Vinstri bakvörður sem enginn þekkir í hópi með De Bruyne og Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 22:32 Leif Davis er með skemmtilegri bakvörðum Englands. Ashley Allen/Getty Images Þegar stoðsendingahæstu knattspyrnumenn Evrópu eru skoðaðir stendur eitt nafn sérstaklega upp úr. Það er Leif Davis, vinstri bakvörður Ipswich Town. Hefur hann gefið tvöfalt fleiri stoðsendingar en leikmenn á borð við Martin Ödegaard, Jack Grealish og Bruno Fernandes. Hinn 23 ára gamli Leif er stór ástæða fyrir góðu gengi Ipswich Town á leiktíðinni en liðið endaði í 2. sæti með 98 stig og tryggði sér sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Áðurnefndur Leif gekk í raðir Ipswich frá Leeds United á 1.5 milljón punda síðasta sumar. Hann hefur heldur betur notið sín undir stjórn þjálfarans Kieran McKenna en sá var áður aðstoðarþjálfari hjá Manchester United áður en hann færði sig niður í C-deildina. Leif hefur lagt upp mark í þriðja hverjum leik á leiktíðinni og segir það stóran part af sínum leik. Only two players in Europe's top five leagues have more assists this season than Leif Davis Kevin De Bruyne and Lionel Messi.The flying full-back speaks to @DTathletic about the similarities between Marcelo Bielsa and Kieran McKenna and promotion to the Championship.#ITFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 15, 2023 „Ég sá tölfræði um daginn sem staðfesti að ég hefði skapað flest færin í EFL [B- til D-deild]. Ég var hæstánægður þegar ég sá að aðrir leikmenn voru langt frá mér, leikmenn sem spila mun framar á vellinum. Ég er bara varnarmaður en elskar að sækja og skapa færi fyrir samherja sína.“ Aðeins þrír leikmenn á Englandi hafa gefið fleiri stoðsendingar en Davis á leiktíðinni. Kevin De Bruyne, prímusmótor Englandsmeistara Manchester City, er þar á meðal ásamt Owen Moxon hjá Carlisle United og Elliott Watt sem báðir spila í D-deildinni. Ef horft er í stærstu fimm deildir Evrópu er það aðeins De Bruyne og Lionel Messi, leikmaður París Saint-Germain, sem hafa gefið fleiri stoðsendingar en vinstri bakvörðurinn knái. Leif Davis, hver er það?Sebastian Frej/Getty Images Alls skapaði Davis 132 færi fyrir samherja sína á leiktíðinni. Alls skoraði Ipswich 101 mark í deildinni, það mesta í efstu fjórum deildum Englands. Þau sem þekkja til hjá Leeds United telja að Marcelo Bielsa hefði ekki selt Davis heldur reynt að beisla hæfileikana, gera hann betri varnarlega og nýtt krafta hans í ensku úrvalsdeildinni. Sem stendur gæti farið svo að Ipswich og Leeds mætist í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Leif er stór ástæða fyrir góðu gengi Ipswich Town á leiktíðinni en liðið endaði í 2. sæti með 98 stig og tryggði sér sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Áðurnefndur Leif gekk í raðir Ipswich frá Leeds United á 1.5 milljón punda síðasta sumar. Hann hefur heldur betur notið sín undir stjórn þjálfarans Kieran McKenna en sá var áður aðstoðarþjálfari hjá Manchester United áður en hann færði sig niður í C-deildina. Leif hefur lagt upp mark í þriðja hverjum leik á leiktíðinni og segir það stóran part af sínum leik. Only two players in Europe's top five leagues have more assists this season than Leif Davis Kevin De Bruyne and Lionel Messi.The flying full-back speaks to @DTathletic about the similarities between Marcelo Bielsa and Kieran McKenna and promotion to the Championship.#ITFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 15, 2023 „Ég sá tölfræði um daginn sem staðfesti að ég hefði skapað flest færin í EFL [B- til D-deild]. Ég var hæstánægður þegar ég sá að aðrir leikmenn voru langt frá mér, leikmenn sem spila mun framar á vellinum. Ég er bara varnarmaður en elskar að sækja og skapa færi fyrir samherja sína.“ Aðeins þrír leikmenn á Englandi hafa gefið fleiri stoðsendingar en Davis á leiktíðinni. Kevin De Bruyne, prímusmótor Englandsmeistara Manchester City, er þar á meðal ásamt Owen Moxon hjá Carlisle United og Elliott Watt sem báðir spila í D-deildinni. Ef horft er í stærstu fimm deildir Evrópu er það aðeins De Bruyne og Lionel Messi, leikmaður París Saint-Germain, sem hafa gefið fleiri stoðsendingar en vinstri bakvörðurinn knái. Leif Davis, hver er það?Sebastian Frej/Getty Images Alls skapaði Davis 132 færi fyrir samherja sína á leiktíðinni. Alls skoraði Ipswich 101 mark í deildinni, það mesta í efstu fjórum deildum Englands. Þau sem þekkja til hjá Leeds United telja að Marcelo Bielsa hefði ekki selt Davis heldur reynt að beisla hæfileikana, gera hann betri varnarlega og nýtt krafta hans í ensku úrvalsdeildinni. Sem stendur gæti farið svo að Ipswich og Leeds mætist í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira