Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 27-23 | Eyjakonur í úrslit eftir sigur í framlengdum oddaleik Einar Kárason skrifar 9. maí 2023 21:16 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var eins og svo oft áður markahæst í liði ÍBV. VÍSIR/HULDA MARGRÉT ÍBV er á leið í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna eftir nauman fjögurra marka sigur gegn Haukum í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur 27-23 eftir framlengdan leik, en ÍBV mætir Val í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Spennustigið var uppi í skýjunum í upphafi leiks en bæði lið fóru illa með fín færi. ÍBV skoraði úr sinni fyrstu sókn á fyrstu mínútu en Haukar jöfnuðu eftir fimm mínútna leik. Markverðir beggja liða voru í góðum gír og sáu til þess að mörkin yrðu ekki fleiri. Eftir að stíflan brast loksins keyrðu liðin upp hraðan í leiknum og áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn. Eftir stundarfjórðung var staðan 5-7, gestunum í vil en Eyjastúlkur skoruðu næstu þrjú mörk og komust yfir á ný. Þá var komið að Hafnfirðingum að skora þrjú í röð. ÍBV átti næsta leik, og skoruðu næstu þrjú mörk. Lygilegt. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 12-11, heimastúlkum í vil. Fyrri hálfleikurinn var leikinn á svo geysilegum hraða að hann leið hjá á augnabliki. Sjö leikmenn gestanna komust á blað og var Elín Klara Þorkelsdóttir markahæst með þrjú mörk. Hjá ÍBV var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæst eftir fyrri þrjátíu með fimm mörk, Elísa Elíasdóttir með fjögur og aðrar minna eða ekkert. Síðari hálfleikurinn fór betur af stað en sá fyrri en liðin skiptust á að koma boltanum í netið. ÍBV leiddi með einu til tveimur mörkum fyrri hluta síðari hálfleiks en þegar hálfleikurinn var hálfnaður jöfnuðu Haukastúlkur metin í 18-18 og komust því næst yfir. ÍBV jafnaði í næstu sókn en við tók markaþurrð hjá báðum liðum. Liðin fóru illa með góð færi og góðar stöður og ekki var skoraði mark í um sjö mínútur eða þar til gestirnir brutu loks ísinn. Bæði lið skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en flautað var til leiksloka sem þýddi að staðan í lok venjulegs leiktíma var 22-22 og því varð að grípa til framlengingar. ÍBV komst yfir í framlengingunni en vörn og markvarsla liðsins stóð vaktina vel. Eyjaliðið hélt hreinu fyrri hluta framlengingar ásamt því að skora þrjú mörk. Staðan 25-22 eftir fyrri fimm mínúturnar og leikurinn í höndum heimaliðsins. Haukum tókst loks að skora í upphafi síðari fimm mínútnanna en það reyndist lokamark þeirra í leiknum. ÍBV skoraði tvö til viðbótar og gulltryggðu frábæran sigur í stórkostlegum leik í þessu einstaka einvígi. Af hverju vann ÍBV? Liðin skiptust á að eiga ,,mínútur” í leiknum. Skiptust á að leiða og elta en þegar komið var í framlengingu var Eyjaliðið sterkara og áttu Haukarnir í stökustu vandræðum með að koma boltanum í netið. Lítið skildi liðin að í sextíu mínútur en ÍBV sóttu alla þá orku sem eftir var í forðabúrinu til að stinga nefinu framar í framlengingunni. Hverjar stóðu upp úr? Hægt væri að nefna ótal nöfn í þennan dálk en Marta Wawrzynkowska var hreint út sagt frábær í leiknum og varði nítján bolta. Hrafnhildur Hanna var óhrædd við að skjóta á markið og kom boltanum níu sinnum í netið og var með fjórum mörkum meira en næstu samherjar. Margrét Einarsdóttir í marki Hauka átti einnig mjög góðan leik með fjórtán bolta klukkaða og varði oft á tíðum virkilega vel. Markaskorun gestanna dreifðist vel á liðið en þær Ena Car, Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir og Sara Odden skoruðu allar fjögur mörk. Hvað gekk illa? Leikur Hauka gekk hvað best þegar þær keyrðu á vörn ÍBV og sóttu vítaköst, fiskuðu leikmenn útaf og sköpuðu færi með hraða og áræðni. Það dró úr þessu þegar líða tók á og virkuðu Haukar eilítið ragar og vantaði að taka á skarið. Það sást vel í framlengingunni þegar það vantaði einhverja til að stíga upp og rífa liðið áfram. Annars er erfitt að lasta nokkurn einasta hlut þessar sjötíu mínútur. Hvað gerist næst? ÍBV heldur leik áfram og mæta Val í úrslitum á meðan Haukar eru komnar í pásu. Takk fyrir frábært einvígi Haukar! Sunna: Ég verð aldrei meyr en ég er hálf klökk Sunna lætur vaða.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er búið að vera ótrúlegt einvígi,” sagði Sunna Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV. „Stórt hrós á Hauka. Þær toppa á hárréttum tíma. Þetta eru þvílíkt metnaðarfullar og efnilegar stelpur. Þetta var krefjandi en við náðum að klára þetta.” „Þetta er gjörsamlega magnað,” sagði Sunna um stuðning beggja liða. „Ég verð aldrei meyr en ég er hálf klökk. Þetta gefur manni svo mikla orku og liftir kvennahandboltanum á hærra plan. Ég vil þakka ÍBV fyrir þessa umgjörð og frábærum stuðningsmönnum Hauka sem komu hingað með fulla rútu. Þetta er búið að vera ótrúlegt.” „Við vorum búnar að tapa tvisvar gegn þeim í framlengingu og vorum staðráðnar að breyta því. Þetta gat farið báðu megin en þetta datt okkar megin.” „Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu að vinna þrennu. Það eru ekki margir leikmenn sem hafa upplifað það og við ætlum klárlega alla leið. Þetta einvígi var krefjandi en við eigum fullt inni. Það er smá pása nokkrir dagar í að fara yfir hvað við getum gert betur svo er það bara Valur á föstudaginn. Núllstilla. Ég hlakka til,” sagði Sunna. Díana: Þetta er búið að vera geggjuð skemmtun og ótrúlega flott Díana Guðjónsdóttir virðist vera á hárréttri braut sem aðalþjálfari Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, taldi sitt lið hafa getað gert betur í kvöld. „Svona er þetta bara. Mér fannst við heilt yfir aðeins of ragar. Fáum ekki nægilega gott flot á boltann og erum að sækja of mikið inn á miðjuna hjá þeim. Ég hefði viljað nýta breiddina aðeins betur á vellinum og svo er það færanýtingin.” „Þetta er góður varnarleikur en ég hefði viljað ná hraðara tempói. Mér fannst ákveðnir leikmenn ekki þora. Ég þarf að skoða það þegar ég fer yfir þetta.” Díana var sammála því að Haukar hefðu mátt keyra á Eyjavörnina, eins og þær gerðu á sínum bestu köflum í leiknum. „Já, ég er alveg sammála. Ég þarf að skoða þetta og fara yfir þetta. Hún [Marta Wawrzynkowska] er drullu góður markmaður og hún klárar þetta fyrir þær í dag. Við erum í vandræðum í vítaköstum og dauðafærum úr horni.” „Ég vil óska ÍBV til hamingju. Þetta er búið að vera geggjuð skemmtun og ótrúlega flott. Geggjaðar umgjarðir hér og á Ásvöllum. Fullt af fólki sem hefur fylgt okkur. Við erum allaveganna búin að vekja smá lukku og kannski kveikja aðeins í kvennaboltanum. Það er margt hægt að gera ef maður leggur á sig,” sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna ÍBV Haukar
ÍBV er á leið í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna eftir nauman fjögurra marka sigur gegn Haukum í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur 27-23 eftir framlengdan leik, en ÍBV mætir Val í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Spennustigið var uppi í skýjunum í upphafi leiks en bæði lið fóru illa með fín færi. ÍBV skoraði úr sinni fyrstu sókn á fyrstu mínútu en Haukar jöfnuðu eftir fimm mínútna leik. Markverðir beggja liða voru í góðum gír og sáu til þess að mörkin yrðu ekki fleiri. Eftir að stíflan brast loksins keyrðu liðin upp hraðan í leiknum og áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn. Eftir stundarfjórðung var staðan 5-7, gestunum í vil en Eyjastúlkur skoruðu næstu þrjú mörk og komust yfir á ný. Þá var komið að Hafnfirðingum að skora þrjú í röð. ÍBV átti næsta leik, og skoruðu næstu þrjú mörk. Lygilegt. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 12-11, heimastúlkum í vil. Fyrri hálfleikurinn var leikinn á svo geysilegum hraða að hann leið hjá á augnabliki. Sjö leikmenn gestanna komust á blað og var Elín Klara Þorkelsdóttir markahæst með þrjú mörk. Hjá ÍBV var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæst eftir fyrri þrjátíu með fimm mörk, Elísa Elíasdóttir með fjögur og aðrar minna eða ekkert. Síðari hálfleikurinn fór betur af stað en sá fyrri en liðin skiptust á að koma boltanum í netið. ÍBV leiddi með einu til tveimur mörkum fyrri hluta síðari hálfleiks en þegar hálfleikurinn var hálfnaður jöfnuðu Haukastúlkur metin í 18-18 og komust því næst yfir. ÍBV jafnaði í næstu sókn en við tók markaþurrð hjá báðum liðum. Liðin fóru illa með góð færi og góðar stöður og ekki var skoraði mark í um sjö mínútur eða þar til gestirnir brutu loks ísinn. Bæði lið skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en flautað var til leiksloka sem þýddi að staðan í lok venjulegs leiktíma var 22-22 og því varð að grípa til framlengingar. ÍBV komst yfir í framlengingunni en vörn og markvarsla liðsins stóð vaktina vel. Eyjaliðið hélt hreinu fyrri hluta framlengingar ásamt því að skora þrjú mörk. Staðan 25-22 eftir fyrri fimm mínúturnar og leikurinn í höndum heimaliðsins. Haukum tókst loks að skora í upphafi síðari fimm mínútnanna en það reyndist lokamark þeirra í leiknum. ÍBV skoraði tvö til viðbótar og gulltryggðu frábæran sigur í stórkostlegum leik í þessu einstaka einvígi. Af hverju vann ÍBV? Liðin skiptust á að eiga ,,mínútur” í leiknum. Skiptust á að leiða og elta en þegar komið var í framlengingu var Eyjaliðið sterkara og áttu Haukarnir í stökustu vandræðum með að koma boltanum í netið. Lítið skildi liðin að í sextíu mínútur en ÍBV sóttu alla þá orku sem eftir var í forðabúrinu til að stinga nefinu framar í framlengingunni. Hverjar stóðu upp úr? Hægt væri að nefna ótal nöfn í þennan dálk en Marta Wawrzynkowska var hreint út sagt frábær í leiknum og varði nítján bolta. Hrafnhildur Hanna var óhrædd við að skjóta á markið og kom boltanum níu sinnum í netið og var með fjórum mörkum meira en næstu samherjar. Margrét Einarsdóttir í marki Hauka átti einnig mjög góðan leik með fjórtán bolta klukkaða og varði oft á tíðum virkilega vel. Markaskorun gestanna dreifðist vel á liðið en þær Ena Car, Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir og Sara Odden skoruðu allar fjögur mörk. Hvað gekk illa? Leikur Hauka gekk hvað best þegar þær keyrðu á vörn ÍBV og sóttu vítaköst, fiskuðu leikmenn útaf og sköpuðu færi með hraða og áræðni. Það dró úr þessu þegar líða tók á og virkuðu Haukar eilítið ragar og vantaði að taka á skarið. Það sást vel í framlengingunni þegar það vantaði einhverja til að stíga upp og rífa liðið áfram. Annars er erfitt að lasta nokkurn einasta hlut þessar sjötíu mínútur. Hvað gerist næst? ÍBV heldur leik áfram og mæta Val í úrslitum á meðan Haukar eru komnar í pásu. Takk fyrir frábært einvígi Haukar! Sunna: Ég verð aldrei meyr en ég er hálf klökk Sunna lætur vaða.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er búið að vera ótrúlegt einvígi,” sagði Sunna Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV. „Stórt hrós á Hauka. Þær toppa á hárréttum tíma. Þetta eru þvílíkt metnaðarfullar og efnilegar stelpur. Þetta var krefjandi en við náðum að klára þetta.” „Þetta er gjörsamlega magnað,” sagði Sunna um stuðning beggja liða. „Ég verð aldrei meyr en ég er hálf klökk. Þetta gefur manni svo mikla orku og liftir kvennahandboltanum á hærra plan. Ég vil þakka ÍBV fyrir þessa umgjörð og frábærum stuðningsmönnum Hauka sem komu hingað með fulla rútu. Þetta er búið að vera ótrúlegt.” „Við vorum búnar að tapa tvisvar gegn þeim í framlengingu og vorum staðráðnar að breyta því. Þetta gat farið báðu megin en þetta datt okkar megin.” „Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu að vinna þrennu. Það eru ekki margir leikmenn sem hafa upplifað það og við ætlum klárlega alla leið. Þetta einvígi var krefjandi en við eigum fullt inni. Það er smá pása nokkrir dagar í að fara yfir hvað við getum gert betur svo er það bara Valur á föstudaginn. Núllstilla. Ég hlakka til,” sagði Sunna. Díana: Þetta er búið að vera geggjuð skemmtun og ótrúlega flott Díana Guðjónsdóttir virðist vera á hárréttri braut sem aðalþjálfari Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, taldi sitt lið hafa getað gert betur í kvöld. „Svona er þetta bara. Mér fannst við heilt yfir aðeins of ragar. Fáum ekki nægilega gott flot á boltann og erum að sækja of mikið inn á miðjuna hjá þeim. Ég hefði viljað nýta breiddina aðeins betur á vellinum og svo er það færanýtingin.” „Þetta er góður varnarleikur en ég hefði viljað ná hraðara tempói. Mér fannst ákveðnir leikmenn ekki þora. Ég þarf að skoða það þegar ég fer yfir þetta.” Díana var sammála því að Haukar hefðu mátt keyra á Eyjavörnina, eins og þær gerðu á sínum bestu köflum í leiknum. „Já, ég er alveg sammála. Ég þarf að skoða þetta og fara yfir þetta. Hún [Marta Wawrzynkowska] er drullu góður markmaður og hún klárar þetta fyrir þær í dag. Við erum í vandræðum í vítaköstum og dauðafærum úr horni.” „Ég vil óska ÍBV til hamingju. Þetta er búið að vera geggjuð skemmtun og ótrúlega flott. Geggjaðar umgjarðir hér og á Ásvöllum. Fullt af fólki sem hefur fylgt okkur. Við erum allaveganna búin að vekja smá lukku og kannski kveikja aðeins í kvennaboltanum. Það er margt hægt að gera ef maður leggur á sig,” sagði Díana að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti