Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2023 09:46 „DÍ telur því engar líkur að úrbætur verði á komandi veiðitímabili hvað varðar skilvirkni umræddrar veiðiaðferðar.“ Vísir/Egill Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Ráðherra beri því að stöðva veiðarnar tafarlaust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu DÍ. Þar segir einnig að stjórn félagsins hafi sent ráðherra erindi hvað þetta varðar og vonist til að hagsmunir dýranna verði settir ofan öðrum hagsmunum. „DÍ telur skýrsluna staðfesta að sú tækni sem notuð er við veiðar á stórhvelum í dag geti ekki uppfyllt þau viðmið sem teljast ásættanleg út frá dýravelferð (lög nr. 55/2013 um velferð dýra). Í þessu samhengi skal helst nefna of lágt hlutfall þeirra dýra sem drepst samstundis eða fljótt eða um 67% og sú staðreynd að um 33% dýranna þurfa að heyja langt dauðastríð,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki sé hægt að bera saman skilvirkni aflífunar á dýrum undir stýrðum aðstæðum og á villtum dýrum til veiðar. Líklega sé ekki til nein aflífunaraðferð sem tryggi 100 prósent tafarlaust meðvitundarleysi við hvert dráp en markmiðið hljóti að vera eins nálægt 100 prósent og mögulegt sé. „Því meira sem við fjarlægjumst það markmið bregðumst við um leið þeirri siðferðislegu skyldu okkar að tryggja velferð þeirra dýra sem við nýtum til afurða,“ segir í yfirlýsingunni. Félagið leggur einnig áherslu á að ekki sé hægt að sjá að nein framþróun hafi orðið á þeim aðferðum sem notaðar eru við veiðar á stórhvelum. „DÍ telur því engar líkur að úrbætur verði á komandi veiðitímabili hvað varðar skilvirkni umræddrar veiðiaðferðar og því er ljóst að heimili ráðherra veiðar er um leið verið að samþykkja brot á velferð þessara dýra, þar sem vitað er að hluti þeirra mun alltaf þurfa að líða þjáningar og kvalir af mannavöldum.“ Dýr Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Ráðherra beri því að stöðva veiðarnar tafarlaust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu DÍ. Þar segir einnig að stjórn félagsins hafi sent ráðherra erindi hvað þetta varðar og vonist til að hagsmunir dýranna verði settir ofan öðrum hagsmunum. „DÍ telur skýrsluna staðfesta að sú tækni sem notuð er við veiðar á stórhvelum í dag geti ekki uppfyllt þau viðmið sem teljast ásættanleg út frá dýravelferð (lög nr. 55/2013 um velferð dýra). Í þessu samhengi skal helst nefna of lágt hlutfall þeirra dýra sem drepst samstundis eða fljótt eða um 67% og sú staðreynd að um 33% dýranna þurfa að heyja langt dauðastríð,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki sé hægt að bera saman skilvirkni aflífunar á dýrum undir stýrðum aðstæðum og á villtum dýrum til veiðar. Líklega sé ekki til nein aflífunaraðferð sem tryggi 100 prósent tafarlaust meðvitundarleysi við hvert dráp en markmiðið hljóti að vera eins nálægt 100 prósent og mögulegt sé. „Því meira sem við fjarlægjumst það markmið bregðumst við um leið þeirri siðferðislegu skyldu okkar að tryggja velferð þeirra dýra sem við nýtum til afurða,“ segir í yfirlýsingunni. Félagið leggur einnig áherslu á að ekki sé hægt að sjá að nein framþróun hafi orðið á þeim aðferðum sem notaðar eru við veiðar á stórhvelum. „DÍ telur því engar líkur að úrbætur verði á komandi veiðitímabili hvað varðar skilvirkni umræddrar veiðiaðferðar og því er ljóst að heimili ráðherra veiðar er um leið verið að samþykkja brot á velferð þessara dýra, þar sem vitað er að hluti þeirra mun alltaf þurfa að líða þjáningar og kvalir af mannavöldum.“
Dýr Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira