„Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. maí 2023 11:34 Ragnar Þór stendur fyrir mótmælum á Austurvelli klukkan 14 í dag. Hann segist ekki ætla að láta rigningu á sig fá, enda sé mun meira í húfi. Vísir/Vilhelm Í dag kemur í ljós hvort fólkið í landinu sé tilbúið að rísa upp og mótmæla því ástandi sem skapast hefur í samfélaginu, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan tvö. Yfirskrift mótmælanna er RÍSUM UPP. Fram koma Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Magga Stína stýrir fundarstjórn og Valdimar verður með tónlistaratriði. Þá verður Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR einnig með erindi en hann stendur fyrir mótmælunum í dag. Óprúttnir aðilar senda skilaboð um að fundinum sé aflýst Ragnar segist hafa fundið fyrir gríðarlegum meðbyr og að hann eigi von á fjölda fólks í dag. Þó hafi hann heyrt af því að einhverjir óprúttnir aðilar séu að senda skilaboð um að fundinum hafi verið aflýst. „Sem er náttúrulega mjög athyglisvert en það skal tekið fram að fundurinn verður sannarlega og við munum halda okkar striki.“ Hann segist ekki vita hverjir standi að baki skilaboðanna en verið sé að kanna málið og komast til botns í því. „En þetta kemur manni svo sem ekkert á óvart í dag, miðað við hvernig samfélagi við búum í, því miður.“ Ragnar segir þetta aðeins byrjunina í dag og til standi að boða til fleiri mótmæla. Staða launafólks sé að versna, um helmingur þeirra eigi í erfiðleikum með að ná endum saman og ljóst sé að staðan muni halda áfram að versna til mikilla muna. „En síðan verður bara að koma í ljós hvort að fólk sé tilbúið að rísa upp, hvort staðan sé orðin nægilega slæm og fólk sé tilbúið að mæta á svona fundi. Það verður að koma í ljós klukkan tvö í dag.“ Nú er spáð ausandi rigningu, heldurðu að það muni hafa áhrif á mætinguna? „Það hefur ekki áhrif á mig. En mögulega. Ég hvet þá fólk bara til að klæða sig eftir aðstæðum. Það verður hægviðri og þó það verði mögulega einhver smá rigning að láta það ekki á okkur fá. Það er miklu meira í húfi heldur en rigningin.“ „Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Mótmælin í dag snúast að sögn Ragnars fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta frekar undir lífskjaraskerðingu almennings á meðan breiðu bökunum er hlíft. „Við sjáum bankana og gríðarlega háa stýrivexti sem Seðlabankinn hefur dæmt yfir þjóðina,“ segir hann og heldur áfram. „Þessi tilfærsla á fjármunum og eignum sem er að eiga sér stað, við sjáum auknar vaxtatekjur bankanna upp á 25 milljarða ef allt er tekið með. Við gætum byggt 500 hagkvæmar íbúðir fyrir þessa upphæð og þetta er bara á fyrsta ársfjórðungi, þessi aukning. Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur.“ Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir „Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Yfirskrift mótmælanna er RÍSUM UPP. Fram koma Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Magga Stína stýrir fundarstjórn og Valdimar verður með tónlistaratriði. Þá verður Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR einnig með erindi en hann stendur fyrir mótmælunum í dag. Óprúttnir aðilar senda skilaboð um að fundinum sé aflýst Ragnar segist hafa fundið fyrir gríðarlegum meðbyr og að hann eigi von á fjölda fólks í dag. Þó hafi hann heyrt af því að einhverjir óprúttnir aðilar séu að senda skilaboð um að fundinum hafi verið aflýst. „Sem er náttúrulega mjög athyglisvert en það skal tekið fram að fundurinn verður sannarlega og við munum halda okkar striki.“ Hann segist ekki vita hverjir standi að baki skilaboðanna en verið sé að kanna málið og komast til botns í því. „En þetta kemur manni svo sem ekkert á óvart í dag, miðað við hvernig samfélagi við búum í, því miður.“ Ragnar segir þetta aðeins byrjunina í dag og til standi að boða til fleiri mótmæla. Staða launafólks sé að versna, um helmingur þeirra eigi í erfiðleikum með að ná endum saman og ljóst sé að staðan muni halda áfram að versna til mikilla muna. „En síðan verður bara að koma í ljós hvort að fólk sé tilbúið að rísa upp, hvort staðan sé orðin nægilega slæm og fólk sé tilbúið að mæta á svona fundi. Það verður að koma í ljós klukkan tvö í dag.“ Nú er spáð ausandi rigningu, heldurðu að það muni hafa áhrif á mætinguna? „Það hefur ekki áhrif á mig. En mögulega. Ég hvet þá fólk bara til að klæða sig eftir aðstæðum. Það verður hægviðri og þó það verði mögulega einhver smá rigning að láta það ekki á okkur fá. Það er miklu meira í húfi heldur en rigningin.“ „Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Mótmælin í dag snúast að sögn Ragnars fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta frekar undir lífskjaraskerðingu almennings á meðan breiðu bökunum er hlíft. „Við sjáum bankana og gríðarlega háa stýrivexti sem Seðlabankinn hefur dæmt yfir þjóðina,“ segir hann og heldur áfram. „Þessi tilfærsla á fjármunum og eignum sem er að eiga sér stað, við sjáum auknar vaxtatekjur bankanna upp á 25 milljarða ef allt er tekið með. Við gætum byggt 500 hagkvæmar íbúðir fyrir þessa upphæð og þetta er bara á fyrsta ársfjórðungi, þessi aukning. Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur.“
Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir „Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08