„Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. maí 2023 23:01 Björgvin Páll hefur mætt Ungverjalandi oftar en góðu hófi gegnir. Vísir/Vilhelm „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. Fyrr í dag komu riðlar mótsins í ljós og mun Ísland leika í C-riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Björgvin Páll segir íslenska liðið ekki smeykt við neitt lið og reiknar með því að það verði mikið af fólki og mikil læti. „Lið sem við þekkjum vel frá síðustu mótum. Í svona móti er enginn draumariðill en ég held að dauðariðill sé aldrei draumariðill.“ Ungverjaland er með okkur í riðli en flestir Íslendingar vilja gleyma leiknum við Ungverjaland á HM í janúar fyrr á þessu ári. „Held ég hafi spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi þannig það er alltaf gaman. Geggjuð þjóð að mæta og við höfum barist í gegnum árin. Verðugur andstæðingur og það sem er mest spennandi í þessu að öll liðin eru svipað góð eða aðeins fyrir neðan okkur.“ „Við teljum okkur vera með besta liðið þarna og þá getum við ekki verið að kvarta yfir einhverjum mótherjum. Hvað þá á EM sem er sterkasta mótið, við erum klárir í allt.“ „Klárlega, þeir hefndu fyrir tapið þar á undan á móti okkur þannig eigum við ekki að segja að við skiptumst bara á,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort Ísland ætlaði sér ekki að hefna fyrir tapið á HM. Ólympíu-umspil í húfi Ef rýnt er í kristalkúluna og horft er fram veginn á mótinu þá bíður ógnarsterkur milliriðill Íslands. Þar verða að öllum líkindum þjóðir á borð við Frakkland, Króatía, Spánn og þar fram eftir götunum. „Við teljum okkur það góða að við getum alveg staðið í þessum liðum. Erum ekkert litlir í okkur, viljum vera topp 10 í heiminum hverju sinni og reynum alltaf að fara sem lengst á stórmótum. Það sem er öðruvísi við þetta mót er að það er Ólympíu-umspil í húfi líka.“ Klippa: Björgvin Páll um riðil Íslands á EM 2024 Ekki enn búið að ráða þjálfara „Skrítin staða en auðvitað er langt í mót, átta mánuðir frá deginum í dag í fyrsta leik. Maður er mjög spenntur að mæta á æfingu á morgun fyrir bæði Val og einnig fyrir landsliðið því maður í þessu sporti - og hefur verið – fyrir akkúrat þessi móment.“ Viðtalið við Björgvin Pál má sjá í heild sinni hér að ofan. Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Fyrr í dag komu riðlar mótsins í ljós og mun Ísland leika í C-riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Björgvin Páll segir íslenska liðið ekki smeykt við neitt lið og reiknar með því að það verði mikið af fólki og mikil læti. „Lið sem við þekkjum vel frá síðustu mótum. Í svona móti er enginn draumariðill en ég held að dauðariðill sé aldrei draumariðill.“ Ungverjaland er með okkur í riðli en flestir Íslendingar vilja gleyma leiknum við Ungverjaland á HM í janúar fyrr á þessu ári. „Held ég hafi spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi þannig það er alltaf gaman. Geggjuð þjóð að mæta og við höfum barist í gegnum árin. Verðugur andstæðingur og það sem er mest spennandi í þessu að öll liðin eru svipað góð eða aðeins fyrir neðan okkur.“ „Við teljum okkur vera með besta liðið þarna og þá getum við ekki verið að kvarta yfir einhverjum mótherjum. Hvað þá á EM sem er sterkasta mótið, við erum klárir í allt.“ „Klárlega, þeir hefndu fyrir tapið þar á undan á móti okkur þannig eigum við ekki að segja að við skiptumst bara á,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort Ísland ætlaði sér ekki að hefna fyrir tapið á HM. Ólympíu-umspil í húfi Ef rýnt er í kristalkúluna og horft er fram veginn á mótinu þá bíður ógnarsterkur milliriðill Íslands. Þar verða að öllum líkindum þjóðir á borð við Frakkland, Króatía, Spánn og þar fram eftir götunum. „Við teljum okkur það góða að við getum alveg staðið í þessum liðum. Erum ekkert litlir í okkur, viljum vera topp 10 í heiminum hverju sinni og reynum alltaf að fara sem lengst á stórmótum. Það sem er öðruvísi við þetta mót er að það er Ólympíu-umspil í húfi líka.“ Klippa: Björgvin Páll um riðil Íslands á EM 2024 Ekki enn búið að ráða þjálfara „Skrítin staða en auðvitað er langt í mót, átta mánuðir frá deginum í dag í fyrsta leik. Maður er mjög spenntur að mæta á æfingu á morgun fyrir bæði Val og einnig fyrir landsliðið því maður í þessu sporti - og hefur verið – fyrir akkúrat þessi móment.“ Viðtalið við Björgvin Pál má sjá í heild sinni hér að ofan.
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira