„Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. maí 2023 11:34 Ragnar Þór stendur fyrir mótmælum á Austurvelli klukkan 14 í dag. Hann segist ekki ætla að láta rigningu á sig fá, enda sé mun meira í húfi. Vísir/Vilhelm Í dag kemur í ljós hvort fólkið í landinu sé tilbúið að rísa upp og mótmæla því ástandi sem skapast hefur í samfélaginu, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan tvö. Yfirskrift mótmælanna er RÍSUM UPP. Fram koma Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Magga Stína stýrir fundarstjórn og Valdimar verður með tónlistaratriði. Þá verður Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR einnig með erindi en hann stendur fyrir mótmælunum í dag. Óprúttnir aðilar senda skilaboð um að fundinum sé aflýst Ragnar segist hafa fundið fyrir gríðarlegum meðbyr og að hann eigi von á fjölda fólks í dag. Þó hafi hann heyrt af því að einhverjir óprúttnir aðilar séu að senda skilaboð um að fundinum hafi verið aflýst. „Sem er náttúrulega mjög athyglisvert en það skal tekið fram að fundurinn verður sannarlega og við munum halda okkar striki.“ Hann segist ekki vita hverjir standi að baki skilaboðanna en verið sé að kanna málið og komast til botns í því. „En þetta kemur manni svo sem ekkert á óvart í dag, miðað við hvernig samfélagi við búum í, því miður.“ Ragnar segir þetta aðeins byrjunina í dag og til standi að boða til fleiri mótmæla. Staða launafólks sé að versna, um helmingur þeirra eigi í erfiðleikum með að ná endum saman og ljóst sé að staðan muni halda áfram að versna til mikilla muna. „En síðan verður bara að koma í ljós hvort að fólk sé tilbúið að rísa upp, hvort staðan sé orðin nægilega slæm og fólk sé tilbúið að mæta á svona fundi. Það verður að koma í ljós klukkan tvö í dag.“ Nú er spáð ausandi rigningu, heldurðu að það muni hafa áhrif á mætinguna? „Það hefur ekki áhrif á mig. En mögulega. Ég hvet þá fólk bara til að klæða sig eftir aðstæðum. Það verður hægviðri og þó það verði mögulega einhver smá rigning að láta það ekki á okkur fá. Það er miklu meira í húfi heldur en rigningin.“ „Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Mótmælin í dag snúast að sögn Ragnars fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta frekar undir lífskjaraskerðingu almennings á meðan breiðu bökunum er hlíft. „Við sjáum bankana og gríðarlega háa stýrivexti sem Seðlabankinn hefur dæmt yfir þjóðina,“ segir hann og heldur áfram. „Þessi tilfærsla á fjármunum og eignum sem er að eiga sér stað, við sjáum auknar vaxtatekjur bankanna upp á 25 milljarða ef allt er tekið með. Við gætum byggt 500 hagkvæmar íbúðir fyrir þessa upphæð og þetta er bara á fyrsta ársfjórðungi, þessi aukning. Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur.“ Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir „Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Yfirskrift mótmælanna er RÍSUM UPP. Fram koma Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Magga Stína stýrir fundarstjórn og Valdimar verður með tónlistaratriði. Þá verður Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR einnig með erindi en hann stendur fyrir mótmælunum í dag. Óprúttnir aðilar senda skilaboð um að fundinum sé aflýst Ragnar segist hafa fundið fyrir gríðarlegum meðbyr og að hann eigi von á fjölda fólks í dag. Þó hafi hann heyrt af því að einhverjir óprúttnir aðilar séu að senda skilaboð um að fundinum hafi verið aflýst. „Sem er náttúrulega mjög athyglisvert en það skal tekið fram að fundurinn verður sannarlega og við munum halda okkar striki.“ Hann segist ekki vita hverjir standi að baki skilaboðanna en verið sé að kanna málið og komast til botns í því. „En þetta kemur manni svo sem ekkert á óvart í dag, miðað við hvernig samfélagi við búum í, því miður.“ Ragnar segir þetta aðeins byrjunina í dag og til standi að boða til fleiri mótmæla. Staða launafólks sé að versna, um helmingur þeirra eigi í erfiðleikum með að ná endum saman og ljóst sé að staðan muni halda áfram að versna til mikilla muna. „En síðan verður bara að koma í ljós hvort að fólk sé tilbúið að rísa upp, hvort staðan sé orðin nægilega slæm og fólk sé tilbúið að mæta á svona fundi. Það verður að koma í ljós klukkan tvö í dag.“ Nú er spáð ausandi rigningu, heldurðu að það muni hafa áhrif á mætinguna? „Það hefur ekki áhrif á mig. En mögulega. Ég hvet þá fólk bara til að klæða sig eftir aðstæðum. Það verður hægviðri og þó það verði mögulega einhver smá rigning að láta það ekki á okkur fá. Það er miklu meira í húfi heldur en rigningin.“ „Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Mótmælin í dag snúast að sögn Ragnars fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta frekar undir lífskjaraskerðingu almennings á meðan breiðu bökunum er hlíft. „Við sjáum bankana og gríðarlega háa stýrivexti sem Seðlabankinn hefur dæmt yfir þjóðina,“ segir hann og heldur áfram. „Þessi tilfærsla á fjármunum og eignum sem er að eiga sér stað, við sjáum auknar vaxtatekjur bankanna upp á 25 milljarða ef allt er tekið með. Við gætum byggt 500 hagkvæmar íbúðir fyrir þessa upphæð og þetta er bara á fyrsta ársfjórðungi, þessi aukning. Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur.“
Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir „Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08