Guðmundur fullviss um að ákvörðun sín hafi verið sú rétta í stöðunni Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2023 11:30 Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta og núverandi þjálfari Federicia EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Federicia sem spilar í efstu deild Danmerkur í handbolta, segist fullviss um að ákvörðun sín að taka ekki leikhlé á lokaandartökum mikilvægs leiks gegn GOG á dögunum, hafi verið sú rétta í stöðunni. Um var að ræða algjöran toppslag í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar sem endaði að lokum með jafntefli en lærisveinar Guðmundar hjá Federicia voru einu marki yfir, 33-32, þegar rúmar tíu sekúndur eftir lifðu leiks. GOG hélt fram í sókn og þegar að rúmar fimm sekúndur voru eftir af leiktímanum kom Simon Pytlick boltanum í netið og jafnaði leikinn, 33-33. Guðmundur Guðmundsson átti inni leikhlé á þessari stundu en hann kaus að taka það ekki, ákvörðun sem fjölmiðlar ytra hafa velt mikið fyrir sér. GOG 33-33 Fredericia HKAnother dramatic match from the Danish playoff. FHK was so close to secure the semifinal spot - but nothing decided before the last round! : TV2 Play#handball pic.twitter.com/wyq1NBioB5— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 7, 2023 „Ég kaus að gera þetta svona af því að þeir voru að spila 7 á móti 6 á okkur. Við hefðum geta skorað í autt markið,“ sagði Guðmundur um ákvörðun sína í samtali við TV2 Sport. „Það hefði verið illa gert að reyna ekki að nýta sér það. Við vorum nálægt því að láta þetta ganga upp.“ Planið hafi verið að keyra hraða miðju á GOG og freista þess að koma boltanum í autt markið og stela þar með sigrinum. Lasse Balstad, leikmaður GOG, var hins vegar fljótur að átta sig og tókst að koma í veg fyrir að skot Federicia endaði í netinu. „Þeir skoruðu fimm sekúndum fyrir leikslok og þá höfum við lítinn tíma til þess að bregðast við. Þetta var það sem við ætluðum okkur og ég er viss um að það hafi verið það besta í stöðunni.“ Sigur hefði tryggt Federicia sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar. Þó svo að það hafi ekki náðst í þessari umferð stendur liðið vel að vígi fyrir síðustu umferðina í 2. sæti B-riðils. Jafntefli í lokaleiknum, sem er útileikur gegn Skanderborg, tryggir lærisveinum Guðmundar sæti í undanúrslitum. „Örlögin eru í okkar höndum, það er gott að vita af því,“ sagði Guðmundur sem er mjög stoltur af leikmönnum sínum. Danski handboltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Um var að ræða algjöran toppslag í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar sem endaði að lokum með jafntefli en lærisveinar Guðmundar hjá Federicia voru einu marki yfir, 33-32, þegar rúmar tíu sekúndur eftir lifðu leiks. GOG hélt fram í sókn og þegar að rúmar fimm sekúndur voru eftir af leiktímanum kom Simon Pytlick boltanum í netið og jafnaði leikinn, 33-33. Guðmundur Guðmundsson átti inni leikhlé á þessari stundu en hann kaus að taka það ekki, ákvörðun sem fjölmiðlar ytra hafa velt mikið fyrir sér. GOG 33-33 Fredericia HKAnother dramatic match from the Danish playoff. FHK was so close to secure the semifinal spot - but nothing decided before the last round! : TV2 Play#handball pic.twitter.com/wyq1NBioB5— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 7, 2023 „Ég kaus að gera þetta svona af því að þeir voru að spila 7 á móti 6 á okkur. Við hefðum geta skorað í autt markið,“ sagði Guðmundur um ákvörðun sína í samtali við TV2 Sport. „Það hefði verið illa gert að reyna ekki að nýta sér það. Við vorum nálægt því að láta þetta ganga upp.“ Planið hafi verið að keyra hraða miðju á GOG og freista þess að koma boltanum í autt markið og stela þar með sigrinum. Lasse Balstad, leikmaður GOG, var hins vegar fljótur að átta sig og tókst að koma í veg fyrir að skot Federicia endaði í netinu. „Þeir skoruðu fimm sekúndum fyrir leikslok og þá höfum við lítinn tíma til þess að bregðast við. Þetta var það sem við ætluðum okkur og ég er viss um að það hafi verið það besta í stöðunni.“ Sigur hefði tryggt Federicia sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar. Þó svo að það hafi ekki náðst í þessari umferð stendur liðið vel að vígi fyrir síðustu umferðina í 2. sæti B-riðils. Jafntefli í lokaleiknum, sem er útileikur gegn Skanderborg, tryggir lærisveinum Guðmundar sæti í undanúrslitum. „Örlögin eru í okkar höndum, það er gott að vita af því,“ sagði Guðmundur sem er mjög stoltur af leikmönnum sínum.
Danski handboltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira