særðir. Meðal særðra séu lögregluþjónn lögreglunnar í Farmington og lögregluþjónn ríkislögreglu Nýju-Mexíkó. Þá segir að fjöldi lögreglumanna hafi brugðist við útkalli og að einn hafi verið felldur í skotbardaga, grunaður um ódæðið. Borginni hafi verið lokað að hluta á meðan lögregla leitaði af sér grun um að hann gæti hafa átt sér vitorðsmann en öllum afléttingum hafi nú verið aflétt. Í frétt AP um árásina er vísað í yfirlýsingu Michelle Lujan Grisham, ríkisstjóra Nýju-Mexíkó. Hún segist biðja fyrir fjölskyldum fórnarlambanna og segir að árásin í dag sé áminning um það hvernig byssuofbeldi eyðileggi líf fólks í ríkinu og Bandaríkjunum öllum á hverjum einasta degi. The Gun Violence Archive, samtök sem halda utan um tölfræði um byssuofbeldi í Bandaríkjunum, birtu nýja samantekt yfir fjölda fjöldaskotárása á árinu á Twitter í kjölfar árásarinnar. Weekly Mass Shooting Update:There have been 37 American mass shootings in the 15 days of May, bringing 2023 s total to 224.January: 52February: 40March: 39April: 56May: 37There were 198 mass shootings by this date last year.— The Gun Violence Archive (@GunDeaths) May 15, 2023 Þar kemur fram að það sem af er maí hafi nú 37 slíkar verið framdar og 224 það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra hafi 198 verið framdar. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Lögreglan í Farmington í Nýju-Mexíkó, lítilli borg við landssvæði Navajo frumbyggjaþjóðarinnar í ríkinu, greindi frá skotárásinni á Facebooksíðu sinni í kvöld. Þar segir að þrír almennir borgarar séu látnir og þónokkrir særðir. Meðal særðra séu lögregluþjónn lögreglunnar í Farmington og lögregluþjónn ríkislögreglu Nýju-Mexíkó. Þá segir að fjöldi lögreglumanna hafi brugðist við útkalli og að einn hafi verið felldur í skotbardaga, grunaður um ódæðið. Borginni hafi verið lokað að hluta á meðan lögregla leitaði af sér grun um að hann gæti hafa átt sér vitorðsmann en öllum afléttingum hafi nú verið aflétt. Í frétt AP um árásina er vísað í yfirlýsingu Michelle Lujan Grisham, ríkisstjóra Nýju-Mexíkó. Hún segist biðja fyrir fjölskyldum fórnarlambanna og segir að árásin í dag sé áminning um það hvernig byssuofbeldi eyðileggi líf fólks í ríkinu og Bandaríkjunum öllum á hverjum einasta degi. The Gun Violence Archive, samtök sem halda utan um tölfræði um byssuofbeldi í Bandaríkjunum, birtu nýja samantekt yfir fjölda fjöldaskotárása á árinu á Twitter í kjölfar árásarinnar. Weekly Mass Shooting Update:There have been 37 American mass shootings in the 15 days of May, bringing 2023 s total to 224.January: 52February: 40March: 39April: 56May: 37There were 198 mass shootings by this date last year.— The Gun Violence Archive (@GunDeaths) May 15, 2023 Þar kemur fram að það sem af er maí hafi nú 37 slíkar verið framdar og 224 það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra hafi 198 verið framdar.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira