Arsenal að ganga frá nýjum samningum við lykilleikmenn Aron Guðmundsson skrifar 11. maí 2023 17:01 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hlýtur að vera ánægður með það hversu vel gengur að ganga frá nýjum samningum við helstu leikmenn félagsins. Vísir/Getty Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal hafa haft í nægu að snúast undanfarið. Arsenal hefur verið í toppbáráttu í deildinni allt yfirstandandi tímabil og lykilleikmenn félagsins eru við það að skrifa undir nýja langtímasamninga. The Athletic greinir frá því í dag að Aaron Ramsdale, aðalmarkvörður Arsenal, sé við það að skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið. Ramsdale, sem gekk í raðir Arsenal sumarið 2021, hefur staðið sig frábærlega hjá félaginu og vilja forráðamenn þess verðlauna hann með nýjum samningi. Aaron Ramsdale hefur slegið í gegn hjá Arsenal Vísir/Getty Núgildandi samningur Ramsdale við Arsenal gildir til ársins 2026 og felur í sér ákvæði þess efnis að hægt sé að framlengja hann enn frekar. Forráðamenn Arsenal vilja hins vegar frekar veita Ramdale nýjan samning. Þá hefur stjörnuleikmaður Arsenal, hinn 21 árs gamli Bukayo Saka, einnig samþykkt að skrifa undir nýjan samning hjá félaginu. Bukayo Saka er aðalmaðurinn hjá Skyttunum í ArsenalVísir/Getty Saka hefur verið besti leikmaður Arsenal undanfarin ár og voru farnar að berast sögusagnir þess efni að önnur lið væru farin að horfa hýrum augum til hans. Leikmaðurinn hefur hins vegar ákveðið að semja að nýju við uppeldisfélag sitt en núgildandi samningur hans við félagið á að renna út á næsta ári. Þá samdi brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Martinelli, sem leikið hefur lykilhlutverk í liði Arsenal á yfirstandandi tímabili, að nýju við félagið fyrr á árinu. Gabriel Martinelli hefur nú þegar skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal Vísir/Getty Nýji samningur Martinelli rennur út árið 2028 en þessi 21 árs gamli leikmaður hefur leikið 129 leiki fyrir aðallið Arsenal, skorað 33 mörk og gefið 19 stoðsendingar. Arsenal eru sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Manchester City sem á einnig leik til góða á Skytturnar. Arsenal á eftir að leika þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester City fjóra. Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
The Athletic greinir frá því í dag að Aaron Ramsdale, aðalmarkvörður Arsenal, sé við það að skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið. Ramsdale, sem gekk í raðir Arsenal sumarið 2021, hefur staðið sig frábærlega hjá félaginu og vilja forráðamenn þess verðlauna hann með nýjum samningi. Aaron Ramsdale hefur slegið í gegn hjá Arsenal Vísir/Getty Núgildandi samningur Ramsdale við Arsenal gildir til ársins 2026 og felur í sér ákvæði þess efnis að hægt sé að framlengja hann enn frekar. Forráðamenn Arsenal vilja hins vegar frekar veita Ramdale nýjan samning. Þá hefur stjörnuleikmaður Arsenal, hinn 21 árs gamli Bukayo Saka, einnig samþykkt að skrifa undir nýjan samning hjá félaginu. Bukayo Saka er aðalmaðurinn hjá Skyttunum í ArsenalVísir/Getty Saka hefur verið besti leikmaður Arsenal undanfarin ár og voru farnar að berast sögusagnir þess efni að önnur lið væru farin að horfa hýrum augum til hans. Leikmaðurinn hefur hins vegar ákveðið að semja að nýju við uppeldisfélag sitt en núgildandi samningur hans við félagið á að renna út á næsta ári. Þá samdi brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Martinelli, sem leikið hefur lykilhlutverk í liði Arsenal á yfirstandandi tímabili, að nýju við félagið fyrr á árinu. Gabriel Martinelli hefur nú þegar skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal Vísir/Getty Nýji samningur Martinelli rennur út árið 2028 en þessi 21 árs gamli leikmaður hefur leikið 129 leiki fyrir aðallið Arsenal, skorað 33 mörk og gefið 19 stoðsendingar. Arsenal eru sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Manchester City sem á einnig leik til góða á Skytturnar. Arsenal á eftir að leika þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester City fjóra.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira