Leituðu að hring en fundu bíl Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 14:49 Leitin að hringnum sem um ræðir bar ekki árangur. Hins vegar fannst annar hringur, Matchbox bíll og fleira í tjörninni Vísir/Björgunarsveitin Suðurnes Hringur sem maður á þrítugsaldri týndi á dögunum í Reykjavíkurtjörn fannst ekki við nánari leit í dag. Hins vegar fannst fullt annað, þar á meðal annar hringur. Ákveðið hefur verið að ljúka leitinni í bili. Leit að hringnum sem maðurinn týndi hófst í gær. Um er að ræða hring sem hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir manninn þar sem frænka hans, sem nú er látin, hafði gefið honum hann á sínum tíma. Maðurinn hafði týnt hringnum í tjörninni er hann var að gefa öndunum þar að borða. Fjölskylda mannsins hafði samband við björgunarsveitina Suðurnes sem ákvað að hjálpa til við leitina. Björgunarsveitin sendi kafara í Reykjavíkurtjörn í gær sem leituðu eftir botninum að hringnum en án árangurs. Fundu fullt af dóti í drullunni Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar, segir í samtali við fréttastofu að í dag hafi leitinni að hringnum verið haldið áfram en án árangurs. „Nú erum við búnir að vera að leita í allan morgun. Við vorum að leita með málmleitartækjum og alls konar búnaði,“ segir Haraldur. „Við verðum eiginlega að hætta núna. Við erum búin að gefa þessu tvo góða daga og ætlum að segja þetta gott í bili.“ Þrátt fyrir að hringurinn hafi ekki fundist þá kom nóg af hlutum í ljós í tjörninni. „Við fundum fullt af alls konar málmi og dóti í drullunni. Við fundum hring, bara ekki rétta hringinn,“ segir Haraldur. Á meðal þess sem fannst einnig í leitinni var bíll. „Við fundum bíl í tjörninni, reyndar bara Matchbox bíl, svona lítinn krakkabíl,“ segir Haraldur. Þá hafi einnig fundist barmmerki frá Vinstri grænum og heill þúsundkall. Áhugaverðir hlutir sem fundust í leitinni.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur segir að þó svo að um óvenjulegt útkall hafi verið að ræða þá hafi leitin verið góð æfing fyrir björgunarsveitina. „Þetta var rosalega lítið mál fyrir okkur. Við erum tveir hérna sem erum í vaktavinnu og vorum í fríi, þannig það var ekkert mál að græja þetta.“ Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Leit að hringnum sem maðurinn týndi hófst í gær. Um er að ræða hring sem hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir manninn þar sem frænka hans, sem nú er látin, hafði gefið honum hann á sínum tíma. Maðurinn hafði týnt hringnum í tjörninni er hann var að gefa öndunum þar að borða. Fjölskylda mannsins hafði samband við björgunarsveitina Suðurnes sem ákvað að hjálpa til við leitina. Björgunarsveitin sendi kafara í Reykjavíkurtjörn í gær sem leituðu eftir botninum að hringnum en án árangurs. Fundu fullt af dóti í drullunni Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar, segir í samtali við fréttastofu að í dag hafi leitinni að hringnum verið haldið áfram en án árangurs. „Nú erum við búnir að vera að leita í allan morgun. Við vorum að leita með málmleitartækjum og alls konar búnaði,“ segir Haraldur. „Við verðum eiginlega að hætta núna. Við erum búin að gefa þessu tvo góða daga og ætlum að segja þetta gott í bili.“ Þrátt fyrir að hringurinn hafi ekki fundist þá kom nóg af hlutum í ljós í tjörninni. „Við fundum fullt af alls konar málmi og dóti í drullunni. Við fundum hring, bara ekki rétta hringinn,“ segir Haraldur. Á meðal þess sem fannst einnig í leitinni var bíll. „Við fundum bíl í tjörninni, reyndar bara Matchbox bíl, svona lítinn krakkabíl,“ segir Haraldur. Þá hafi einnig fundist barmmerki frá Vinstri grænum og heill þúsundkall. Áhugaverðir hlutir sem fundust í leitinni.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur segir að þó svo að um óvenjulegt útkall hafi verið að ræða þá hafi leitin verið góð æfing fyrir björgunarsveitina. „Þetta var rosalega lítið mál fyrir okkur. Við erum tveir hérna sem erum í vaktavinnu og vorum í fríi, þannig það var ekkert mál að græja þetta.“
Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira