Viðbrögð Gunnars eftir súra upplifun séu aðdáunarverð: „Takk Gunnar“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2023 15:01 Kristinn Óskarsson (til hægri) er ánægður með það hvernig Gunnar Magnússon (til vinstri), þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta, kom frá sér gagnrýni á störf dómara í leik liðsins gegn Haukum á dögunum Vísir/Samsett mynd Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson þakkar Gunnar Magnússyni, þjálfara karlaliðs Aftureldingar í handbolta fyrir yfirvegaða og sanngjarna gagnrýni hans á störf dómara í leik Aftureldingar og Hauka í Olís deild karla á dögunum. Kristinn ritar í dag pistil sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Facebook og ber nafnið „Að gagnrýna dómara og störf þeirra.“ Pistilinn ritar Kristinn í kjölfar viðtals sem tekið var við Gunnar Magnússon, þjálfara Hauka í útsendingu Stöðvar 2 Sport eftir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitakeppni Olís deildarinnar í handbolta. Í viðtalinu átti Gunnar mjög erfitt með sig eftir umdeildan endi á öðrum leik liðanna í umræddri úrslitakeppni en leiknum lauk með eins marks sigri Hauka sem náðu um leið að jafna einvígið gegn Aftureldingu. Haukar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins en í aðdraganda marksins mátti klárlega sjá að brotið var á leikmanni Aftureldingar, eitthvað sem fór fram hjá dómurum leiksins. „Ég held að það sjái það allir í húsinu að auðvitað var þetta vara fríkast,“ sagði Gunnar í viðtalinu og bætti við: „Auðvitað hljóta dómararnir að vera svekktastir af öllum hérna og svekktari en við. Horfðu bara á þetta. Guð minn almáttugur.“ „Dómarar þrá faglega gagnrýni“ Viðtalið við Gunnar vakti athygli hjá Kristni Óskarssyni, einum reynslumesta körfuknattleiksdómara landsins og tjáir hann sig um það í pistli á Facebook. „Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt að dómarar bregðist illa við gagnrýni, að þeir þoli hana illa og vilji hana ekki. "Það má ekki gagnrýna dómara!". Þetta er frasinn. Fátt er meira fjarri sanni,“ skrifar Kristinn í pistli sínum. Kristinn Óskarsson að störfum sem dómari. Hér ræðir hann við Helga Magnússon, þjálfara KR.Vísir/Vilhelm Kristinn segir dómara þrá faglega gagnrýni, gagnrýni sem byggi á þekkingu og greiningu og hafi þann tilgang að bjóða upp á lærdóm, visku og þroska. „Þjálfarar eru ráðnir til að ná árangri í íþróttum og gæta hagsmuna síns liðs. Hámarka sigurlíkur. Það er því innbundið í kerfið að þeir verða reglulega fyrir vonbrigðum með að ná ekki fram markmiðum sínum. Oftast er það vegna þess að andstæðingurinn var betri, amk í þessum leik.“ Svo geti ýmis óvænt atvik, eins og meiðsli og forföll sett strik í reikninginn. „Að maður tali nú ekki um þjálfunina, undirbúninginn, liðsuppstillingu, taktík, skiptingar og annað sem þjálfarinn ber ábyrgð á og getur farið úrskeiðis. Og svo dómgæslan.“ Yfirvegun og sanngirni Gunnars sé aðdáunarverð Mistök dómara séu viðurkenndur hluti af leiknum. „Alveg þangað til okkar eigið lið ber skarðan hlut frá borði. Þá eru þau óásættanleg og ýmsar hugsanir sækja á. Ekki alltaf allar fallegar. Mistök dómara hafa þann leiða fylgifisk að bitna á öðru liðinu (jafnast út yfir tíma vonar fólk).“ Gunnar Magnússon á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Og snýr Kristinn sér þá að viðtalinu við Gunnar Magnússon. „Hann er sannfærður um að dómarar hafi gert mistök sem mögulega höfðu áhrif á úrslit leiks. En yfirvegun hans og sanngirni þegar hann nálgast efnið er aðdáunarverð. Gagnrýnin er skýr og hann sendir ábyrgðina þangað sem hann telur hana eiga heima. Hann má það.“ Það megi allir hafa skoðun á dómgæslu. „Það má fjalla um dómgæslu þegar upp á vantar. Það er bara hægt að gera það með reisn og virðingu. Takk Gunnar (þekki manninn ekkert).“ Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15 Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Kristinn ritar í dag pistil sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Facebook og ber nafnið „Að gagnrýna dómara og störf þeirra.“ Pistilinn ritar Kristinn í kjölfar viðtals sem tekið var við Gunnar Magnússon, þjálfara Hauka í útsendingu Stöðvar 2 Sport eftir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitakeppni Olís deildarinnar í handbolta. Í viðtalinu átti Gunnar mjög erfitt með sig eftir umdeildan endi á öðrum leik liðanna í umræddri úrslitakeppni en leiknum lauk með eins marks sigri Hauka sem náðu um leið að jafna einvígið gegn Aftureldingu. Haukar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins en í aðdraganda marksins mátti klárlega sjá að brotið var á leikmanni Aftureldingar, eitthvað sem fór fram hjá dómurum leiksins. „Ég held að það sjái það allir í húsinu að auðvitað var þetta vara fríkast,“ sagði Gunnar í viðtalinu og bætti við: „Auðvitað hljóta dómararnir að vera svekktastir af öllum hérna og svekktari en við. Horfðu bara á þetta. Guð minn almáttugur.“ „Dómarar þrá faglega gagnrýni“ Viðtalið við Gunnar vakti athygli hjá Kristni Óskarssyni, einum reynslumesta körfuknattleiksdómara landsins og tjáir hann sig um það í pistli á Facebook. „Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt að dómarar bregðist illa við gagnrýni, að þeir þoli hana illa og vilji hana ekki. "Það má ekki gagnrýna dómara!". Þetta er frasinn. Fátt er meira fjarri sanni,“ skrifar Kristinn í pistli sínum. Kristinn Óskarsson að störfum sem dómari. Hér ræðir hann við Helga Magnússon, þjálfara KR.Vísir/Vilhelm Kristinn segir dómara þrá faglega gagnrýni, gagnrýni sem byggi á þekkingu og greiningu og hafi þann tilgang að bjóða upp á lærdóm, visku og þroska. „Þjálfarar eru ráðnir til að ná árangri í íþróttum og gæta hagsmuna síns liðs. Hámarka sigurlíkur. Það er því innbundið í kerfið að þeir verða reglulega fyrir vonbrigðum með að ná ekki fram markmiðum sínum. Oftast er það vegna þess að andstæðingurinn var betri, amk í þessum leik.“ Svo geti ýmis óvænt atvik, eins og meiðsli og forföll sett strik í reikninginn. „Að maður tali nú ekki um þjálfunina, undirbúninginn, liðsuppstillingu, taktík, skiptingar og annað sem þjálfarinn ber ábyrgð á og getur farið úrskeiðis. Og svo dómgæslan.“ Yfirvegun og sanngirni Gunnars sé aðdáunarverð Mistök dómara séu viðurkenndur hluti af leiknum. „Alveg þangað til okkar eigið lið ber skarðan hlut frá borði. Þá eru þau óásættanleg og ýmsar hugsanir sækja á. Ekki alltaf allar fallegar. Mistök dómara hafa þann leiða fylgifisk að bitna á öðru liðinu (jafnast út yfir tíma vonar fólk).“ Gunnar Magnússon á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Og snýr Kristinn sér þá að viðtalinu við Gunnar Magnússon. „Hann er sannfærður um að dómarar hafi gert mistök sem mögulega höfðu áhrif á úrslit leiks. En yfirvegun hans og sanngirni þegar hann nálgast efnið er aðdáunarverð. Gagnrýnin er skýr og hann sendir ábyrgðina þangað sem hann telur hana eiga heima. Hann má það.“ Það megi allir hafa skoðun á dómgæslu. „Það má fjalla um dómgæslu þegar upp á vantar. Það er bara hægt að gera það með reisn og virðingu. Takk Gunnar (þekki manninn ekkert).“
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15 Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15