Fótbolti

Inter náði í þrjú risastór stig gegn lærisveinum Mourinho

Smári Jökull Jónsson skrifar
Romelu Lukaku fagnar marki sínu í leiknum í dag.
Romelu Lukaku fagnar marki sínu í leiknum í dag. Vísir/Getty

Inter hafði betur gegn Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu að ári.

Mikil spenna er í ítölsku deildinni um sæti sem tryggja liðum pláss í Meistaradeild Evrópu að ári. Fyrr í dag vann AC Milan sigur á Lazio og lyfti sér þar með upp í fjórða sætið. Roma gat jafnað Milan að stigum með sigri gegn Inter sem aftur á móti gat farið upp fyrir nágranna sína næði liðið í þrjú stig.

Það var því mikið undir í leiknum í dag. Inter komst yfir á 33. mínútu þegar Federico Dimarco skoraði eftir sendingu Denzel Dumfries og staðan í hálfleik var 1-0. Í síðari hálfleik bætti Romelu Lukaku síðan við öðru marki rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok og kom Inter í góða stöðu.

Roma reyndi að minnka muninn en það var Lautaro Martinez sem komst næst því að skora en hann átti skot í þverslána á marki Roma.

Lokatölur í dag 2-0 og Inter nú í fjórða sætinu, með jafn mörg stig og Juventus sem er í þriðja sæti og tveimur stigum á undan nágrönnum sínum í AC Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×