15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal skrifar 15. maí 2023 09:01 Þann 14. maí 1948, fyrir sjötíu og fimm árum, var Ísraelsríki stofnað á fósturjörð Palestínuþjóðarinnar, hundruð þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimilum sínum með hervaldi, eigum þeirra stolið og þorp þeirra jöfnuð við jörðu. Atburður þessi í maí 1948 heitir á tungu Palestínumanna Nakba - hörmungin mikla. Kaldar kveðjur frá Úrsulu Á þessum tímamótum, þegar Palestínumenn minnast Nakba, hörmungarinnar miklu, þá sendir Úrsula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB kveðjur til Ísraelsríkis og fagnar árangri þeirra! Í ávarpi Úrsulu segir "Fyrir sjötíu og fimm árum varð draumur að veruleika, með sjálfstæðisdegi Ísraels. Í dag fögnum við 75 ára öflugu lýðræði í hjarta Mið-Austurlanda.“ "Frelsi þitt er frelsi okkar." - Lesist: frelsi kúgarans til að halda áfram hryðjuverkum sínum. Ekki orð um þjóðina sem var hrakin af heimilum sínum og er enn undir járnhæl hernáms! Ekki orð um réttindi fólksins sem var rænt eigum sínum og föðurlandi! Ekki orð um að Nakba heldur áfram enn þann dag í dag og að það ríkir aðskilnaðarstefna en ekki lýðræði í Ísrael. Kaldar kveðjur frá Íslandi Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 15. maí verði Nakba minnst árlega með samkomum þar sem dagsins verður minnst með tónlist, ljósmyndasýningum og fundarhöldum. Nítíu aðildarríki Sameinuðu þjóðana samþykktu að minnast Nakba, þrjátíu voru á móti, fjörtíu og sjö sátu hjá og þar á meðal var Ísland. Þetta erí þriðja sinn á skömmum tíma að Ísland situr hjá þegar hagsmunir Palestínumanna eru til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Mikil er skömm ríkisstjórnarinnar. Stofnun Ísraels varð að veruleika með stuðningi og að frumkvæði vestrænna ríkja auk þess sem Sovétríkin og fylgiríki þeirra lögðust á sveif með síonistum. Og enn nýtur Ísrael stuðnings vestrænna ríkja. Ísrael fær fullkomnustu vopn og háar fjárfúlgur til að viðhalda kúgun og ofbeldi gegn Palestínumönnum. Ísrael er afurð nýlendustefnunnar og þar ríkir apartheid, stefna kynþáttaaðskilnaðar sem er ólögleg eins og skráð er í samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í 75 ár - án viðurlaga. Fyrir Palestínumenn er Nakba ekki ein dagsetning. Nakba stendur enn yfir - þess vegna verðum við að halda áfram að styðja baráttu Palestínumanna fyrir frjálsri Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 14. maí 1948, fyrir sjötíu og fimm árum, var Ísraelsríki stofnað á fósturjörð Palestínuþjóðarinnar, hundruð þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimilum sínum með hervaldi, eigum þeirra stolið og þorp þeirra jöfnuð við jörðu. Atburður þessi í maí 1948 heitir á tungu Palestínumanna Nakba - hörmungin mikla. Kaldar kveðjur frá Úrsulu Á þessum tímamótum, þegar Palestínumenn minnast Nakba, hörmungarinnar miklu, þá sendir Úrsula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB kveðjur til Ísraelsríkis og fagnar árangri þeirra! Í ávarpi Úrsulu segir "Fyrir sjötíu og fimm árum varð draumur að veruleika, með sjálfstæðisdegi Ísraels. Í dag fögnum við 75 ára öflugu lýðræði í hjarta Mið-Austurlanda.“ "Frelsi þitt er frelsi okkar." - Lesist: frelsi kúgarans til að halda áfram hryðjuverkum sínum. Ekki orð um þjóðina sem var hrakin af heimilum sínum og er enn undir járnhæl hernáms! Ekki orð um réttindi fólksins sem var rænt eigum sínum og föðurlandi! Ekki orð um að Nakba heldur áfram enn þann dag í dag og að það ríkir aðskilnaðarstefna en ekki lýðræði í Ísrael. Kaldar kveðjur frá Íslandi Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 15. maí verði Nakba minnst árlega með samkomum þar sem dagsins verður minnst með tónlist, ljósmyndasýningum og fundarhöldum. Nítíu aðildarríki Sameinuðu þjóðana samþykktu að minnast Nakba, þrjátíu voru á móti, fjörtíu og sjö sátu hjá og þar á meðal var Ísland. Þetta erí þriðja sinn á skömmum tíma að Ísland situr hjá þegar hagsmunir Palestínumanna eru til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Mikil er skömm ríkisstjórnarinnar. Stofnun Ísraels varð að veruleika með stuðningi og að frumkvæði vestrænna ríkja auk þess sem Sovétríkin og fylgiríki þeirra lögðust á sveif með síonistum. Og enn nýtur Ísrael stuðnings vestrænna ríkja. Ísrael fær fullkomnustu vopn og háar fjárfúlgur til að viðhalda kúgun og ofbeldi gegn Palestínumönnum. Ísrael er afurð nýlendustefnunnar og þar ríkir apartheid, stefna kynþáttaaðskilnaðar sem er ólögleg eins og skráð er í samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í 75 ár - án viðurlaga. Fyrir Palestínumenn er Nakba ekki ein dagsetning. Nakba stendur enn yfir - þess vegna verðum við að halda áfram að styðja baráttu Palestínumanna fyrir frjálsri Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun