Segir að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 23:31 Gæti Mourinho verið á leið til Parísar? Alessandro Sabattini/Getty Images José Mourinho, þjálfari Roma, hefur verið orðaður við stjórastöðu París Saint-Germain. Franska liðinu dreymir um árangur í Evrópu og þar eru fáir betri en Mourinho. Hinn sextugi Mourinho er við það að stýra Roma í úrslit Evrópudeildarinnar en liðið sigraði Bayer Leverkusen 1-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum á fimmtudaginn var. Á síðustu leiktíð fóru Rómverjar alla leið í Sambandsdeild Evrópu og var Mourinho í kjölfarið „krýndur“ keisari Rómar. Þó Roma hafi ekki gengið nægilega vel heima fyrir þá telur James Horncastle, blaðamaður sem veit meira en flestir um ítalskan fótbolta, að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG. „Ég tel að Mourinho horfi á Roma sem stökkpall í annað stórt starf,“ sagði Horncastle í hlaðvarpi á dögunum. Mourinho, sem hefur þjálfað Chelsea, Inter, Real Madríd og Manchester United á ferli sínum var spurður út í áhuga PSG á dögunum. Hann hló einfaldlega og sagði að ef franska liðið myndi hringja þá myndi enginn svara. José Mourinho: Paris Saint-Germain are calling to appoint me? If they're looking for me, they didn't find me because they haven't talked to me , told Sky Sport. #PSG pic.twitter.com/VICGRpZ9J8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2023 Það er hins vegar talið næsta öruggt að Portúgalinn vilji komast að hjá liði sem getur unnið fjölda titla á nýjan leik. „Mourinho er einhver sem vill vinna hvar sem hann er. Ég tel að honum líði þannig að Roma geti ekki barist um ítalska meistaratitilinn nema þeir breyti áherslum sínum og fari að eyða meiri pening. Hann vill eiga möguleiga á að vinna Meistaradeild Evrópu á nýjan leik,“ sagði Horncastle einnig. Þó Mourinho hafi átt erfitt uppdráttar hjá Man United og hlutabréfin hríðlækkað þá hefur hann sýnt snilli sína hjá Roma. Blaðamaðurinn Guillem Balague telur að ef PSG er alvara með að fara í aðra átt og fækka stórstjörnum þá gæti Mourinho orðið maðurinn sem liðið þarf á að halda. Jose Mourinho's Roma side are one result away from heading back to their second European final in two seasons pic.twitter.com/LVJgARovom— ESPN FC (@ESPNFC) May 11, 2023 „Ef félagið bakkar hann upp og gefur hönum völd þegar kemur að leikmannamálum þá gæti hann verið rétti maðurinn í starfið. Þeir þurfa ekki einhvern sem vill finna upp hjólið, þeir þurfa einhvern sem getur skipulagt og stýrt skútunni í rétta átt,“ bætti Balague við. Þá hjálpar til að Jorge Mendes, umboðsmaður Mourinho, er einn besti vinur Luis Campos, íþróttastjóra PSG. Hvort það sé nóg til að Mourinho verði ráðinn kemur í ljós en sem stendur stefnir hann á að tryggja Rómverjum annan Evróputitil á jafn mörgum árum. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sjá meira
Hinn sextugi Mourinho er við það að stýra Roma í úrslit Evrópudeildarinnar en liðið sigraði Bayer Leverkusen 1-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum á fimmtudaginn var. Á síðustu leiktíð fóru Rómverjar alla leið í Sambandsdeild Evrópu og var Mourinho í kjölfarið „krýndur“ keisari Rómar. Þó Roma hafi ekki gengið nægilega vel heima fyrir þá telur James Horncastle, blaðamaður sem veit meira en flestir um ítalskan fótbolta, að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG. „Ég tel að Mourinho horfi á Roma sem stökkpall í annað stórt starf,“ sagði Horncastle í hlaðvarpi á dögunum. Mourinho, sem hefur þjálfað Chelsea, Inter, Real Madríd og Manchester United á ferli sínum var spurður út í áhuga PSG á dögunum. Hann hló einfaldlega og sagði að ef franska liðið myndi hringja þá myndi enginn svara. José Mourinho: Paris Saint-Germain are calling to appoint me? If they're looking for me, they didn't find me because they haven't talked to me , told Sky Sport. #PSG pic.twitter.com/VICGRpZ9J8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2023 Það er hins vegar talið næsta öruggt að Portúgalinn vilji komast að hjá liði sem getur unnið fjölda titla á nýjan leik. „Mourinho er einhver sem vill vinna hvar sem hann er. Ég tel að honum líði þannig að Roma geti ekki barist um ítalska meistaratitilinn nema þeir breyti áherslum sínum og fari að eyða meiri pening. Hann vill eiga möguleiga á að vinna Meistaradeild Evrópu á nýjan leik,“ sagði Horncastle einnig. Þó Mourinho hafi átt erfitt uppdráttar hjá Man United og hlutabréfin hríðlækkað þá hefur hann sýnt snilli sína hjá Roma. Blaðamaðurinn Guillem Balague telur að ef PSG er alvara með að fara í aðra átt og fækka stórstjörnum þá gæti Mourinho orðið maðurinn sem liðið þarf á að halda. Jose Mourinho's Roma side are one result away from heading back to their second European final in two seasons pic.twitter.com/LVJgARovom— ESPN FC (@ESPNFC) May 11, 2023 „Ef félagið bakkar hann upp og gefur hönum völd þegar kemur að leikmannamálum þá gæti hann verið rétti maðurinn í starfið. Þeir þurfa ekki einhvern sem vill finna upp hjólið, þeir þurfa einhvern sem getur skipulagt og stýrt skútunni í rétta átt,“ bætti Balague við. Þá hjálpar til að Jorge Mendes, umboðsmaður Mourinho, er einn besti vinur Luis Campos, íþróttastjóra PSG. Hvort það sé nóg til að Mourinho verði ráðinn kemur í ljós en sem stendur stefnir hann á að tryggja Rómverjum annan Evróputitil á jafn mörgum árum.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sjá meira