„Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. maí 2023 11:34 Ragnar Þór stendur fyrir mótmælum á Austurvelli klukkan 14 í dag. Hann segist ekki ætla að láta rigningu á sig fá, enda sé mun meira í húfi. Vísir/Vilhelm Í dag kemur í ljós hvort fólkið í landinu sé tilbúið að rísa upp og mótmæla því ástandi sem skapast hefur í samfélaginu, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan tvö. Yfirskrift mótmælanna er RÍSUM UPP. Fram koma Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Magga Stína stýrir fundarstjórn og Valdimar verður með tónlistaratriði. Þá verður Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR einnig með erindi en hann stendur fyrir mótmælunum í dag. Óprúttnir aðilar senda skilaboð um að fundinum sé aflýst Ragnar segist hafa fundið fyrir gríðarlegum meðbyr og að hann eigi von á fjölda fólks í dag. Þó hafi hann heyrt af því að einhverjir óprúttnir aðilar séu að senda skilaboð um að fundinum hafi verið aflýst. „Sem er náttúrulega mjög athyglisvert en það skal tekið fram að fundurinn verður sannarlega og við munum halda okkar striki.“ Hann segist ekki vita hverjir standi að baki skilaboðanna en verið sé að kanna málið og komast til botns í því. „En þetta kemur manni svo sem ekkert á óvart í dag, miðað við hvernig samfélagi við búum í, því miður.“ Ragnar segir þetta aðeins byrjunina í dag og til standi að boða til fleiri mótmæla. Staða launafólks sé að versna, um helmingur þeirra eigi í erfiðleikum með að ná endum saman og ljóst sé að staðan muni halda áfram að versna til mikilla muna. „En síðan verður bara að koma í ljós hvort að fólk sé tilbúið að rísa upp, hvort staðan sé orðin nægilega slæm og fólk sé tilbúið að mæta á svona fundi. Það verður að koma í ljós klukkan tvö í dag.“ Nú er spáð ausandi rigningu, heldurðu að það muni hafa áhrif á mætinguna? „Það hefur ekki áhrif á mig. En mögulega. Ég hvet þá fólk bara til að klæða sig eftir aðstæðum. Það verður hægviðri og þó það verði mögulega einhver smá rigning að láta það ekki á okkur fá. Það er miklu meira í húfi heldur en rigningin.“ „Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Mótmælin í dag snúast að sögn Ragnars fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta frekar undir lífskjaraskerðingu almennings á meðan breiðu bökunum er hlíft. „Við sjáum bankana og gríðarlega háa stýrivexti sem Seðlabankinn hefur dæmt yfir þjóðina,“ segir hann og heldur áfram. „Þessi tilfærsla á fjármunum og eignum sem er að eiga sér stað, við sjáum auknar vaxtatekjur bankanna upp á 25 milljarða ef allt er tekið með. Við gætum byggt 500 hagkvæmar íbúðir fyrir þessa upphæð og þetta er bara á fyrsta ársfjórðungi, þessi aukning. Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur.“ Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir „Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Yfirskrift mótmælanna er RÍSUM UPP. Fram koma Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Magga Stína stýrir fundarstjórn og Valdimar verður með tónlistaratriði. Þá verður Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR einnig með erindi en hann stendur fyrir mótmælunum í dag. Óprúttnir aðilar senda skilaboð um að fundinum sé aflýst Ragnar segist hafa fundið fyrir gríðarlegum meðbyr og að hann eigi von á fjölda fólks í dag. Þó hafi hann heyrt af því að einhverjir óprúttnir aðilar séu að senda skilaboð um að fundinum hafi verið aflýst. „Sem er náttúrulega mjög athyglisvert en það skal tekið fram að fundurinn verður sannarlega og við munum halda okkar striki.“ Hann segist ekki vita hverjir standi að baki skilaboðanna en verið sé að kanna málið og komast til botns í því. „En þetta kemur manni svo sem ekkert á óvart í dag, miðað við hvernig samfélagi við búum í, því miður.“ Ragnar segir þetta aðeins byrjunina í dag og til standi að boða til fleiri mótmæla. Staða launafólks sé að versna, um helmingur þeirra eigi í erfiðleikum með að ná endum saman og ljóst sé að staðan muni halda áfram að versna til mikilla muna. „En síðan verður bara að koma í ljós hvort að fólk sé tilbúið að rísa upp, hvort staðan sé orðin nægilega slæm og fólk sé tilbúið að mæta á svona fundi. Það verður að koma í ljós klukkan tvö í dag.“ Nú er spáð ausandi rigningu, heldurðu að það muni hafa áhrif á mætinguna? „Það hefur ekki áhrif á mig. En mögulega. Ég hvet þá fólk bara til að klæða sig eftir aðstæðum. Það verður hægviðri og þó það verði mögulega einhver smá rigning að láta það ekki á okkur fá. Það er miklu meira í húfi heldur en rigningin.“ „Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Mótmælin í dag snúast að sögn Ragnars fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta frekar undir lífskjaraskerðingu almennings á meðan breiðu bökunum er hlíft. „Við sjáum bankana og gríðarlega háa stýrivexti sem Seðlabankinn hefur dæmt yfir þjóðina,“ segir hann og heldur áfram. „Þessi tilfærsla á fjármunum og eignum sem er að eiga sér stað, við sjáum auknar vaxtatekjur bankanna upp á 25 milljarða ef allt er tekið með. Við gætum byggt 500 hagkvæmar íbúðir fyrir þessa upphæð og þetta er bara á fyrsta ársfjórðungi, þessi aukning. Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur.“
Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir „Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
„Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08