Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. maí 2023 18:30 Þyrlan lék lykilhlutverk í æfingunni. Vísir/Steingrímur Dúi Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó. Lagt var af stað með frétta og tökumenn á sérútbúnum bát frá Reykjavíkurhöfn í morgun og tók siglingin um það bil fimmtán mínútur að æfingastaðnum en blíðskaparveður var á faxaflóa. Anton, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og æfingastjóri segir æfinguna umfangsmikla. „Við erum komnir á björgunaræfinguna Faxi 23 sem er skipulögð af Landsbjörgu og öðrum viðbragðsaðilum í samstarfi við slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu, Almannavarnir, lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og fleiri. Þetta er hluti af æfingaseríu sem við erum að keyra í gang núna. Þetta er fyrsta æfingin og við munum svo keyra æfinguna í kringum landið með öllum björgunarsveitum. Í þessu tilfelli þá kom upp eldur í vélarrými skipsins. Tveir eru í vélarrúminu sem slökkviliðsmenn munu reykkafa og draga svo fólkið út. svo er sjúkrahópur frá slökkviliðinu að bráðaflokka og björgunarsveitirnar eru komnar til að flytja þá sem þarf yfir í varðskipið Þór.“ Mikill fjöldi fólks kom að æfingu dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Æfingin var mikið sjónarspil þar sem þyrla gæslunnar var í aðalhlutverki en fyrstu viðbrögð voru að flytja slökkviliðsmenn um borð í skipið, meta þá slösuðu og flytja þá mest slösuðu strax í land en aðrir voru fluttir í varðskipið þór. „Sko mestu máli skiptir að við erum að skipuleggja þetta saman þannig að allir viðbragsðaðilar koma að því og þannig kynnumst við betur og lærum verkferla hvers annars. Við skipuleggjum þetta þannig að hver og einn kemur með æfingamarkmið frá sér og svo keyrum við þetta saman og látum söguna ganga þannig að allir fái það sem þeir þurfa út úr æfingunni. Við æfum náttúrulega mjög oft en þessi æfing er sú fyrsta í þessari seríu sem er samhæfð með öllum öðrum viðbragðsaðilum.“ 23 farþegar voru í skipinu, sem voru ánægðir með björgunaraðilana. Þröstur Ólafsson vélstjóri hjá Eldingu er einn þeirra. „Ég tek ofan fyrir þessum mönnum og konum, þetta er geggjað lið svo ég noti nú slæm lýsingarorð. en þeir eiga skilin mikinn heiður.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slökkvilið Almannavarnir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lagt var af stað með frétta og tökumenn á sérútbúnum bát frá Reykjavíkurhöfn í morgun og tók siglingin um það bil fimmtán mínútur að æfingastaðnum en blíðskaparveður var á faxaflóa. Anton, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og æfingastjóri segir æfinguna umfangsmikla. „Við erum komnir á björgunaræfinguna Faxi 23 sem er skipulögð af Landsbjörgu og öðrum viðbragðsaðilum í samstarfi við slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu, Almannavarnir, lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og fleiri. Þetta er hluti af æfingaseríu sem við erum að keyra í gang núna. Þetta er fyrsta æfingin og við munum svo keyra æfinguna í kringum landið með öllum björgunarsveitum. Í þessu tilfelli þá kom upp eldur í vélarrými skipsins. Tveir eru í vélarrúminu sem slökkviliðsmenn munu reykkafa og draga svo fólkið út. svo er sjúkrahópur frá slökkviliðinu að bráðaflokka og björgunarsveitirnar eru komnar til að flytja þá sem þarf yfir í varðskipið Þór.“ Mikill fjöldi fólks kom að æfingu dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Æfingin var mikið sjónarspil þar sem þyrla gæslunnar var í aðalhlutverki en fyrstu viðbrögð voru að flytja slökkviliðsmenn um borð í skipið, meta þá slösuðu og flytja þá mest slösuðu strax í land en aðrir voru fluttir í varðskipið þór. „Sko mestu máli skiptir að við erum að skipuleggja þetta saman þannig að allir viðbragsðaðilar koma að því og þannig kynnumst við betur og lærum verkferla hvers annars. Við skipuleggjum þetta þannig að hver og einn kemur með æfingamarkmið frá sér og svo keyrum við þetta saman og látum söguna ganga þannig að allir fái það sem þeir þurfa út úr æfingunni. Við æfum náttúrulega mjög oft en þessi æfing er sú fyrsta í þessari seríu sem er samhæfð með öllum öðrum viðbragðsaðilum.“ 23 farþegar voru í skipinu, sem voru ánægðir með björgunaraðilana. Þröstur Ólafsson vélstjóri hjá Eldingu er einn þeirra. „Ég tek ofan fyrir þessum mönnum og konum, þetta er geggjað lið svo ég noti nú slæm lýsingarorð. en þeir eiga skilin mikinn heiður.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slökkvilið Almannavarnir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira