Skipanir Karls Gauta og Gríms án hæfisnefndar óvanalegar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. maí 2023 07:01 Skipað hefur verið í tólf lögreglustjóraembætti á undanförnum fimm árum. Í tvö skipti hefur verið skipað án hæfisnefndar. Vilhelm Gunnarsson Aðeins í tvígang á fimm árum hefur verið skipað í stöðu lögreglustjóra án þess að hæfisnefnd hafi verið skipuð. Í annað skiptið var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður sem lögreglustjóri Vestmannaeyja. Frá byrjun árs 2017 hefur tólf sinnum verið skipað í lögreglustjórastöður. Það er á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi, Vestmannaeyjum í þrígang, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi og staða ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu. Í öll skiptin nema tvö hefur verið stuðst við hæfisnefnd við skipun. Annars vegar var það skipun Karls Gauta Hjaltasonar sem lögreglustjóra Vestmannaeyja í lok mars á þessu ári. Hins vegar var það ráðning Gríms Hergeirssonar sem lögreglustjóra Suðurlands í janúar síðastliðnum, en hann var áður lögreglustjóri Vestmannaeyja. Umdeild skipun Skipun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Karli Gauta hefur verið umdeild og meðal annars verið gagnrýnd af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. En hún var ein af þeim konum sem klúrt og óviðeigandi tal átti sér stað um á Klausturbar í nóvembermánuði árið 2018. Karl Gauti var þar viðstaddur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra réði Karl Gauta sem lögreglustjóra án aðkomu hæfisnefndar.Vilhelm Gunnarsson „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ sagði Íris á samfélagsmiðlum eftir að skipunin var opinberuð. Karl Gauti segist hins vegar ekki hafa sagt neitt nema góða hluti um Írisi. Ekki skylt að skipa nefnd Dómsmálaráðuneytið sá um umsóknarferlið og byggði lokamat þess á umsóknum, fylgigögnum, viðtölum og fleiru. Að lokinni yfirferð hafi það verið mat ráðuneytisins að Karl Gauti hafi verið hæfastur umsækjenda. Almennt er ekki skylda að skipa hæfisnefnd nema í ákveðnum tilvikum. Svo sem varðandi skipanir í dómaraembætti, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta. Vestmannaeyjar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26 „Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04 „Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Frá byrjun árs 2017 hefur tólf sinnum verið skipað í lögreglustjórastöður. Það er á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi, Vestmannaeyjum í þrígang, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi og staða ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu. Í öll skiptin nema tvö hefur verið stuðst við hæfisnefnd við skipun. Annars vegar var það skipun Karls Gauta Hjaltasonar sem lögreglustjóra Vestmannaeyja í lok mars á þessu ári. Hins vegar var það ráðning Gríms Hergeirssonar sem lögreglustjóra Suðurlands í janúar síðastliðnum, en hann var áður lögreglustjóri Vestmannaeyja. Umdeild skipun Skipun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Karli Gauta hefur verið umdeild og meðal annars verið gagnrýnd af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. En hún var ein af þeim konum sem klúrt og óviðeigandi tal átti sér stað um á Klausturbar í nóvembermánuði árið 2018. Karl Gauti var þar viðstaddur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra réði Karl Gauta sem lögreglustjóra án aðkomu hæfisnefndar.Vilhelm Gunnarsson „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ sagði Íris á samfélagsmiðlum eftir að skipunin var opinberuð. Karl Gauti segist hins vegar ekki hafa sagt neitt nema góða hluti um Írisi. Ekki skylt að skipa nefnd Dómsmálaráðuneytið sá um umsóknarferlið og byggði lokamat þess á umsóknum, fylgigögnum, viðtölum og fleiru. Að lokinni yfirferð hafi það verið mat ráðuneytisins að Karl Gauti hafi verið hæfastur umsækjenda. Almennt er ekki skylda að skipa hæfisnefnd nema í ákveðnum tilvikum. Svo sem varðandi skipanir í dómaraembætti, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta.
Vestmannaeyjar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26 „Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04 „Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26
„Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04
„Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20