Segir að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 23:31 Gæti Mourinho verið á leið til Parísar? Alessandro Sabattini/Getty Images José Mourinho, þjálfari Roma, hefur verið orðaður við stjórastöðu París Saint-Germain. Franska liðinu dreymir um árangur í Evrópu og þar eru fáir betri en Mourinho. Hinn sextugi Mourinho er við það að stýra Roma í úrslit Evrópudeildarinnar en liðið sigraði Bayer Leverkusen 1-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum á fimmtudaginn var. Á síðustu leiktíð fóru Rómverjar alla leið í Sambandsdeild Evrópu og var Mourinho í kjölfarið „krýndur“ keisari Rómar. Þó Roma hafi ekki gengið nægilega vel heima fyrir þá telur James Horncastle, blaðamaður sem veit meira en flestir um ítalskan fótbolta, að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG. „Ég tel að Mourinho horfi á Roma sem stökkpall í annað stórt starf,“ sagði Horncastle í hlaðvarpi á dögunum. Mourinho, sem hefur þjálfað Chelsea, Inter, Real Madríd og Manchester United á ferli sínum var spurður út í áhuga PSG á dögunum. Hann hló einfaldlega og sagði að ef franska liðið myndi hringja þá myndi enginn svara. José Mourinho: Paris Saint-Germain are calling to appoint me? If they're looking for me, they didn't find me because they haven't talked to me , told Sky Sport. #PSG pic.twitter.com/VICGRpZ9J8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2023 Það er hins vegar talið næsta öruggt að Portúgalinn vilji komast að hjá liði sem getur unnið fjölda titla á nýjan leik. „Mourinho er einhver sem vill vinna hvar sem hann er. Ég tel að honum líði þannig að Roma geti ekki barist um ítalska meistaratitilinn nema þeir breyti áherslum sínum og fari að eyða meiri pening. Hann vill eiga möguleiga á að vinna Meistaradeild Evrópu á nýjan leik,“ sagði Horncastle einnig. Þó Mourinho hafi átt erfitt uppdráttar hjá Man United og hlutabréfin hríðlækkað þá hefur hann sýnt snilli sína hjá Roma. Blaðamaðurinn Guillem Balague telur að ef PSG er alvara með að fara í aðra átt og fækka stórstjörnum þá gæti Mourinho orðið maðurinn sem liðið þarf á að halda. Jose Mourinho's Roma side are one result away from heading back to their second European final in two seasons pic.twitter.com/LVJgARovom— ESPN FC (@ESPNFC) May 11, 2023 „Ef félagið bakkar hann upp og gefur hönum völd þegar kemur að leikmannamálum þá gæti hann verið rétti maðurinn í starfið. Þeir þurfa ekki einhvern sem vill finna upp hjólið, þeir þurfa einhvern sem getur skipulagt og stýrt skútunni í rétta átt,“ bætti Balague við. Þá hjálpar til að Jorge Mendes, umboðsmaður Mourinho, er einn besti vinur Luis Campos, íþróttastjóra PSG. Hvort það sé nóg til að Mourinho verði ráðinn kemur í ljós en sem stendur stefnir hann á að tryggja Rómverjum annan Evróputitil á jafn mörgum árum. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Hinn sextugi Mourinho er við það að stýra Roma í úrslit Evrópudeildarinnar en liðið sigraði Bayer Leverkusen 1-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum á fimmtudaginn var. Á síðustu leiktíð fóru Rómverjar alla leið í Sambandsdeild Evrópu og var Mourinho í kjölfarið „krýndur“ keisari Rómar. Þó Roma hafi ekki gengið nægilega vel heima fyrir þá telur James Horncastle, blaðamaður sem veit meira en flestir um ítalskan fótbolta, að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG. „Ég tel að Mourinho horfi á Roma sem stökkpall í annað stórt starf,“ sagði Horncastle í hlaðvarpi á dögunum. Mourinho, sem hefur þjálfað Chelsea, Inter, Real Madríd og Manchester United á ferli sínum var spurður út í áhuga PSG á dögunum. Hann hló einfaldlega og sagði að ef franska liðið myndi hringja þá myndi enginn svara. José Mourinho: Paris Saint-Germain are calling to appoint me? If they're looking for me, they didn't find me because they haven't talked to me , told Sky Sport. #PSG pic.twitter.com/VICGRpZ9J8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2023 Það er hins vegar talið næsta öruggt að Portúgalinn vilji komast að hjá liði sem getur unnið fjölda titla á nýjan leik. „Mourinho er einhver sem vill vinna hvar sem hann er. Ég tel að honum líði þannig að Roma geti ekki barist um ítalska meistaratitilinn nema þeir breyti áherslum sínum og fari að eyða meiri pening. Hann vill eiga möguleiga á að vinna Meistaradeild Evrópu á nýjan leik,“ sagði Horncastle einnig. Þó Mourinho hafi átt erfitt uppdráttar hjá Man United og hlutabréfin hríðlækkað þá hefur hann sýnt snilli sína hjá Roma. Blaðamaðurinn Guillem Balague telur að ef PSG er alvara með að fara í aðra átt og fækka stórstjörnum þá gæti Mourinho orðið maðurinn sem liðið þarf á að halda. Jose Mourinho's Roma side are one result away from heading back to their second European final in two seasons pic.twitter.com/LVJgARovom— ESPN FC (@ESPNFC) May 11, 2023 „Ef félagið bakkar hann upp og gefur hönum völd þegar kemur að leikmannamálum þá gæti hann verið rétti maðurinn í starfið. Þeir þurfa ekki einhvern sem vill finna upp hjólið, þeir þurfa einhvern sem getur skipulagt og stýrt skútunni í rétta átt,“ bætti Balague við. Þá hjálpar til að Jorge Mendes, umboðsmaður Mourinho, er einn besti vinur Luis Campos, íþróttastjóra PSG. Hvort það sé nóg til að Mourinho verði ráðinn kemur í ljós en sem stendur stefnir hann á að tryggja Rómverjum annan Evróputitil á jafn mörgum árum.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira