Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2023 12:12 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika; líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni er bent á að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir mjög líklegt að verið sé að stunda njósnir á Íslandi. „Það hefur verið aukning í tilkynningum hvað þetta varðar. Um erlenda ríkisborgara sem hafa komið hingað til lands og það eru fleiri mál núna í skoðun hvað þetta varðar heldur en hafa verið undanfarin ár.“ Þá erlendir ríkisborgarar sem eru að koma hingað til lands beinlínis til að stunda njósnir? „Já við erum með nokkur þannig mál í skoðun hjá okkur,“ segir Runólfur. Aðspurður hvort grunur leiki á því að meintir njósnarar séu á vegum Rússa segist hann einungis geta staðfest að um erlenda ríkisborgara sé að ræða. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að mörg hundruð rússneskum sendiráðsmönnum hafi verið brottvísað frá Vesturlöndum vegna gruns um njósnir eða tenginga við ólöglega upplýsingaöflun. Þetta hafi skert hefðbundna getu Rússa til njósnastarfsemi í viðkomandi löndum og að rússnesk stjórnvöld séu reiðibúin að taka meiri áhættu við ólöglega upplýsingaöflun. Jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jens Stoltenbeg framkvæmdastjóri NATO. Njósnirnar eru meðal annars sagðar geta beinst að pólitískum ákvörðunum er tengjast NATO.Getty Images/Dursun Aydemir Grunur leikur á um að njósnirnar hér á landi beinist að ýmsum hliðum samfélagsins. „Það eru helst ýmiss konar pólitískar ákvarðanir sem tengjast veru okkar til dæmis í NATO. Það eru ýmsar byggingar hér sem við rekum í NATO samstarfinu. Það getur verið þekking og rannsóknir, bæði hjá einkafyrirtækjum, stofnunum og í háskólasamfélaginu. Það eru ýmsar upplýsingar sem er verið að leita eftir.“ Runólfur segir þessi mál lenda á borði greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem setji þau svo eftir atvikum í rannsókn. Málin sem nú eru til skoðunar eru enn ekki komin á stig sakamálarannsóknar. Í skýrslunni segir að geta íslenskra stjórnvalda til að uppgötva og koma í veg fyrir njósnir takmarkaða. Rúnólfur telur að enduskoða megi úrræði til að mæta þeim og öðrum fjölþáttaógnum í ljósi stigvaxandi hættu. „Það er hægt að fara yfir löggjöfina, styrkja lagalegar heimildir, skoða hvaða stofnanir eru að sinna þessum málum og styrkja þær með auknu fjármagni, auknum mannskap og tækjabúnaði,“ segir Runólfur. NATO Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika; líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni er bent á að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir mjög líklegt að verið sé að stunda njósnir á Íslandi. „Það hefur verið aukning í tilkynningum hvað þetta varðar. Um erlenda ríkisborgara sem hafa komið hingað til lands og það eru fleiri mál núna í skoðun hvað þetta varðar heldur en hafa verið undanfarin ár.“ Þá erlendir ríkisborgarar sem eru að koma hingað til lands beinlínis til að stunda njósnir? „Já við erum með nokkur þannig mál í skoðun hjá okkur,“ segir Runólfur. Aðspurður hvort grunur leiki á því að meintir njósnarar séu á vegum Rússa segist hann einungis geta staðfest að um erlenda ríkisborgara sé að ræða. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að mörg hundruð rússneskum sendiráðsmönnum hafi verið brottvísað frá Vesturlöndum vegna gruns um njósnir eða tenginga við ólöglega upplýsingaöflun. Þetta hafi skert hefðbundna getu Rússa til njósnastarfsemi í viðkomandi löndum og að rússnesk stjórnvöld séu reiðibúin að taka meiri áhættu við ólöglega upplýsingaöflun. Jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jens Stoltenbeg framkvæmdastjóri NATO. Njósnirnar eru meðal annars sagðar geta beinst að pólitískum ákvörðunum er tengjast NATO.Getty Images/Dursun Aydemir Grunur leikur á um að njósnirnar hér á landi beinist að ýmsum hliðum samfélagsins. „Það eru helst ýmiss konar pólitískar ákvarðanir sem tengjast veru okkar til dæmis í NATO. Það eru ýmsar byggingar hér sem við rekum í NATO samstarfinu. Það getur verið þekking og rannsóknir, bæði hjá einkafyrirtækjum, stofnunum og í háskólasamfélaginu. Það eru ýmsar upplýsingar sem er verið að leita eftir.“ Runólfur segir þessi mál lenda á borði greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem setji þau svo eftir atvikum í rannsókn. Málin sem nú eru til skoðunar eru enn ekki komin á stig sakamálarannsóknar. Í skýrslunni segir að geta íslenskra stjórnvalda til að uppgötva og koma í veg fyrir njósnir takmarkaða. Rúnólfur telur að enduskoða megi úrræði til að mæta þeim og öðrum fjölþáttaógnum í ljósi stigvaxandi hættu. „Það er hægt að fara yfir löggjöfina, styrkja lagalegar heimildir, skoða hvaða stofnanir eru að sinna þessum málum og styrkja þær með auknu fjármagni, auknum mannskap og tækjabúnaði,“ segir Runólfur.
NATO Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira