Telur leiguverð of lágt og boðar hækkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. maí 2023 13:22 Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, segir leiguverð vera of lágt. Vísir/Aðsend/Vilhelm Stjórnarformaður Ölmu leigufélags segir umræðu um félagið hafa verið mjög harða og ekki í samræmi við staðreyndir um leigumarkaðinn. Húsnæði sé einfaldlega dýrt, sama hvort fólk eigi húsnæðið sjálft eða leigi það. Hann segir leiguverð of lágt og boðar hækkun. Leigufélagið Alma hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin misseri fyrir hátt leiguverð og meinta vægðarlausa leiguhækkun. Vakti það til að mynda athygli á dögunum þegar áttræður maður var borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. „Okkur finnst umræðan hafa verið kannski fullhörð og kannski ekki alveg í samræmi við staðreyndir um leigumarkaðinn,“ segir Gunnar. Það sé þó rétt að leiguverð hafi verið hækkað hjá þeim á þessu ári þegar leigusamningar hafa komið til endurnýjunar. Hann segir að síðustu ár hafi þróun á leiguverði ekki verið í samræmi við þróun á fasteignaverði. „Til lengri tíma þá mun leiguverð fylgja margfeldi af vöxtum og markaðsverði á fasteignum. Til skemmri tíma er það bara sambland eða jafnvægi á markaði, framboð og eftirspurn sem ræður leiguverðinu.“ Hann segist átta sig á því þrátt fyrir þetta að leigan sé mjög há. Horfa þurfi á málið bæði frá sjónarhorni leigutakans og leigusalans. „Sem verður að fá arðsemi af fjárfestingunni, annars tekur það því ekki að standa í þessari starfsemi. Hins vegar frá leigutakanum, sem er að borga mikla peninga fyrir að leigja íbúð. Það er bara þannig að húsnæði er dýrt, sama hvort þú átt og rekur það sjálfur og borgar fjármagnskostnað af því sjálfur eða hvort þú leigir,“ segir Gunnar. Hann telur leiguverð vera of lágt. „Miðað við fasteignaverð eins og það er núna, vaxtastig eins og það er núna, eftirspurnina eins og hún er núna, samanborið við nágrannalöndin tel ég, og Seðlabankinn segir þetta, að leiguverð muni hækka,“ segir Gunnar. „Auðvitað eru þetta háar tölur, ef þú borgar 200 til 300 þúsund krónur í leigu á mánuði, það er há tala. Þessi umræða um að leiguverð sé hátt er rétt en það er af því að húsnæðisliðurinn er langstærsti útgjaldaliðurinn hjá öllum.“ Leigumarkaður Sprengisandur Húsnæðismál Tengdar fréttir „Ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur“ Stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags hf. segir félagið ekki vera hluta af húsnæðisvandanum, það sé frekar hluti af lausninni. Hann segir ósanngjarnt að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. 10. maí 2023 11:11 „Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. 10. maí 2023 23:30 Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. 6. maí 2023 12:27 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Leigufélagið Alma hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin misseri fyrir hátt leiguverð og meinta vægðarlausa leiguhækkun. Vakti það til að mynda athygli á dögunum þegar áttræður maður var borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. „Okkur finnst umræðan hafa verið kannski fullhörð og kannski ekki alveg í samræmi við staðreyndir um leigumarkaðinn,“ segir Gunnar. Það sé þó rétt að leiguverð hafi verið hækkað hjá þeim á þessu ári þegar leigusamningar hafa komið til endurnýjunar. Hann segir að síðustu ár hafi þróun á leiguverði ekki verið í samræmi við þróun á fasteignaverði. „Til lengri tíma þá mun leiguverð fylgja margfeldi af vöxtum og markaðsverði á fasteignum. Til skemmri tíma er það bara sambland eða jafnvægi á markaði, framboð og eftirspurn sem ræður leiguverðinu.“ Hann segist átta sig á því þrátt fyrir þetta að leigan sé mjög há. Horfa þurfi á málið bæði frá sjónarhorni leigutakans og leigusalans. „Sem verður að fá arðsemi af fjárfestingunni, annars tekur það því ekki að standa í þessari starfsemi. Hins vegar frá leigutakanum, sem er að borga mikla peninga fyrir að leigja íbúð. Það er bara þannig að húsnæði er dýrt, sama hvort þú átt og rekur það sjálfur og borgar fjármagnskostnað af því sjálfur eða hvort þú leigir,“ segir Gunnar. Hann telur leiguverð vera of lágt. „Miðað við fasteignaverð eins og það er núna, vaxtastig eins og það er núna, eftirspurnina eins og hún er núna, samanborið við nágrannalöndin tel ég, og Seðlabankinn segir þetta, að leiguverð muni hækka,“ segir Gunnar. „Auðvitað eru þetta háar tölur, ef þú borgar 200 til 300 þúsund krónur í leigu á mánuði, það er há tala. Þessi umræða um að leiguverð sé hátt er rétt en það er af því að húsnæðisliðurinn er langstærsti útgjaldaliðurinn hjá öllum.“
Leigumarkaður Sprengisandur Húsnæðismál Tengdar fréttir „Ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur“ Stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags hf. segir félagið ekki vera hluta af húsnæðisvandanum, það sé frekar hluti af lausninni. Hann segir ósanngjarnt að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. 10. maí 2023 11:11 „Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. 10. maí 2023 23:30 Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. 6. maí 2023 12:27 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur“ Stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags hf. segir félagið ekki vera hluta af húsnæðisvandanum, það sé frekar hluti af lausninni. Hann segir ósanngjarnt að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. 10. maí 2023 11:11
„Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. 10. maí 2023 23:30
Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. 6. maí 2023 12:27