De Gea fær gullhanskann sama hvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 07:00 David De Gea hefur átt áhugavert tímabil. Vísir/AP Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn. Man United vann 2-0 sigur á Úlfunum í gær, laugardag. Var það í sextánda skipti sem De Gea hélt marki sínu hreinu. Það er, spilaði leik án þess að fá á sig mark. Sú staðreynd kemur mörgum á óvart þar sem Man United hefur verið duglegt að leka mörkum, þá sérstaklega á útivelli. Leikirnir væru sautján talsins ef De Gea hefði ekki gert sig sekan um slæm mistök gegn West Ham United um síðustu helgi. Gullhanskinn eru verðlaun sem fara til þess markvarðar sem hefur haldið hvað oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni. Engin verðlaun eru veitt fyrir að fá á sig fæst mörk. Ef tveir eða fleiri markverðir hafa haldið marki sínu jafn oft hreinu þegar tímabilinu lýkur þá fara verðlaunin til þess sem spilaði fæsta leiki. David de Gea has won the Premier League Golden Glove after his 16th clean sheet of the season pic.twitter.com/P6OpsSyOOQ— GOAL (@goal) May 13, 2023 Séu menn með jafn marga spilaða leiki og jafn marga leiki þar sem þeir héldu hreinu þá einfaldlega báðir, eða allir, gullhanskann. Þegar flest lið deildarinnar eiga þrjá leiki eftir er ljóst að enginn getur toppað De Gea og þarf hann aðeins að halda hreinu í einum af síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér gullhanskann. De Gea hefur eins og áður sagði haldið marki sínu hreinu 16 sinnum. Þar á eftir koma Alisson Becker [Liverpool], Aaron Ramsdale [Arsenal] og Nick Pope [Newcastle United] en allir hafa haldið marki sínu hreinu 13 sinnum. Pope hefur fengið á sig fæst mörk eða 31 talsins, þar á eftir er Ramsdale með 39 á meðan De Gea hefur fengið á sig 41 og Alisson 42 mörk. Great victory closer to one of our aims pic.twitter.com/1Srl7MHQuX— David de Gea (@D_DeGea) May 13, 2023 Mikið hefur verið rætt um framtíð De Gea en sem stendur verður hann samningslaus í sumar. Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, hefur lýst yfir áhuga á að halda Spánverjanum hjá félaginu en vitað er að markvörðurinn mun þurfa að taka á sig gríðarlega launalækkun. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir United geta lokkað marga gæðaleikmenn til sín í sumar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið geti lokkað til sín gæðaleikmenn í sumar þrátt fyrir að enn ríki óvissa um hverjir eigendur félagsins verði. 13. maí 2023 07:01 Mest lesið Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Man United vann 2-0 sigur á Úlfunum í gær, laugardag. Var það í sextánda skipti sem De Gea hélt marki sínu hreinu. Það er, spilaði leik án þess að fá á sig mark. Sú staðreynd kemur mörgum á óvart þar sem Man United hefur verið duglegt að leka mörkum, þá sérstaklega á útivelli. Leikirnir væru sautján talsins ef De Gea hefði ekki gert sig sekan um slæm mistök gegn West Ham United um síðustu helgi. Gullhanskinn eru verðlaun sem fara til þess markvarðar sem hefur haldið hvað oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni. Engin verðlaun eru veitt fyrir að fá á sig fæst mörk. Ef tveir eða fleiri markverðir hafa haldið marki sínu jafn oft hreinu þegar tímabilinu lýkur þá fara verðlaunin til þess sem spilaði fæsta leiki. David de Gea has won the Premier League Golden Glove after his 16th clean sheet of the season pic.twitter.com/P6OpsSyOOQ— GOAL (@goal) May 13, 2023 Séu menn með jafn marga spilaða leiki og jafn marga leiki þar sem þeir héldu hreinu þá einfaldlega báðir, eða allir, gullhanskann. Þegar flest lið deildarinnar eiga þrjá leiki eftir er ljóst að enginn getur toppað De Gea og þarf hann aðeins að halda hreinu í einum af síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér gullhanskann. De Gea hefur eins og áður sagði haldið marki sínu hreinu 16 sinnum. Þar á eftir koma Alisson Becker [Liverpool], Aaron Ramsdale [Arsenal] og Nick Pope [Newcastle United] en allir hafa haldið marki sínu hreinu 13 sinnum. Pope hefur fengið á sig fæst mörk eða 31 talsins, þar á eftir er Ramsdale með 39 á meðan De Gea hefur fengið á sig 41 og Alisson 42 mörk. Great victory closer to one of our aims pic.twitter.com/1Srl7MHQuX— David de Gea (@D_DeGea) May 13, 2023 Mikið hefur verið rætt um framtíð De Gea en sem stendur verður hann samningslaus í sumar. Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, hefur lýst yfir áhuga á að halda Spánverjanum hjá félaginu en vitað er að markvörðurinn mun þurfa að taka á sig gríðarlega launalækkun.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir United geta lokkað marga gæðaleikmenn til sín í sumar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið geti lokkað til sín gæðaleikmenn í sumar þrátt fyrir að enn ríki óvissa um hverjir eigendur félagsins verði. 13. maí 2023 07:01 Mest lesið Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Segir United geta lokkað marga gæðaleikmenn til sín í sumar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið geti lokkað til sín gæðaleikmenn í sumar þrátt fyrir að enn ríki óvissa um hverjir eigendur félagsins verði. 13. maí 2023 07:01