Engin skilyrði eru um hlutfallslega þátttöku í atkvæðagreiðslunni upp á gildi hennar en 66 prósent þeirra sem greiða atkvæði þurfa að samþykkja úrsögninga til þess að hún taki gildi. Atkvæðagreiðslan hefur staðið yfir í viku og fer fram rafrænt en félagsmönnum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði á pappír.

Reiknað er með að úrslit atkvæðagreiðslunnar liggi fyrir á milli klukkan hálf fjögur og fjögur í dag. Nítján stéttarfélög eru aðilar að Starfsgreinasambandinu og er Efling fjölmennasta félagið, með 28 þúsund félagsmenn af 72.000 félagsmönnum sambandsins.
Á árum áður lá aðild einstakra stéttarfélaga að Alþýðusambandinu í gegnum landssambönd stéttarfélaga. Lögum ASÍ var hins vegar breytt árið 2011 þannig að stéttarfélög geta átt beina aðild að ASÍ. Samþykki félagsmenn Eflingar að yfirgefa Starfsmannasambandið hefur það því ekki áhrif á aðild Eflingar að ASÍ.
Ekki er búist við mikilli þátttöku í atkvæðagreiðslunni sem hófst á fimmtudag fyrir viku hinn 4. maí. Atkvæðagreiðslan var boðuð með samþykki stjórnar, trúnaðarráðs og félagsfundar sem haldinn var hinn 24. apríl síðast liðinn.