Handbolti

Guð­­mundur full­viss um að á­­kvörðun sín hafi verið sú rétta í stöðunni

Aron Guðmundsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta og núverandi þjálfari Federicia
Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta og núverandi þjálfari Federicia EPA-EFE/Khaled Elfiqi

Guð­­mundur Guð­­munds­­son, þjálfari Federicia sem spilar í efstu deild Dan­­merkur í hand­bolta, segist full­viss um að á­­kvörðun sín að taka ekki leik­hlé á loka­andar­tökum mikil­­vægs leiks gegn GOG á dögunum, hafi verið sú rétta í stöðunni.

Um var að ræða al­­gjöran toppslag í úr­­slita­­keppni dönsku úr­­vals­­deildarinnar sem endaði að lokum með jafn­tefli en læri­­sveinar Guð­­mundar hjá Federicia voru einu marki yfir, 33-32, þegar rúmar tíu sekúndur eftir lifðu leiks.

GOG hélt fram í sókn og þegar að rúmar fimm sekúndur voru eftir af leik­tímanum kom Simon Pytlick boltanum í netið og jafnaði leikinn, 33-33.

Guð­mundur Guð­munds­son átti inni leik­hlé á þessari stundu en hann kaus að taka það ekki, á­kvörðun sem fjöl­miðlar ytra hafa velt mikið fyrir sér.

„Ég kaus að gera þetta svona af því að þeir voru að spila 7 á móti 6 á okkur. Við hefðum geta skorað í autt markið,“ sagði Guð­mundur um á­kvörðun sína í sam­tali við TV2 Sport. „Það hefði verið illa gert að reyna ekki að nýta sér það. Við vorum ná­lægt því að láta þetta ganga upp.“

Planið hafi verið að keyra hraða miðju á GOG og freista þess að koma boltanum í autt markið og stela þar með sigrinum. Lasse Balstad, leik­maður GOG, var hins vegar fljótur að átta sig og tókst að koma í veg fyrir að skot Federicia endaði í netinu.

„Þeir skoruðu fimm sekúndum fyrir leiks­lok og þá höfum við lítinn tíma til þess að bregðast við. Þetta var það sem við ætluðum okkur og ég er viss um að það hafi verið það besta í stöðunni.“

Sigur hefði tryggt Federicia sæti í undan­úr­slitum dönsku úr­vals­deildarinnar. Þó svo að það hafi ekki náðst í þessari um­ferð stendur liðið vel að vígi fyrir síðustu um­ferðina í 2. sæti B-riðils. 

Jafn­tefli í loka­leiknum, sem er útileikur gegn Skanderborg, tryggir læri­sveinum Guð­mundar sæti í undan­úr­slitum.

„Ör­lögin eru í okkar höndum, það er gott að vita af því,“ sagði Guð­mundur sem er mjög stoltur af leik­mönnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×