Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 11:21 Svandís segist ekki geta afturkallað hvalveiðileyfið en sú ákvörðun er umdeild. Vilhelm Gunnarsson Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. Kristján Þór Júlíusson, þáverandi landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, veitti Hval hf leyfi til veiða á langreyði árið 2019 og gildir það út þetta ár. Svandís hefur sagt að ný eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar gefi tilefni að skoða hvort að leyfið verði endurnýjað á næsta ári en að hún hafi ekki vald til þess að afturkalla það. Í skýrslunni kom meðal annars fram að aflífun sumra hvala tók marga klukkutíma síðasta sumar. Afturköllun leyfisins valdi tjóni „Ákvörðun um sviptingu leyfis til hvalveiðar væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem yrði að eiga sér skýra stoð í lögum. Sú lagaheimild er ekki fyrir hendi hér,“ segir Dúi J. Landmark upplýsingafulltrúi fyrir hönd matvælaráðuneytisins í svari við fyrirspurn Vísis. Í hvalveiðilögum frá árinu 1949 sé ekki fjallað um stjórnsýsluviðurlög, það er sviptingu leyfis. „Gert er ráð því samkvæmt lögunum að brot á ákvæðum laganna varði sektum, upptöku búnaðar eða fangelsi ef sakir eru miklar eða um ítrekuð brot að ræða,“ segir í svarinu. Í stjórnsýslulögum, frá árinu 1993, sé fjallað um heimild til að afturkalla eldri ákvarðanir en þá aðeins að ákvörðun um útgáfu leyfisins sé ógildanleg eða að ákvörðun um afturköllun leyfisins sé ekki til tjóns fyrir aðila. „Hvorugt skilyrðið er uppfyllt í þessu tilviki,“ segir Dúi. Þá geti reglugerð um hvalveiðar, frá árinu 1973, heldur ekki verið grundvöllur viðurlaga því að slíkar ákvarðanir byggja alltaf á lögum. „Einnig má benda á að í ljósi meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar er rétt að skoða fyrst önnur úrræði, svo sem kröfur um úrbætur og aukið eftirlit.“ Áttunda og þriðja grein Í 8. grein leyfisbréfsins segir: „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins.“ Jafn framt í 3. grein: „Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að dýrið aflífist samstundis eða aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum.“ Bjarni Már Magnússon prófessor við Háskólann á Bifröst veltir því upp hvort hvalveiðileyfið sé gallað.Baldur Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann á Bifröst, segir ákvæðin mjög skýr og að ráðherra þurfi að skýra afstöðu sína. Veltir hann þeirri spurningu upp hvort að leyfið sjálft sé gallað. Bagalegt sé ef það er raunin. Matvælastofnun segir í skýrslu sinni að ákvæði laga um velferð dýra hafi ekki verið brotin. Notaðar hafi verið bestu þekktu aðferðir við aðstæður sem þessar. Er því þó velt upp hvort að hvalveiðar geti samræmst dýravelferðarlögum. Verður niðurstöðunni beint til fagráðs um velferð dýra. Ekki má veita ef ekki má afturkalla Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, hefur gagnrýnt ákvörðun Svandísar harðlega og segir að réttur hennar til að afturkalla leyfið sé fyrir hendi. Það hefur ekki breyst eftir að lögfræðilegar skýringar matvælaráðuneytisins eru bornar undir hana. „Það er að mínu mati einfaldlega rangt að ekki sé hægt að afturkalla leyfi Hvals hf. í ljósi þeirra alvarlegu staðreynda sem birtust um ómannúðlegar veiðar í skýrslu MAST,“ segir Katrín. Katrín Oddsdóttir lögmaður Náttúruverndarsamtakanna segir að ef ekki sé hægt að afturkalla leyfið sé ekki hægt að veita það. Bendir hún á að leyfið sé bundið ýmsum efnislegum skilyrðum, eins og áður var nefnt, um snögga aflífun. „MAST skýrslan sýnir að þessu skilyrði er ekki mætt í tilfelli 40 prósent þeirra dýra sem Hvalur hf. veiddi í fyrra,“ segir Katrín. Í 8. greininni sé svo skýr heimild til að afturkalla leyfið. „Ráðuneytið hefur hvergi haldið því fram að skilyrði leyfisbréfsins séu ólögmæt né að leyfisbréfið sé haldið nokkurs konar ágöllum,“ segir Katrín. Skýringar ráðuneytisins gefi það hins vegar í skyn að lagagrundvöllur leyfisins sé umdeildur. „Leyfið byggir á 1. grein laga um hvalveiðar og samsvarandi reglugerðar og ef sú lagastoð er ekki fullnægjandi til þess að skilyrðum leyfisins um sviptingu sé beitt, þá má draga það í efa lögmæti hvalveiðanna yfir höfuð,“ segir hún. Ef ekki sé hægt að afturkalla leyfið sé ekki hægt að veita það. Hvalveiðar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir það ekki satt að hún geti afturkallað leyfið Matvælaráðherra segir það ekki rétt að hún geti afturkallað hvalveiðileyfi Hvals hf. sem er í gildi út þetta ár. Ekki liggur fyrir hvort leyfið verði endurnýjað á næsta ári. 9. maí 2023 20:02 Umbæru aldrei slíka meðferð á öðrum dýrategundum Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að Íslendingar myndu aldrei sætta sig við að aðrar dýrategundir væru látnar sæta sömu meðferð og hvalir eins og lýst er í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar. Ráðherra sé skylt að afturkalla veiðileyfi á grundvelli hennar. 8. maí 2023 20:59 Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, þáverandi landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, veitti Hval hf leyfi til veiða á langreyði árið 2019 og gildir það út þetta ár. Svandís hefur sagt að ný eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar gefi tilefni að skoða hvort að leyfið verði endurnýjað á næsta ári en að hún hafi ekki vald til þess að afturkalla það. Í skýrslunni kom meðal annars fram að aflífun sumra hvala tók marga klukkutíma síðasta sumar. Afturköllun leyfisins valdi tjóni „Ákvörðun um sviptingu leyfis til hvalveiðar væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem yrði að eiga sér skýra stoð í lögum. Sú lagaheimild er ekki fyrir hendi hér,“ segir Dúi J. Landmark upplýsingafulltrúi fyrir hönd matvælaráðuneytisins í svari við fyrirspurn Vísis. Í hvalveiðilögum frá árinu 1949 sé ekki fjallað um stjórnsýsluviðurlög, það er sviptingu leyfis. „Gert er ráð því samkvæmt lögunum að brot á ákvæðum laganna varði sektum, upptöku búnaðar eða fangelsi ef sakir eru miklar eða um ítrekuð brot að ræða,“ segir í svarinu. Í stjórnsýslulögum, frá árinu 1993, sé fjallað um heimild til að afturkalla eldri ákvarðanir en þá aðeins að ákvörðun um útgáfu leyfisins sé ógildanleg eða að ákvörðun um afturköllun leyfisins sé ekki til tjóns fyrir aðila. „Hvorugt skilyrðið er uppfyllt í þessu tilviki,“ segir Dúi. Þá geti reglugerð um hvalveiðar, frá árinu 1973, heldur ekki verið grundvöllur viðurlaga því að slíkar ákvarðanir byggja alltaf á lögum. „Einnig má benda á að í ljósi meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar er rétt að skoða fyrst önnur úrræði, svo sem kröfur um úrbætur og aukið eftirlit.“ Áttunda og þriðja grein Í 8. grein leyfisbréfsins segir: „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins.“ Jafn framt í 3. grein: „Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að dýrið aflífist samstundis eða aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum.“ Bjarni Már Magnússon prófessor við Háskólann á Bifröst veltir því upp hvort hvalveiðileyfið sé gallað.Baldur Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann á Bifröst, segir ákvæðin mjög skýr og að ráðherra þurfi að skýra afstöðu sína. Veltir hann þeirri spurningu upp hvort að leyfið sjálft sé gallað. Bagalegt sé ef það er raunin. Matvælastofnun segir í skýrslu sinni að ákvæði laga um velferð dýra hafi ekki verið brotin. Notaðar hafi verið bestu þekktu aðferðir við aðstæður sem þessar. Er því þó velt upp hvort að hvalveiðar geti samræmst dýravelferðarlögum. Verður niðurstöðunni beint til fagráðs um velferð dýra. Ekki má veita ef ekki má afturkalla Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, hefur gagnrýnt ákvörðun Svandísar harðlega og segir að réttur hennar til að afturkalla leyfið sé fyrir hendi. Það hefur ekki breyst eftir að lögfræðilegar skýringar matvælaráðuneytisins eru bornar undir hana. „Það er að mínu mati einfaldlega rangt að ekki sé hægt að afturkalla leyfi Hvals hf. í ljósi þeirra alvarlegu staðreynda sem birtust um ómannúðlegar veiðar í skýrslu MAST,“ segir Katrín. Katrín Oddsdóttir lögmaður Náttúruverndarsamtakanna segir að ef ekki sé hægt að afturkalla leyfið sé ekki hægt að veita það. Bendir hún á að leyfið sé bundið ýmsum efnislegum skilyrðum, eins og áður var nefnt, um snögga aflífun. „MAST skýrslan sýnir að þessu skilyrði er ekki mætt í tilfelli 40 prósent þeirra dýra sem Hvalur hf. veiddi í fyrra,“ segir Katrín. Í 8. greininni sé svo skýr heimild til að afturkalla leyfið. „Ráðuneytið hefur hvergi haldið því fram að skilyrði leyfisbréfsins séu ólögmæt né að leyfisbréfið sé haldið nokkurs konar ágöllum,“ segir Katrín. Skýringar ráðuneytisins gefi það hins vegar í skyn að lagagrundvöllur leyfisins sé umdeildur. „Leyfið byggir á 1. grein laga um hvalveiðar og samsvarandi reglugerðar og ef sú lagastoð er ekki fullnægjandi til þess að skilyrðum leyfisins um sviptingu sé beitt, þá má draga það í efa lögmæti hvalveiðanna yfir höfuð,“ segir hún. Ef ekki sé hægt að afturkalla leyfið sé ekki hægt að veita það.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir það ekki satt að hún geti afturkallað leyfið Matvælaráðherra segir það ekki rétt að hún geti afturkallað hvalveiðileyfi Hvals hf. sem er í gildi út þetta ár. Ekki liggur fyrir hvort leyfið verði endurnýjað á næsta ári. 9. maí 2023 20:02 Umbæru aldrei slíka meðferð á öðrum dýrategundum Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að Íslendingar myndu aldrei sætta sig við að aðrar dýrategundir væru látnar sæta sömu meðferð og hvalir eins og lýst er í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar. Ráðherra sé skylt að afturkalla veiðileyfi á grundvelli hennar. 8. maí 2023 20:59 Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Segir það ekki satt að hún geti afturkallað leyfið Matvælaráðherra segir það ekki rétt að hún geti afturkallað hvalveiðileyfi Hvals hf. sem er í gildi út þetta ár. Ekki liggur fyrir hvort leyfið verði endurnýjað á næsta ári. 9. maí 2023 20:02
Umbæru aldrei slíka meðferð á öðrum dýrategundum Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að Íslendingar myndu aldrei sætta sig við að aðrar dýrategundir væru látnar sæta sömu meðferð og hvalir eins og lýst er í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar. Ráðherra sé skylt að afturkalla veiðileyfi á grundvelli hennar. 8. maí 2023 20:59
Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01