„Snúin aftur úr fæðingarorlofi og sé á dagskrá Alþingis að það er ekkert að gerast“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2023 16:27 Kristrún Frostadóttir er mætt aftur á Alþingi og baunaði á ríkisstjórnina í fyrstu ræðu sinni eftir orlofið. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sneri aftur á Alþingi í dag eftir fæðingarorlof. Hún kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar og gagnrýndi forystuleysi ríkisstjórnarinnar í þeim málum sem helst brenna á fólkinu í landinu. Nefndi hún í því samhengi verðbólgu, vexti, verkföll og alvarlegan vanda í húsnæðismálum. Þá kallaði Kristrún eftir því að forystufólk ríkisstjórnarinnar kæmi á Alþingi í vikunni til að sitja undir svörum þingmanna um þessi mál. Sagði hún að forysta í alþjóðamálum gæti ekki komið í stað forystu í innanlandsmálum. „Virðulegi forseti. Hvað er í gangi hjá hæstvirtri ríkisstjórn? Af hverju er enginn hérna að taka á þeim málum sem virkilega brenna á?“ spurði Kristrún. Hún var ósátt við mætingu ráðherra á þingið í dag. „Eitt er að láta sig alþjóðamálin varða í vikunni — en hæstvirtir ráðherrar hljóta að átta sig á að slíkt kemur ekki í staðinn fyrir að sýna forystu hér heima í innanlandsmálum. Fólkið í landinu er að bíða eftir aðgerðum. Nú er ég snúin aftur úr fæðingarorlofi og sé á dagskrá Alþingis að það er ekkert að gerast. Lítið á dagskrá, þingfundum er frestað. Og ég ætlaði að eiga hér orðastað við eitthvert af forystufólki ríkisstjórnarinnar — en ekkert þeirra ætlar einu sinni að láta sjá sig hér á Alþingi í vikunni og sitja undir svörum.“ Nefndi Kristrún til dæmis verðbólgu, vexti, verkföll og húsnæðismál. „Enda virðist þeim í raun líða best á meðan pólitísk umræða hverfist um mál sem snúa ekki að veruleika venjulegs fólks. Þó að efnahags- og velferðarmálin séu efst í huga fólks þessa dagana. Forseti, það er eins og ríkisstjórnin hafi gefist upp, yfirgefið Alþingi og stóru efnahags- og velferðarmálin. Til að sinna einhverju öðru.“ Fór hún þess á leit við forseta að óundirbúnar fyrirspurnir, með einhverjum af leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna, yrðu settar á dagskrá síðar í vikunni. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Þá kallaði Kristrún eftir því að forystufólk ríkisstjórnarinnar kæmi á Alþingi í vikunni til að sitja undir svörum þingmanna um þessi mál. Sagði hún að forysta í alþjóðamálum gæti ekki komið í stað forystu í innanlandsmálum. „Virðulegi forseti. Hvað er í gangi hjá hæstvirtri ríkisstjórn? Af hverju er enginn hérna að taka á þeim málum sem virkilega brenna á?“ spurði Kristrún. Hún var ósátt við mætingu ráðherra á þingið í dag. „Eitt er að láta sig alþjóðamálin varða í vikunni — en hæstvirtir ráðherrar hljóta að átta sig á að slíkt kemur ekki í staðinn fyrir að sýna forystu hér heima í innanlandsmálum. Fólkið í landinu er að bíða eftir aðgerðum. Nú er ég snúin aftur úr fæðingarorlofi og sé á dagskrá Alþingis að það er ekkert að gerast. Lítið á dagskrá, þingfundum er frestað. Og ég ætlaði að eiga hér orðastað við eitthvert af forystufólki ríkisstjórnarinnar — en ekkert þeirra ætlar einu sinni að láta sjá sig hér á Alþingi í vikunni og sitja undir svörum.“ Nefndi Kristrún til dæmis verðbólgu, vexti, verkföll og húsnæðismál. „Enda virðist þeim í raun líða best á meðan pólitísk umræða hverfist um mál sem snúa ekki að veruleika venjulegs fólks. Þó að efnahags- og velferðarmálin séu efst í huga fólks þessa dagana. Forseti, það er eins og ríkisstjórnin hafi gefist upp, yfirgefið Alþingi og stóru efnahags- og velferðarmálin. Til að sinna einhverju öðru.“ Fór hún þess á leit við forseta að óundirbúnar fyrirspurnir, með einhverjum af leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna, yrðu settar á dagskrá síðar í vikunni.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira