Finnskur hasar og búbblukvöld á Hygge kvikmyndahátíð Sena 16. maí 2023 13:01 Finnska hasarmyndin Sisu fjallar um fyrrum hermann sem finnur gull í óbyggðum Lapplands og reynir að komast með það til byggða með hermenn nasista á hælunum. Sérstök sýning á hasarmyndinni Sisu fer fram í Smárabíó Max í kvöld með hlaðvarpsteyminu Ólafssynir í Undralandi. Sýningin hefst klukkan 19.20. Myndin er hluti af norrænu kvikmyndahátíðinni Hygge sem stendur nú sem hæst í Háskólabíói. Finnskur hasar af bestu gerð Sisu er finnsk, spennu – grín hasarmynd af bestu gerð en leikstjóri myndarinnar, Jalmari Helander leikstrýrði einnig Rare Exports og Big game. Myndin fjallar um fyrrum hermann sem finnur gull í óbyggðum Lapplands. Er hann ætlar að ferðast með gullið til baka inn í borgina verður hann fyrir óvæntri árás frá hermönnum Nasista. Þeir Aron Mola og Arnar Þór, sem standa að hlaðvarpinu Ólafssynir í Undralandi, verða í Smárabíói og taka upp sitt fyrsta Live Show inni í sal strax eftir að sýningu lýkur. Hér er hægt að tryggja sér miða fyrir kvöldið. Vinkonukvöld í Háskólabíói Annað kvöld verður haldið vinkonukvöld á kvikmyndina Jentetur í Háskólabíói klukkan 20.10. Þar verður boðið upp á búbblur og súkkulaði frá Nóa Síríus áður en myndin hefst. Jentetur er stórskemmtileg norsk gamanmynd sem fjallar um líf Lindu eftir slæman skilnað. Fyrrverandi eiginmaður hennar hefur kynnst fallegri fyrirsætu sem verður hægt og rólega meiri móðurímynd fyrir dóttur þeirra en Linda sjálf. Þegar þær fara saman í skíðaferð ásamt sameiginlegri vinkonu fer allt á hliðina og óvæntir hlutir gerast. Hér er hægt að næla sér í miða. Mikill áhugi á norrænum kvikmyndum Hátíðin er í fullum gangi en henni lýkur 18. maí. Átta norrænar kvikmyndir eru á dagskrá hátíðarinnar, sem allar hafa slegið í gegn í sínu heimalandi. Myndirnar eru frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Hátíðin hefur gengið vel og skipuleggjendur eru mjög ánægð með viðbrögðin. „Við höfum fengið mikið hrós fyrir hátíðina og erum þegar byrjuð að skipuleggja næsta ár,“ segir Lilja Ósk Diðriksdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Kvikmyndirnar Andra Akten (Seinni hlutinn) og Sisu hafa sérstaklega slegið í gegn, en Fædre og mødre (Feður og mæður) einnig. Það er nóg af sýningum eftir og tækifæri til að skella sér á hátíðina og sjá allar myndirnar." Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Átta norrænar kvikmyndir sýndar á nýrri kvikmyndahátíð Hygge er ný norræn kvikmyndahátíð sem fram fer í Háskólabíó 4. til 8. maí. Á hátíðinni verða átta glænýjar kvikmyndir sýndar, frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa allar slegið í gegn í sínu heimalandi. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira
Finnskur hasar af bestu gerð Sisu er finnsk, spennu – grín hasarmynd af bestu gerð en leikstjóri myndarinnar, Jalmari Helander leikstrýrði einnig Rare Exports og Big game. Myndin fjallar um fyrrum hermann sem finnur gull í óbyggðum Lapplands. Er hann ætlar að ferðast með gullið til baka inn í borgina verður hann fyrir óvæntri árás frá hermönnum Nasista. Þeir Aron Mola og Arnar Þór, sem standa að hlaðvarpinu Ólafssynir í Undralandi, verða í Smárabíói og taka upp sitt fyrsta Live Show inni í sal strax eftir að sýningu lýkur. Hér er hægt að tryggja sér miða fyrir kvöldið. Vinkonukvöld í Háskólabíói Annað kvöld verður haldið vinkonukvöld á kvikmyndina Jentetur í Háskólabíói klukkan 20.10. Þar verður boðið upp á búbblur og súkkulaði frá Nóa Síríus áður en myndin hefst. Jentetur er stórskemmtileg norsk gamanmynd sem fjallar um líf Lindu eftir slæman skilnað. Fyrrverandi eiginmaður hennar hefur kynnst fallegri fyrirsætu sem verður hægt og rólega meiri móðurímynd fyrir dóttur þeirra en Linda sjálf. Þegar þær fara saman í skíðaferð ásamt sameiginlegri vinkonu fer allt á hliðina og óvæntir hlutir gerast. Hér er hægt að næla sér í miða. Mikill áhugi á norrænum kvikmyndum Hátíðin er í fullum gangi en henni lýkur 18. maí. Átta norrænar kvikmyndir eru á dagskrá hátíðarinnar, sem allar hafa slegið í gegn í sínu heimalandi. Myndirnar eru frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Hátíðin hefur gengið vel og skipuleggjendur eru mjög ánægð með viðbrögðin. „Við höfum fengið mikið hrós fyrir hátíðina og erum þegar byrjuð að skipuleggja næsta ár,“ segir Lilja Ósk Diðriksdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Kvikmyndirnar Andra Akten (Seinni hlutinn) og Sisu hafa sérstaklega slegið í gegn, en Fædre og mødre (Feður og mæður) einnig. Það er nóg af sýningum eftir og tækifæri til að skella sér á hátíðina og sjá allar myndirnar."
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Átta norrænar kvikmyndir sýndar á nýrri kvikmyndahátíð Hygge er ný norræn kvikmyndahátíð sem fram fer í Háskólabíó 4. til 8. maí. Á hátíðinni verða átta glænýjar kvikmyndir sýndar, frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa allar slegið í gegn í sínu heimalandi. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira
Átta norrænar kvikmyndir sýndar á nýrri kvikmyndahátíð Hygge er ný norræn kvikmyndahátíð sem fram fer í Háskólabíó 4. til 8. maí. Á hátíðinni verða átta glænýjar kvikmyndir sýndar, frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa allar slegið í gegn í sínu heimalandi. 28. apríl 2023 08:46